Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 22:45 Garðabær hefur undirritað samkomulag við lögregluna og höfuðborgarsvæðinu um uppsetningu á öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræddi verkefnið í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að lögreglan muni taka á móti merkjum úr þessum myndavélum og annast vörslu á gögnum úr þeim samkvæmt gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Innbrotahrina hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá því í desember og hafa íbúar Garðabæjar orðið fyrir barðinu á henni. Gunnar sagði að sveitarfélagið hafi sett upp öryggismyndavél á Álftanesi í samstarfi við Neyðarlínuna og hún hafi gefið góða raun. Gunnar sagðist vonast til að þessar öryggismyndavélar muni hafa fælingarmátt en enn á eftir að ákveða staðsetningu og fjölda á þeim. „Það verður hægt að skoða það mjög vel hvernig umferð og annað er á þeim tíma sem verið er að brjótast hér inn,“ sagði Gunnar. Hann sagði þetta vera öryggismyndavélar sem greina bílnúmer en lögreglan muni ein hafa aðgang að upplýsingum úr þeim og efnið verði ekki skoðað nema eitthvað gerist í bæjarfélaginu sem réttlæti það. „Innbrot í Garðabæ er bara einu of mikið, eins og annars staðar, og við erum að reyna að taka hart á þessu,“ sagði Gunnar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Ákall um aukið öryggi Spurður hvort að almenn sátt væri meðal Garðbæinga með uppsetningu þessara öryggismyndavéla sagðist Gunnar ekki hafa gert könnuna á því en sótt íbúafundi þar sem hann fann fyrir því að kallað væri eftir auknu öryggi. Hann sagði nágrannavörslu í sveitarfélaginu hafa verið eflda og íbúar hvattir til að fá sér öryggiskerfi á heimili sín. „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig og við eigum að taka þátt í því og skapa ákveðna öryggiskennd hérna.“ Gunnar sagði mikilvægi slíkra öryggismyndavéla hafa sannað sig í máli Birnu Brjánsdóttur fyrir rúmu ári síðan. Hann sagði kostnaðinn við uppsetningu vélanna ekki mikinn. Kostnaður við uppsetningu á vélinni á Álftanesi hefði verið um ein og hálf milljón króna með staur og tengingu en vélarnar sjálfar séu ekki svo dýrar.Hefur heyrt af skipulögðum glæpasamtökum Spurður nánar út í innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu sagðist Gunnar hafa heyrt að um sé að ræða skipulögð glæpasamtök. „Og að það þyrfti helst að ná þessum gaurum á flugvellinum áður en þeir koma inn í landið. Það eru alltaf ný og ný gengi sem koma, þetta hef ég einhvers staðar frá,“ sagði Gunnar. Hann sagði mikilvægt að vera á varðbergi og efla löggæsluna enn frekar, slíka innbrotahrinu eigi ekki að líða. „Ég segi eins og maðurinn sagði á sínum tíma, það þarf bara að berja ofan á hausinn á þeim.“Lífsgæði að búa við öryggi Gunnar sagði lögregluna svelta og að ólina hafi verið hert eftir efnahagshrunið árið 2008 en nú þurfi að bæta í. „Íbúarnir þurfa að hafa ákveðna öryggistilfinningu og lögreglan þarf að vera sýnilegri. Það eru ákveðin lífsgæði að búa við öryggi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að brotist sé inn í friðsælum hverfum.“ Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Enn brotist inn í höfuðborginni Innbrotahrinan virðist engan endi ætla að taka. 31. janúar 2018 06:54 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Garðabær hefur undirritað samkomulag við lögregluna og höfuðborgarsvæðinu um uppsetningu á öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræddi verkefnið í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að lögreglan muni taka á móti merkjum úr þessum myndavélum og annast vörslu á gögnum úr þeim samkvæmt gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Innbrotahrina hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá því í desember og hafa íbúar Garðabæjar orðið fyrir barðinu á henni. Gunnar sagði að sveitarfélagið hafi sett upp öryggismyndavél á Álftanesi í samstarfi við Neyðarlínuna og hún hafi gefið góða raun. Gunnar sagðist vonast til að þessar öryggismyndavélar muni hafa fælingarmátt en enn á eftir að ákveða staðsetningu og fjölda á þeim. „Það verður hægt að skoða það mjög vel hvernig umferð og annað er á þeim tíma sem verið er að brjótast hér inn,“ sagði Gunnar. Hann sagði þetta vera öryggismyndavélar sem greina bílnúmer en lögreglan muni ein hafa aðgang að upplýsingum úr þeim og efnið verði ekki skoðað nema eitthvað gerist í bæjarfélaginu sem réttlæti það. „Innbrot í Garðabæ er bara einu of mikið, eins og annars staðar, og við erum að reyna að taka hart á þessu,“ sagði Gunnar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Ákall um aukið öryggi Spurður hvort að almenn sátt væri meðal Garðbæinga með uppsetningu þessara öryggismyndavéla sagðist Gunnar ekki hafa gert könnuna á því en sótt íbúafundi þar sem hann fann fyrir því að kallað væri eftir auknu öryggi. Hann sagði nágrannavörslu í sveitarfélaginu hafa verið eflda og íbúar hvattir til að fá sér öryggiskerfi á heimili sín. „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig og við eigum að taka þátt í því og skapa ákveðna öryggiskennd hérna.“ Gunnar sagði mikilvægi slíkra öryggismyndavéla hafa sannað sig í máli Birnu Brjánsdóttur fyrir rúmu ári síðan. Hann sagði kostnaðinn við uppsetningu vélanna ekki mikinn. Kostnaður við uppsetningu á vélinni á Álftanesi hefði verið um ein og hálf milljón króna með staur og tengingu en vélarnar sjálfar séu ekki svo dýrar.Hefur heyrt af skipulögðum glæpasamtökum Spurður nánar út í innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu sagðist Gunnar hafa heyrt að um sé að ræða skipulögð glæpasamtök. „Og að það þyrfti helst að ná þessum gaurum á flugvellinum áður en þeir koma inn í landið. Það eru alltaf ný og ný gengi sem koma, þetta hef ég einhvers staðar frá,“ sagði Gunnar. Hann sagði mikilvægt að vera á varðbergi og efla löggæsluna enn frekar, slíka innbrotahrinu eigi ekki að líða. „Ég segi eins og maðurinn sagði á sínum tíma, það þarf bara að berja ofan á hausinn á þeim.“Lífsgæði að búa við öryggi Gunnar sagði lögregluna svelta og að ólina hafi verið hert eftir efnahagshrunið árið 2008 en nú þurfi að bæta í. „Íbúarnir þurfa að hafa ákveðna öryggistilfinningu og lögreglan þarf að vera sýnilegri. Það eru ákveðin lífsgæði að búa við öryggi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að brotist sé inn í friðsælum hverfum.“
Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Enn brotist inn í höfuðborginni Innbrotahrinan virðist engan endi ætla að taka. 31. janúar 2018 06:54 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56
Enn brotist inn í höfuðborginni Innbrotahrinan virðist engan endi ætla að taka. 31. janúar 2018 06:54
Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00
Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21