Umdeildasti piparsveinn sögunnar á leiðinni til Íslands með unnustunni Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2018 09:30 Arie Luyendyk Jr. er í fjölmiðlum um heim allan um þessar mundir. Hann er á leiðinni til landsins ásamt unnustu sinni. Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. í byrjun vikunnar kláraðist 22. þáttaröðin og gaf Arie Luyendyk Jr. út síðustu rósina. Hann mætti ásamt unnustu sinni í spjallþátt Jimmy Kimmel í vikunni og ræddu þau tvö saman um þáttinn og framtíðina.Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horf á nýjustu þáttaröðina af The Bachelor og vilja alls ekki vita hvaða konu Arie valdi þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Aldrei áður í sögu þáttanna hefur orðið eins mikill viðsnúningur undir lok þáttaraðar. Í síðasta þættinum er vaninn að piparsveinninn velji sér eiginkonu og það gerði Arie svo sannarlega.Sjá einnig:Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Hann valdi konu sem ber nafnið Becca Kufrin. Því varð Luyendyk að tilkynna Lauren B að hún hefði ekki orðið fyrir valinu. Það sem gerist í framhaldinu hefur aldrei áður gerst í sögu þáttanna. Arie og Becca hefja samband sitt, en þá hefur lokaþátturinn í þáttaröðinni ekki verið sýndur í bandarísku sjónvarpi. Skipti um skoðun Allt í einu fær Arie bakþanka og tekur þá ákvörðun að slíta sambandi sínu og Becca. Í lokaþættinum fer kappinn síðan á skeljarnar í beinni útsendingu og biður Lauren B um að giftast sér. Algjör u-beygja hjá þessum þekkta kappakstursmanni og má segja að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá bandarísku þjóðinni. Nú þegar er talað um óvinsælasta piparsveininn í sögu þáttanna. Arie er svo óvinsæll að stjórnmálamaður í Minnesota í Bandaríkjunum ætlar að leggja fram tillögu þess efnis að hann verði einfaldlega bannaður í ríkinu. Nýtrúlofaða parið hefur verið í viðtölum út um allt í fjölmiðlum vestanhafs og þurft að svara allskyns spurningum. Á dögunum mætti þau í Good Morning America og tóku þátt í leik baksviðs sem ber nafnið Newlywed Bliss or Total Miss. Sá leikur gengur út á það hversu vel þau þekkja hvort annað. Í því viðtali kom í ljós að parið er á leiðinni til Íslands. „Loksins getum við farið og verið á meðal fólks og farið á venjulegt stefnumót. Planið er að fara aftur heim og síðan ætlum við í frí til Íslands og Barcelona,“ segir Arie. Tengdar fréttir Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 7. mars 2018 16:00 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. í byrjun vikunnar kláraðist 22. þáttaröðin og gaf Arie Luyendyk Jr. út síðustu rósina. Hann mætti ásamt unnustu sinni í spjallþátt Jimmy Kimmel í vikunni og ræddu þau tvö saman um þáttinn og framtíðina.Höskuldarviðvörun: Þeir sem hafa ekki horf á nýjustu þáttaröðina af The Bachelor og vilja alls ekki vita hvaða konu Arie valdi þurfa að hætta að lesa strax. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . .Aldrei áður í sögu þáttanna hefur orðið eins mikill viðsnúningur undir lok þáttaraðar. Í síðasta þættinum er vaninn að piparsveinninn velji sér eiginkonu og það gerði Arie svo sannarlega.Sjá einnig:Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Hann valdi konu sem ber nafnið Becca Kufrin. Því varð Luyendyk að tilkynna Lauren B að hún hefði ekki orðið fyrir valinu. Það sem gerist í framhaldinu hefur aldrei áður gerst í sögu þáttanna. Arie og Becca hefja samband sitt, en þá hefur lokaþátturinn í þáttaröðinni ekki verið sýndur í bandarísku sjónvarpi. Skipti um skoðun Allt í einu fær Arie bakþanka og tekur þá ákvörðun að slíta sambandi sínu og Becca. Í lokaþættinum fer kappinn síðan á skeljarnar í beinni útsendingu og biður Lauren B um að giftast sér. Algjör u-beygja hjá þessum þekkta kappakstursmanni og má segja að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá bandarísku þjóðinni. Nú þegar er talað um óvinsælasta piparsveininn í sögu þáttanna. Arie er svo óvinsæll að stjórnmálamaður í Minnesota í Bandaríkjunum ætlar að leggja fram tillögu þess efnis að hann verði einfaldlega bannaður í ríkinu. Nýtrúlofaða parið hefur verið í viðtölum út um allt í fjölmiðlum vestanhafs og þurft að svara allskyns spurningum. Á dögunum mætti þau í Good Morning America og tóku þátt í leik baksviðs sem ber nafnið Newlywed Bliss or Total Miss. Sá leikur gengur út á það hversu vel þau þekkja hvort annað. Í því viðtali kom í ljós að parið er á leiðinni til Íslands. „Loksins getum við farið og verið á meðal fólks og farið á venjulegt stefnumót. Planið er að fara aftur heim og síðan ætlum við í frí til Íslands og Barcelona,“ segir Arie.
Tengdar fréttir Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 7. mars 2018 16:00 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Óvæntustu endalok allra tíma í The Bachelor Þættirnir The Bachelor njóta sífellt meiri vinsælda um heim allan og sérstaklega í Bandaríkjunum. 7. mars 2018 16:00