Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 15:16 Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. Vísir/Getty Jafnréttisstofa hefur hafið innköllun á jafnréttisáætlunum hjá fyrirtækjum með 250 starfsmenn og fleiri. Þessi fyrirtæki eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. Aðgerðabundin jafnréttisáætlun á grundvelli 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er ein forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir fái jafnlaunavottun. Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar á þessu ári. „Samkvæmt 2. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008 skulu fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Sérstaklega skal þar kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig starfsfólki eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.-22. gr. laganna. Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti. Í 1. mgr. 18. gr. koma jafnframt fram ýmsar skyldur sem á atvinnurekendur eru lagðar og taka þarf á í jafnréttisáætlun. Þar segir m.a. að atvinnurekendur skuli sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Ennfremur skal sérstök áhersla lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum,” segir í frétt á vef Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með því að lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé framfylgt. Í ljósi þess kallar Jafnréttisstofa reglulega eftir jafnréttisáætlunum og skýrslum um stöðu og þróun jafnréttismála frá fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri. Í byrjun þessa árs lauk innköllun Jafnréttisstofu á jafnréttisáætlunum hjá opinberum stofnunum og kemur fram í fréttinni að rúmlega 90 prósent stofnana hafi skilað umbeðnum gögnum til Jafnréttisstofu. Alþingi Tengdar fréttir Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal. 9. maí 2017 08:00 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Nefndin ræðir jafnlaunavottun Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Jafnréttisstofa hefur hafið innköllun á jafnréttisáætlunum hjá fyrirtækjum með 250 starfsmenn og fleiri. Þessi fyrirtæki eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. Aðgerðabundin jafnréttisáætlun á grundvelli 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er ein forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir fái jafnlaunavottun. Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar á þessu ári. „Samkvæmt 2. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008 skulu fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Sérstaklega skal þar kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig starfsfólki eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.-22. gr. laganna. Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti. Í 1. mgr. 18. gr. koma jafnframt fram ýmsar skyldur sem á atvinnurekendur eru lagðar og taka þarf á í jafnréttisáætlun. Þar segir m.a. að atvinnurekendur skuli sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Ennfremur skal sérstök áhersla lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum,” segir í frétt á vef Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með því að lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé framfylgt. Í ljósi þess kallar Jafnréttisstofa reglulega eftir jafnréttisáætlunum og skýrslum um stöðu og þróun jafnréttismála frá fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri. Í byrjun þessa árs lauk innköllun Jafnréttisstofu á jafnréttisáætlunum hjá opinberum stofnunum og kemur fram í fréttinni að rúmlega 90 prósent stofnana hafi skilað umbeðnum gögnum til Jafnréttisstofu.
Alþingi Tengdar fréttir Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal. 9. maí 2017 08:00 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Nefndin ræðir jafnlaunavottun Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal. 9. maí 2017 08:00
Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15
Nefndin ræðir jafnlaunavottun Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið. 16. maí 2017 07:00