Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 22:45 Garðabær hefur undirritað samkomulag við lögregluna og höfuðborgarsvæðinu um uppsetningu á öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræddi verkefnið í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að lögreglan muni taka á móti merkjum úr þessum myndavélum og annast vörslu á gögnum úr þeim samkvæmt gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Innbrotahrina hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá því í desember og hafa íbúar Garðabæjar orðið fyrir barðinu á henni. Gunnar sagði að sveitarfélagið hafi sett upp öryggismyndavél á Álftanesi í samstarfi við Neyðarlínuna og hún hafi gefið góða raun. Gunnar sagðist vonast til að þessar öryggismyndavélar muni hafa fælingarmátt en enn á eftir að ákveða staðsetningu og fjölda á þeim. „Það verður hægt að skoða það mjög vel hvernig umferð og annað er á þeim tíma sem verið er að brjótast hér inn,“ sagði Gunnar. Hann sagði þetta vera öryggismyndavélar sem greina bílnúmer en lögreglan muni ein hafa aðgang að upplýsingum úr þeim og efnið verði ekki skoðað nema eitthvað gerist í bæjarfélaginu sem réttlæti það. „Innbrot í Garðabæ er bara einu of mikið, eins og annars staðar, og við erum að reyna að taka hart á þessu,“ sagði Gunnar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Ákall um aukið öryggi Spurður hvort að almenn sátt væri meðal Garðbæinga með uppsetningu þessara öryggismyndavéla sagðist Gunnar ekki hafa gert könnuna á því en sótt íbúafundi þar sem hann fann fyrir því að kallað væri eftir auknu öryggi. Hann sagði nágrannavörslu í sveitarfélaginu hafa verið eflda og íbúar hvattir til að fá sér öryggiskerfi á heimili sín. „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig og við eigum að taka þátt í því og skapa ákveðna öryggiskennd hérna.“ Gunnar sagði mikilvægi slíkra öryggismyndavéla hafa sannað sig í máli Birnu Brjánsdóttur fyrir rúmu ári síðan. Hann sagði kostnaðinn við uppsetningu vélanna ekki mikinn. Kostnaður við uppsetningu á vélinni á Álftanesi hefði verið um ein og hálf milljón króna með staur og tengingu en vélarnar sjálfar séu ekki svo dýrar.Hefur heyrt af skipulögðum glæpasamtökum Spurður nánar út í innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu sagðist Gunnar hafa heyrt að um sé að ræða skipulögð glæpasamtök. „Og að það þyrfti helst að ná þessum gaurum á flugvellinum áður en þeir koma inn í landið. Það eru alltaf ný og ný gengi sem koma, þetta hef ég einhvers staðar frá,“ sagði Gunnar. Hann sagði mikilvægt að vera á varðbergi og efla löggæsluna enn frekar, slíka innbrotahrinu eigi ekki að líða. „Ég segi eins og maðurinn sagði á sínum tíma, það þarf bara að berja ofan á hausinn á þeim.“Lífsgæði að búa við öryggi Gunnar sagði lögregluna svelta og að ólina hafi verið hert eftir efnahagshrunið árið 2008 en nú þurfi að bæta í. „Íbúarnir þurfa að hafa ákveðna öryggistilfinningu og lögreglan þarf að vera sýnilegri. Það eru ákveðin lífsgæði að búa við öryggi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að brotist sé inn í friðsælum hverfum.“ Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Enn brotist inn í höfuðborginni Innbrotahrinan virðist engan endi ætla að taka. 31. janúar 2018 06:54 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Garðabær hefur undirritað samkomulag við lögregluna og höfuðborgarsvæðinu um uppsetningu á öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ræddi verkefnið í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að lögreglan muni taka á móti merkjum úr þessum myndavélum og annast vörslu á gögnum úr þeim samkvæmt gildandi reglum og fyrirmælum frá Persónuvernd. Innbrotahrina hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá því í desember og hafa íbúar Garðabæjar orðið fyrir barðinu á henni. Gunnar sagði að sveitarfélagið hafi sett upp öryggismyndavél á Álftanesi í samstarfi við Neyðarlínuna og hún hafi gefið góða raun. Gunnar sagðist vonast til að þessar öryggismyndavélar muni hafa fælingarmátt en enn á eftir að ákveða staðsetningu og fjölda á þeim. „Það verður hægt að skoða það mjög vel hvernig umferð og annað er á þeim tíma sem verið er að brjótast hér inn,“ sagði Gunnar. Hann sagði þetta vera öryggismyndavélar sem greina bílnúmer en lögreglan muni ein hafa aðgang að upplýsingum úr þeim og efnið verði ekki skoðað nema eitthvað gerist í bæjarfélaginu sem réttlæti það. „Innbrot í Garðabæ er bara einu of mikið, eins og annars staðar, og við erum að reyna að taka hart á þessu,“ sagði Gunnar.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Ákall um aukið öryggi Spurður hvort að almenn sátt væri meðal Garðbæinga með uppsetningu þessara öryggismyndavéla sagðist Gunnar ekki hafa gert könnuna á því en sótt íbúafundi þar sem hann fann fyrir því að kallað væri eftir auknu öryggi. Hann sagði nágrannavörslu í sveitarfélaginu hafa verið eflda og íbúar hvattir til að fá sér öryggiskerfi á heimili sín. „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig og við eigum að taka þátt í því og skapa ákveðna öryggiskennd hérna.“ Gunnar sagði mikilvægi slíkra öryggismyndavéla hafa sannað sig í máli Birnu Brjánsdóttur fyrir rúmu ári síðan. Hann sagði kostnaðinn við uppsetningu vélanna ekki mikinn. Kostnaður við uppsetningu á vélinni á Álftanesi hefði verið um ein og hálf milljón króna með staur og tengingu en vélarnar sjálfar séu ekki svo dýrar.Hefur heyrt af skipulögðum glæpasamtökum Spurður nánar út í innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu sagðist Gunnar hafa heyrt að um sé að ræða skipulögð glæpasamtök. „Og að það þyrfti helst að ná þessum gaurum á flugvellinum áður en þeir koma inn í landið. Það eru alltaf ný og ný gengi sem koma, þetta hef ég einhvers staðar frá,“ sagði Gunnar. Hann sagði mikilvægt að vera á varðbergi og efla löggæsluna enn frekar, slíka innbrotahrinu eigi ekki að líða. „Ég segi eins og maðurinn sagði á sínum tíma, það þarf bara að berja ofan á hausinn á þeim.“Lífsgæði að búa við öryggi Gunnar sagði lögregluna svelta og að ólina hafi verið hert eftir efnahagshrunið árið 2008 en nú þurfi að bæta í. „Íbúarnir þurfa að hafa ákveðna öryggistilfinningu og lögreglan þarf að vera sýnilegri. Það eru ákveðin lífsgæði að búa við öryggi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að brotist sé inn í friðsælum hverfum.“
Tengdar fréttir Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56 Enn brotist inn í höfuðborginni Innbrotahrinan virðist engan endi ætla að taka. 31. janúar 2018 06:54 Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00 Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
Skartgripaverslun nýjasta fórnarlamb innbrotafaraldursins Tvö innbrot komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 13. febrúar 2018 05:56
Enn brotist inn í höfuðborginni Innbrotahrinan virðist engan endi ætla að taka. 31. janúar 2018 06:54
Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun "Við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar.“ 29. janúar 2018 14:00
Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. 12. febrúar 2018 06:21