Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 21:06 Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Búið er að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu við Reykholt en töluverður fjöldi fólks hefur fest bíla sína á svæðinu, að sögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi. Þá hafa lögregla og björgunarsveitir ferjað sex erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Selfossi það sem af er kvöldi. Þá bætast enn við lokanir á vegum landsins en nú síðast var vegum um Kjalarnes og Þrengsli lokað. Auk þeirra er lokað fyrir alla umferð um Hellisheiði, í Ölfusi frá Hveragerði að Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Brattabrekku, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.Frá lokun á Vesturlandsvegar um Kjalarnes.Björgunarsveitin KjölurFjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir að það sem af er kvöldi hafi lögregla og björgunarsveitir komið með sex ferðalanga í fjöldahjálparstöðina að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem fest höfðu bíla sína í nærsveitum. „Það eru sex manns búnir að koma hingað til okkar en við erum búin að fá hótelgistingu fyrir þau. Bílarnir þeirra eru svo fastir upp í sveit,“ segir Fjóla í samtali við Vísi á níunda tímanum.Sjá einnig: Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Þá segir Fjóla töluverðan fjölda fólks hafa fest bíla sína í grennd við Reykholt og nú verði því ræstur út mannskapur til að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu. Sjálfboðaliðar eru því á leiðinni en stöðin er nú þegar opnuð þeim sem þurfa. „Það er búið að opna húsið en veðrið er svo slæmt að björgunarsveitin mun ferja Rauða kross-fólkið þangað uppeftir,“ segir Fjóla.Fjóla hafði ekki upplýsingar um það hversu margir þyrftu að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni í Aratungu. Þá verður fjöldahjálparstöðin á Selfossi einnig opin í alla nótt en um fimmtán sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í stöðvunum tveimur. „Það þarf stóran hóp af fólki til að opna aðra fjöldahjálparstöð. Við erum búin að setja niður vaktaplan fyrir sjálfboðaliðana þannig að þeir verða á fjögurra tíma vöktum hér til hádegis á morgun,“ segir Fjóla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og vegalokunum á vef Vegagerðarinnar. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands enn í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Búið er að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu við Reykholt en töluverður fjöldi fólks hefur fest bíla sína á svæðinu, að sögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi. Þá hafa lögregla og björgunarsveitir ferjað sex erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Selfossi það sem af er kvöldi. Þá bætast enn við lokanir á vegum landsins en nú síðast var vegum um Kjalarnes og Þrengsli lokað. Auk þeirra er lokað fyrir alla umferð um Hellisheiði, í Ölfusi frá Hveragerði að Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Brattabrekku, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.Frá lokun á Vesturlandsvegar um Kjalarnes.Björgunarsveitin KjölurFjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir að það sem af er kvöldi hafi lögregla og björgunarsveitir komið með sex ferðalanga í fjöldahjálparstöðina að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem fest höfðu bíla sína í nærsveitum. „Það eru sex manns búnir að koma hingað til okkar en við erum búin að fá hótelgistingu fyrir þau. Bílarnir þeirra eru svo fastir upp í sveit,“ segir Fjóla í samtali við Vísi á níunda tímanum.Sjá einnig: Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Þá segir Fjóla töluverðan fjölda fólks hafa fest bíla sína í grennd við Reykholt og nú verði því ræstur út mannskapur til að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu. Sjálfboðaliðar eru því á leiðinni en stöðin er nú þegar opnuð þeim sem þurfa. „Það er búið að opna húsið en veðrið er svo slæmt að björgunarsveitin mun ferja Rauða kross-fólkið þangað uppeftir,“ segir Fjóla.Fjóla hafði ekki upplýsingar um það hversu margir þyrftu að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni í Aratungu. Þá verður fjöldahjálparstöðin á Selfossi einnig opin í alla nótt en um fimmtán sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í stöðvunum tveimur. „Það þarf stóran hóp af fólki til að opna aðra fjöldahjálparstöð. Við erum búin að setja niður vaktaplan fyrir sjálfboðaliðana þannig að þeir verða á fjögurra tíma vöktum hér til hádegis á morgun,“ segir Fjóla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og vegalokunum á vef Vegagerðarinnar. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands enn í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi.
Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29
Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45