Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 10:04 Honum finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. Aðsend Ef finnski Eurovision-fræðingurinn Thomas Lundin fengi einhverju ráðið yrði Ari Ólafsson fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Lissabon í Portúgal í maí næstkomandi. Og hver er þessi Thomas Lundin og hvaða vit hefur hann á Eurovision? Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Vísir ræddi við Thomas Lundin og bað hann um að gefa sitt álit á lögunum sex sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 3. mars næstkomandi. Honum finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. „Melodifestivalen er sögð besta forkeppnin í Evrópu. Ég er þó ekki viss lengur. Söngvakeppnin býður upp á mun meira. Til hamingju,“ segir Thomas. Hann bendir á að engin undankeppni sé í Finnlandi í ár. Nú þegar hefur verið ákveðið að söngkonan Saara Alto, sem varð í öðru sæti í X-Factor í Bretlandi árið 2016, verði fulltrúi Finna í Lissabaon. Hún hefur í félagi við lagahöfunda frá Finnlandi og Svíþjóð samið þrjú lög sem finnska þjóðin mun kjósa um 3. mars næstkomandi. Thomas segist eiga fjögur lög sem eru í miklu uppáhaldi í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Það eru lögin sem flutt eru af Degi Sigurðssyni, Focus-hópnum, Heimilistónum og Ara Ólafssyni. Auk þeirra fjögurra mun hópurinn Áttan og Aron Hannes eiga lög í úrslitunum.Dagur Sigurðsson - Í stormi„Þvílík rödd, guð minn góður,“ segir Thomas um Dag Sigurðsson, en Dagur tilkynnti í gær að hann muni flytja lagið sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég er mjög hrifinn af laginu líku, þetta er klassísk kraftballaða. Það vantar þó eitthvað upp á svo ég geti sagt með fullri vissu að um sé að ræða 12 stiga lag. Ég get eiginlega ekki útskýrt hvað vantar en lagið náði ekki alveg í gegn hjá mér. Þetta er hins vegar mjög fagmannlega unnið og gæti gert ágæta hluti í Lissabon,“ segir Thomas um lagið hans Dags.Fókus-hópurinn - Battleline „Þvílíkur kraftur,“ segir Thomas um Battleline, lag Fókus-hópsins. „Ég elska orkuna á sviðinu á undankvöldinu og raddir þeirra. Mér finnst íslenska útgáfan mun betri. Ef þau vinna vona ég að þau syngi á íslensku í Lissabon. Lagið sjálft er kannski ekki líklegt til að vinna Eurovision, en ég er viss um að það myndi ná í úrslitin.“Hér má heyra Fókus hópinn flytja lagið á íslensku, en þau munu flytja það á ensku í úrslitunum.Heimilistónar - Kúst og fæjó „Þetta gæti verið öruggasta valið fyrir Lissabon,“ segir Thomas um lag Heimilistóna, Kúst og fæjó. „Ég elska þessa geðveiki. Þvílík gleði og brjálæði,“ segir Thomas. Hann er sérlega hrifinn af vísun Heimilistóna í gamla tíma. „Ofan á allt er laglína Kúst og fæjó virkilega grípandi. Ég held að Evrópa átti sig ekki á því að hún þarf nákvæmlega þetta. Kannski verða hins vegar Evrópubúar með á nótunum og kjósa Heimilistóna, kannski ekki,“ segir Thomas. Ari Ólafsson - Our Choice „Þetta er mitt uppáhald,“ segir Thomas um Ara Ólafsson sem mun flytja lagið Our Choice í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég held að Ari gæti komið öllum að óvörum í Lissabon. Lagið er ótrúlega fallegt og röddin passar einstaklega vel við laglínuna. Ef keppnin í ár verður ballöðukeppni gæti þetta lag gert góða hluti. „Our Choice“ er mitt val fyrir Lissabon. 12 stig!,“ segir Thomas að endingu. Hér má heyra Ara flytja lagið á íslensku í undakeppni Söngvakeppninnar en hann mun flytja það á ensku í úrslitunum. Eurovision Tengdar fréttir Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00 Dagur hefur ákveðið að syngja á íslensku Íslenskan mun kannski hljóma á Eurovision sviðinu í Lissabon í maí. 23. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Ef finnski Eurovision-fræðingurinn Thomas Lundin fengi einhverju ráðið yrði Ari Ólafsson fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Lissabon í Portúgal í maí næstkomandi. Og hver er þessi Thomas Lundin og hvaða vit hefur hann á Eurovision? Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Vísir ræddi við Thomas Lundin og bað hann um að gefa sitt álit á lögunum sex sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 3. mars næstkomandi. Honum finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. „Melodifestivalen er sögð besta forkeppnin í Evrópu. Ég er þó ekki viss lengur. Söngvakeppnin býður upp á mun meira. Til hamingju,“ segir Thomas. Hann bendir á að engin undankeppni sé í Finnlandi í ár. Nú þegar hefur verið ákveðið að söngkonan Saara Alto, sem varð í öðru sæti í X-Factor í Bretlandi árið 2016, verði fulltrúi Finna í Lissabaon. Hún hefur í félagi við lagahöfunda frá Finnlandi og Svíþjóð samið þrjú lög sem finnska þjóðin mun kjósa um 3. mars næstkomandi. Thomas segist eiga fjögur lög sem eru í miklu uppáhaldi í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Það eru lögin sem flutt eru af Degi Sigurðssyni, Focus-hópnum, Heimilistónum og Ara Ólafssyni. Auk þeirra fjögurra mun hópurinn Áttan og Aron Hannes eiga lög í úrslitunum.Dagur Sigurðsson - Í stormi„Þvílík rödd, guð minn góður,“ segir Thomas um Dag Sigurðsson, en Dagur tilkynnti í gær að hann muni flytja lagið sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég er mjög hrifinn af laginu líku, þetta er klassísk kraftballaða. Það vantar þó eitthvað upp á svo ég geti sagt með fullri vissu að um sé að ræða 12 stiga lag. Ég get eiginlega ekki útskýrt hvað vantar en lagið náði ekki alveg í gegn hjá mér. Þetta er hins vegar mjög fagmannlega unnið og gæti gert ágæta hluti í Lissabon,“ segir Thomas um lagið hans Dags.Fókus-hópurinn - Battleline „Þvílíkur kraftur,“ segir Thomas um Battleline, lag Fókus-hópsins. „Ég elska orkuna á sviðinu á undankvöldinu og raddir þeirra. Mér finnst íslenska útgáfan mun betri. Ef þau vinna vona ég að þau syngi á íslensku í Lissabon. Lagið sjálft er kannski ekki líklegt til að vinna Eurovision, en ég er viss um að það myndi ná í úrslitin.“Hér má heyra Fókus hópinn flytja lagið á íslensku, en þau munu flytja það á ensku í úrslitunum.Heimilistónar - Kúst og fæjó „Þetta gæti verið öruggasta valið fyrir Lissabon,“ segir Thomas um lag Heimilistóna, Kúst og fæjó. „Ég elska þessa geðveiki. Þvílík gleði og brjálæði,“ segir Thomas. Hann er sérlega hrifinn af vísun Heimilistóna í gamla tíma. „Ofan á allt er laglína Kúst og fæjó virkilega grípandi. Ég held að Evrópa átti sig ekki á því að hún þarf nákvæmlega þetta. Kannski verða hins vegar Evrópubúar með á nótunum og kjósa Heimilistóna, kannski ekki,“ segir Thomas. Ari Ólafsson - Our Choice „Þetta er mitt uppáhald,“ segir Thomas um Ara Ólafsson sem mun flytja lagið Our Choice í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég held að Ari gæti komið öllum að óvörum í Lissabon. Lagið er ótrúlega fallegt og röddin passar einstaklega vel við laglínuna. Ef keppnin í ár verður ballöðukeppni gæti þetta lag gert góða hluti. „Our Choice“ er mitt val fyrir Lissabon. 12 stig!,“ segir Thomas að endingu. Hér má heyra Ara flytja lagið á íslensku í undakeppni Söngvakeppninnar en hann mun flytja það á ensku í úrslitunum.
Eurovision Tengdar fréttir Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00 Dagur hefur ákveðið að syngja á íslensku Íslenskan mun kannski hljóma á Eurovision sviðinu í Lissabon í maí. 23. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00
Dagur hefur ákveðið að syngja á íslensku Íslenskan mun kannski hljóma á Eurovision sviðinu í Lissabon í maí. 23. febrúar 2018 15:30