Stjórn Eflingar leggur steina í götu Sólveigar Önnu Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2018 16:23 Fyrir liggur að Ingvar Vigur (efri mynd til hægri) er frambjóðandi núverandi stjórnar og skrifstofunnar en Sólveig Anna ekki. Það er eitt en Gísli (neðri mynd til vinstri) vill meina að verið sé að mismuna B-lista Sólveigar. Sigurður Bessason (neðri mynd til hægri) lætur af formennsku í Eflingu eftir átján ára starf. Vísir Gísli Tryggvason lögmaður hefur fyrir hönd B-lista, sem býður sig fram í komandi kosningum til stjórnar Eflingar, sent erindi til stjórnarinnar sem og Persónuverndar þar sem hann krefst þess að jafnræðis sé gætt í komandi stjórnarkosningum í verkalýðsfélaginu. Erindi hans er harðort og þar er meðal annars kvartað undan því að ríkjandi stjórn og skrifstofa geri upp á milli framboða með fremur grímulausum hætti, en A-listinn er beinlínis framboð núverandi stjórnar.Kerfislægt ójafnræði „Á mannamáli, já, þau eru að móast við að veita upplýsingar og á lögfræðimáli heitir kerfislægt ójafnræði sem ég er að reyna, fyrir hönd B-listans að vinna gegn og jafna stöðuna,“ segir Gísli í samtali við Vísi.Þau eru sem sagt, með öðrum orðum, að misnota aðstöðu sína með blygðunarlausum hætti? „Ég myndi ekki orða þetta þannig, ég er svo varfærinn en ég myndi segja að það sé upp réttmætt vantraust vegna kerfisbundinnar mismununar.Grófari kerfisbundin mismunun en maður þekkir úr ríkisbatteríinu. Það eru hundrað ár síðan sýslumenn og hreppstjórar sem voru í kjöri stjórnuðu sjálfir kjörfundi. Og þetta minnir svolítið á það.“Úr bréfi Gísla en í því má greina nokkra furðu lögmannsins yfir því að stjórn og skrifstofa skuli helst ekki vilja veita upplýsingar.Annars vegar sendir Gísli kröfu til stjórnar um að hún bregðist við og gefi út, með birtingu eða aðgengi, lista yfir starfandi trúnaðarmenn Eflingar á vinnustöðum. Gísli hefur sent erindi þessa efnis til kjörstjórnar sem vísuðu því frá einhliða en vísuðu ekki til stjórnar, eins og Gísli segist telja að eðlilegt hefði verið. Því áréttar hann kröfuna með sérstöku erindi til stjórnarinnar.Ingvar Vigur leiðir lista félagsins! Gísli hefur jafnframt, fyrir hönd B-listans, sent erindi til Persónuverndar þar sem áréttuð er krafa um að framboðið fái ekki bara heimilisföng og nöfn félagsmanna heldur einnig símanúmer og netföng, þannig að hægt sé að ná í kjósendur. „Það tengist aftur þessu ójafnræði, listi stjórnar á auðvelt með að ná í kjósendur en B-listinn ekki.“Sólveig og félagar mæta með undirskriftarlista til staðfestingar framboðinu á skrifstofu Eflingar í Borgartúni. Framboðinu er ekki tekið fagnandi, hvorki af stjórn né skrifstofu.visir/eyþórÍ bréfinu til stjórnar, sem Vísir hefur undir höndum, eru dregin fram atriði sem benda til verulegrar mismununar. Og það að skrifstofa Eflingar styðji beinlínis A-listann. Nefnt er dæmi um tvær fréttir á vef Eflingar, þremur dögum áður en kjörstjórn barst framboð A-lista þar sem segir í niðurlagi inngangs: „Listi uppstillingarnefndar var einróma samþykktur í stjórn og trúnaðarráði Eflingar.“ Fyrirsögn þeirrar fréttar er: „Ný forysta í stjórn Eflingar“ og undirfyrirsögn: „Ingvar Vigur Halldórsson leiðir lista félagsins.“Þurrlega sagt af framboði Sólveigar Önnu Fleiri dæmi þar sem ágæti Ingvars Vigurs eru tíunduð má nefna en heldur var þurrlegri tilkynningin þegar greint var frá framboði B-lista undir fyrirsögninni: Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir B lista“. Þar segir stuttlega í 40 orðum að Sólveig Anna hafi gefið kost á sér til formanns stjórnar Eflingar en hún sé starfsmaður á leikskólanum Nóaborg. „Kjörstjórn á eftir að staðfesta framboðslista undir hennar forystu og einnig meðmælendalistann. Birt með þeim fyrirvara að framboðið verði staðfest af kjörstjórn.“ Í bréfi Gísla til stjórnar er jafnframt tíundað að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar tengist með beinum hætti A-lista auk fráfarandi formanni, Sigurði Bessasyni. Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Valið stendur á milli Ingvars og Sólveigar Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. 29. janúar 2018 16:26 „Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. 29. janúar 2018 19:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Gísli Tryggvason lögmaður hefur fyrir hönd B-lista, sem býður sig fram í komandi kosningum til stjórnar Eflingar, sent erindi til stjórnarinnar sem og Persónuverndar þar sem hann krefst þess að jafnræðis sé gætt í komandi stjórnarkosningum í verkalýðsfélaginu. Erindi hans er harðort og þar er meðal annars kvartað undan því að ríkjandi stjórn og skrifstofa geri upp á milli framboða með fremur grímulausum hætti, en A-listinn er beinlínis framboð núverandi stjórnar.Kerfislægt ójafnræði „Á mannamáli, já, þau eru að móast við að veita upplýsingar og á lögfræðimáli heitir kerfislægt ójafnræði sem ég er að reyna, fyrir hönd B-listans að vinna gegn og jafna stöðuna,“ segir Gísli í samtali við Vísi.Þau eru sem sagt, með öðrum orðum, að misnota aðstöðu sína með blygðunarlausum hætti? „Ég myndi ekki orða þetta þannig, ég er svo varfærinn en ég myndi segja að það sé upp réttmætt vantraust vegna kerfisbundinnar mismununar.Grófari kerfisbundin mismunun en maður þekkir úr ríkisbatteríinu. Það eru hundrað ár síðan sýslumenn og hreppstjórar sem voru í kjöri stjórnuðu sjálfir kjörfundi. Og þetta minnir svolítið á það.“Úr bréfi Gísla en í því má greina nokkra furðu lögmannsins yfir því að stjórn og skrifstofa skuli helst ekki vilja veita upplýsingar.Annars vegar sendir Gísli kröfu til stjórnar um að hún bregðist við og gefi út, með birtingu eða aðgengi, lista yfir starfandi trúnaðarmenn Eflingar á vinnustöðum. Gísli hefur sent erindi þessa efnis til kjörstjórnar sem vísuðu því frá einhliða en vísuðu ekki til stjórnar, eins og Gísli segist telja að eðlilegt hefði verið. Því áréttar hann kröfuna með sérstöku erindi til stjórnarinnar.Ingvar Vigur leiðir lista félagsins! Gísli hefur jafnframt, fyrir hönd B-listans, sent erindi til Persónuverndar þar sem áréttuð er krafa um að framboðið fái ekki bara heimilisföng og nöfn félagsmanna heldur einnig símanúmer og netföng, þannig að hægt sé að ná í kjósendur. „Það tengist aftur þessu ójafnræði, listi stjórnar á auðvelt með að ná í kjósendur en B-listinn ekki.“Sólveig og félagar mæta með undirskriftarlista til staðfestingar framboðinu á skrifstofu Eflingar í Borgartúni. Framboðinu er ekki tekið fagnandi, hvorki af stjórn né skrifstofu.visir/eyþórÍ bréfinu til stjórnar, sem Vísir hefur undir höndum, eru dregin fram atriði sem benda til verulegrar mismununar. Og það að skrifstofa Eflingar styðji beinlínis A-listann. Nefnt er dæmi um tvær fréttir á vef Eflingar, þremur dögum áður en kjörstjórn barst framboð A-lista þar sem segir í niðurlagi inngangs: „Listi uppstillingarnefndar var einróma samþykktur í stjórn og trúnaðarráði Eflingar.“ Fyrirsögn þeirrar fréttar er: „Ný forysta í stjórn Eflingar“ og undirfyrirsögn: „Ingvar Vigur Halldórsson leiðir lista félagsins.“Þurrlega sagt af framboði Sólveigar Önnu Fleiri dæmi þar sem ágæti Ingvars Vigurs eru tíunduð má nefna en heldur var þurrlegri tilkynningin þegar greint var frá framboði B-lista undir fyrirsögninni: Sólveig Anna Jónsdóttir leiðir B lista“. Þar segir stuttlega í 40 orðum að Sólveig Anna hafi gefið kost á sér til formanns stjórnar Eflingar en hún sé starfsmaður á leikskólanum Nóaborg. „Kjörstjórn á eftir að staðfesta framboðslista undir hennar forystu og einnig meðmælendalistann. Birt með þeim fyrirvara að framboðið verði staðfest af kjörstjórn.“ Í bréfi Gísla til stjórnar er jafnframt tíundað að fjórir starfsmenn á skrifstofu Eflingar tengist með beinum hætti A-lista auk fráfarandi formanni, Sigurði Bessasyni.
Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Valið stendur á milli Ingvars og Sólveigar Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. 29. janúar 2018 16:26 „Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. 29. janúar 2018 19:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49
Valið stendur á milli Ingvars og Sólveigar Framboðsfrestur til formannskjörs Eflingar rann út klukkan 16 og er nú ljóst að í fyrsta sinn í sögu félagsins verður kosið um nýja stjórn. 29. janúar 2018 16:26
„Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. 29. janúar 2018 19:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent