House of Cards leikari lést eftir baráttu við krabbamein Þórdís Valsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 09:45 Cathey hlaut Emmy verðlaunin árið 2015 fyrir leik sinn í House of Cards Vísir/getty Leikarinn Reg E. Cathey lést í gær, 59 ára að aldri. Cathey var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem rifjasalinn Freddy í þáttaröðinni House of Cards. Cathey var umkringdur ástvinum á heimili sínu í New York þegar hann lést, en hann hafði glímt við lungnakrabbamein um nokkurt skeið. Leikarinn fæddist í Alabamaríki í Bandaríkjunum árið 1958 og hann hóf leiklistarferil sinn árið 1984. Hann var þekktur fyrir mörg aukahlutverk í sjónvarpsþáttum, þar á meðal fyrir að leika pólitíkusinn Norman Wilson í þáttaröðinni The Wire sem sýnd var á árunum 2002 til 2008. Cathey hlaut Emmy verðlaun árið 2015 fyrir túlkun sína á Freddy Hayes, eiganda Freddy's BBQ, sem var vinur Frank Underwood í House of Cards. „Við erum harmi lostin vegna fráfalls vinar okkar og House of Cards samstarfsfélaga Reg E. Cathey,“ sagði í yfirlýsingu frá Netflix. „Reg var góður maður, gefandi leikari, sannur herramaður. Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.“ Samleikari Cathey, David Simon, úr þáttaröðinni The Wire greindi frá andláti hans á Twitter síðu sinni. Reg Cathey, 1958-2018. Not only a fine, masterful actor -- but simply one of the most delightful human beings with whom I ever shared some long days on set. On wit alone, he could double any man over and leave him thinking. Reg, your memory is a great blessing. pic.twitter.com/OHEUbAhTg0— David Simon (@AoDespair) February 9, 2018 Andlát Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Leikarinn Reg E. Cathey lést í gær, 59 ára að aldri. Cathey var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem rifjasalinn Freddy í þáttaröðinni House of Cards. Cathey var umkringdur ástvinum á heimili sínu í New York þegar hann lést, en hann hafði glímt við lungnakrabbamein um nokkurt skeið. Leikarinn fæddist í Alabamaríki í Bandaríkjunum árið 1958 og hann hóf leiklistarferil sinn árið 1984. Hann var þekktur fyrir mörg aukahlutverk í sjónvarpsþáttum, þar á meðal fyrir að leika pólitíkusinn Norman Wilson í þáttaröðinni The Wire sem sýnd var á árunum 2002 til 2008. Cathey hlaut Emmy verðlaun árið 2015 fyrir túlkun sína á Freddy Hayes, eiganda Freddy's BBQ, sem var vinur Frank Underwood í House of Cards. „Við erum harmi lostin vegna fráfalls vinar okkar og House of Cards samstarfsfélaga Reg E. Cathey,“ sagði í yfirlýsingu frá Netflix. „Reg var góður maður, gefandi leikari, sannur herramaður. Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.“ Samleikari Cathey, David Simon, úr þáttaröðinni The Wire greindi frá andláti hans á Twitter síðu sinni. Reg Cathey, 1958-2018. Not only a fine, masterful actor -- but simply one of the most delightful human beings with whom I ever shared some long days on set. On wit alone, he could double any man over and leave him thinking. Reg, your memory is a great blessing. pic.twitter.com/OHEUbAhTg0— David Simon (@AoDespair) February 9, 2018
Andlát Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira