Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 26. febrúar 2018 09:00 Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir frístundaveiðar og laxeldi vera siðlaust athæfi. Vísir/Sigurjón Rúmlega 50 þúsund dýr drápust í umsjá Arnarlax í Tálknafirði þann 12. febrúar síðastliðinn þegar sjókví hjá þeim aflagaðist og seig. Dýraverndunarsamtök Íslands gagnrýna þauleldi eins og þetta og segja velferð fiskanna virta að vettugi. „Við höfum áhyggjur af fiskeldi á Íslandi út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Við verðum aldrei vör við að velferð fiskanna sé rædd," segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. „Nú er uppi barátta milli fiskeldismanna og frístundaveiðimanna án þess að velferð fiskanna sé höfð að leiðarljósi, aðeins hagsmunir, yfirráð og peningar.“ Tvö óskyld atvik áttu sér stað hjá Arnarlaxi þann 12. febrúar þegar níu göt komu á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði og önnur kví í Tálknafirði seig að hluta til undir yfirborð sjávar. Matvælastofnun telur ólíklegt að fiskur hafi sloppið úr kvínni. Af þeim myndum og gögnum sem MAST fékk frá fyrirtækinu segjast þeir geta metið það sem svo að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Miklar deilur hafa sprottið upp um laxeldi hér við land og vilja sumir meina að eldislax geti eyðilagt hinn íslenskættaða villta laxastofn og að eldi mengi út frá sér. Hallgerður bendir hins vegar á að bæði frístundaveiðimennska sem og þauleldi séu í eðli sínu siðlausar athafnir. „Frístundaveiðimenn og aðilar í fiskeldi eiga fyrst og fremst í deilum vegna sinna eigin hagsmuna. Báðir hóparnir fara þannig með dýrin að þau þjást. Við þauleldi fiska eins og hér er stundað eru 20 prósent afföll algeng á fiskum, í hvaða búskap eru 20 prósent afföll bústofns eðlileg? Og veiðimenn sem veiða laxinn og sleppa honum síðan. Það eru auðvitað pyntingar. Báðir hóparnir sýna því siðleysi gagnvart velferð fiskanna. Fiskur gefur ekki frá sér hljóð við sársauka þrátt fyrir að finna hann. Að mati Dýraverndunarsamtaka Íslands yrði annað hljóð í strokknum ef fiskar gæfu frá sér hljóð. „Auðvitað skiptir máli að fiskurinn gefur ekki frá sér hljóð. Það væri nú eitthvað annað uppi á teningnum ef hljóð kæmi frá fiskum líkt og hundum eða köttum þegar þeir finna til. Hljóðleysi fiskanna gerir fólki auðveldara að leiða hjá sér hugsanlegar þjáningar þeirra.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Rúmlega 50 þúsund dýr drápust í umsjá Arnarlax í Tálknafirði þann 12. febrúar síðastliðinn þegar sjókví hjá þeim aflagaðist og seig. Dýraverndunarsamtök Íslands gagnrýna þauleldi eins og þetta og segja velferð fiskanna virta að vettugi. „Við höfum áhyggjur af fiskeldi á Íslandi út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Við verðum aldrei vör við að velferð fiskanna sé rædd," segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. „Nú er uppi barátta milli fiskeldismanna og frístundaveiðimanna án þess að velferð fiskanna sé höfð að leiðarljósi, aðeins hagsmunir, yfirráð og peningar.“ Tvö óskyld atvik áttu sér stað hjá Arnarlaxi þann 12. febrúar þegar níu göt komu á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði og önnur kví í Tálknafirði seig að hluta til undir yfirborð sjávar. Matvælastofnun telur ólíklegt að fiskur hafi sloppið úr kvínni. Af þeim myndum og gögnum sem MAST fékk frá fyrirtækinu segjast þeir geta metið það sem svo að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Miklar deilur hafa sprottið upp um laxeldi hér við land og vilja sumir meina að eldislax geti eyðilagt hinn íslenskættaða villta laxastofn og að eldi mengi út frá sér. Hallgerður bendir hins vegar á að bæði frístundaveiðimennska sem og þauleldi séu í eðli sínu siðlausar athafnir. „Frístundaveiðimenn og aðilar í fiskeldi eiga fyrst og fremst í deilum vegna sinna eigin hagsmuna. Báðir hóparnir fara þannig með dýrin að þau þjást. Við þauleldi fiska eins og hér er stundað eru 20 prósent afföll algeng á fiskum, í hvaða búskap eru 20 prósent afföll bústofns eðlileg? Og veiðimenn sem veiða laxinn og sleppa honum síðan. Það eru auðvitað pyntingar. Báðir hóparnir sýna því siðleysi gagnvart velferð fiskanna. Fiskur gefur ekki frá sér hljóð við sársauka þrátt fyrir að finna hann. Að mati Dýraverndunarsamtaka Íslands yrði annað hljóð í strokknum ef fiskar gæfu frá sér hljóð. „Auðvitað skiptir máli að fiskurinn gefur ekki frá sér hljóð. Það væri nú eitthvað annað uppi á teningnum ef hljóð kæmi frá fiskum líkt og hundum eða köttum þegar þeir finna til. Hljóðleysi fiskanna gerir fólki auðveldara að leiða hjá sér hugsanlegar þjáningar þeirra.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira