Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2017 08:00 Nichole Leigh Mosty Fréttablaðið/Stefán Hugsanlegt er að frumvarp um jafnlaunavottun verði ekki afgreitt á Alþingi í vor vegna tímaskorts og lagt fram aftur næsta haust. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og framsögumaður málsins í nefndinni. Nichole segir mörg verkefni liggja fyrir nefndinni núna. „Það eru svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar á stuttum tíma. Við fáum í allsherjar- og menntamálanefnd mál frá velferðarráðherra og frá menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra þannig að við sitjum uppi með mörg mál. Tímasetningin er þannig að það er ekki víst að þetta geti verið í forgangi.“ Samkvæmt dagskrá Alþingis á að ljúka þingi í lok mánaðar. „Ég sit yfir fullt af málum og við þurfum að finna leið til að klára þetta innan þriggja vikna eða taka afstöðu til þess hversu mikilvægt það er að málin klárist á vorþingi eða hvort það er hægt að vinna þau betur á haustþingi. Vegna þess að þetta snýst líka um það að mál séu vel unnin. Alla vega fyrir mína parta og okkar í Bjartri framtíð,“ segir Nichole. Frestur til að skila inn athugasemdum um frumvarpið rennur út á morgun. Einungis tvö erindi hafa verið send nefndinni vegna þess. „Mér finnst það ekki nægjanlega gott að það séu bara tvær umsagnir,“ segir Nichole. Í umsögn Staðlaráðs, sem hannaði staðalinn, segir að ekki sé rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða hann. Frekar ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. „Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eiga að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera skyldubundin úrræði,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Í umsögn VR er frumvarpinu hins vegar fagnað og tekið fram að það sé mikilvægur áfangi í átt að fullu jafnrétti karla og kvenna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Hugsanlegt er að frumvarp um jafnlaunavottun verði ekki afgreitt á Alþingi í vor vegna tímaskorts og lagt fram aftur næsta haust. „Ég væri alveg til í það. Þetta er mikilvægt mál en það er líka mikilvægt að það sé vel unnið,“ segir Nichole Leigh Mosty, varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar og framsögumaður málsins í nefndinni. Nichole segir mörg verkefni liggja fyrir nefndinni núna. „Það eru svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar á stuttum tíma. Við fáum í allsherjar- og menntamálanefnd mál frá velferðarráðherra og frá menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra þannig að við sitjum uppi með mörg mál. Tímasetningin er þannig að það er ekki víst að þetta geti verið í forgangi.“ Samkvæmt dagskrá Alþingis á að ljúka þingi í lok mánaðar. „Ég sit yfir fullt af málum og við þurfum að finna leið til að klára þetta innan þriggja vikna eða taka afstöðu til þess hversu mikilvægt það er að málin klárist á vorþingi eða hvort það er hægt að vinna þau betur á haustþingi. Vegna þess að þetta snýst líka um það að mál séu vel unnin. Alla vega fyrir mína parta og okkar í Bjartri framtíð,“ segir Nichole. Frestur til að skila inn athugasemdum um frumvarpið rennur út á morgun. Einungis tvö erindi hafa verið send nefndinni vegna þess. „Mér finnst það ekki nægjanlega gott að það séu bara tvær umsagnir,“ segir Nichole. Í umsögn Staðlaráðs, sem hannaði staðalinn, segir að ekki sé rétt að skylda fyrirtæki og stofnanir til að innleiða hann. Frekar ætti að umbuna þeim sem það gera með einhvers konar ívilnunum. „Staðlaráð telur vænlegra til árangurs að beita jákvæðri hvatningu frekar en þvingunum. Staðlar eru almennt ætlaðir til valfrjálsrar notkunar og þeir eiga að láta fyrirtækjum og stofnunum í té lausnir fremur en að vera skyldubundin úrræði,“ segir í umsögn Staðlaráðs. Í umsögn VR er frumvarpinu hins vegar fagnað og tekið fram að það sé mikilvægur áfangi í átt að fullu jafnrétti karla og kvenna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira