Leyfir sér ekki að gefast upp Starri Freyr Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 09:00 „Þetta er erfið vinna og tekur gríðarlegan tíma en er á sama tíma svakalega gefandi og spennandi,” segir Davíð Óskar Ólafsson framleiðandi. Vísir/Anton Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, voru tilkynntar nýlega en þau verða afhent í 19. skiptið seinna í þessum mánuði. Í fyrsta sinn í sögu þeirra er sjónvarpssería með flestar tilnefningarnar en um er að ræða sjónvarpsseríuna Fanga, sem sýnd var á Ríkissjónvarpinu á síðasta ári. Einn af aðstandendum Fanga er Davíð Óskar Ólafsson framleiðandi, sem gegnir stærra hlutverki en margur heldur á bak við tjöldin. Hann segir að fjöldi tilnefninganna hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Við áttum von á einhverjum tilnefningum en fjórtán tilnefningar er auðvitað geðveikt. Þetta sýnir að það er gríðarleg gróska í sjónvarpsþáttagerð á Íslandi og gæðin orðin mikil. Við erum ekki lengur að gera efni bara fyrir Íslendinga þótt það sé mjög mikilvægur þáttur heldur stefnum við hærra og hærra með hverri seríu. Við trúum því að við getum gert efni sem verður sýnt á besta tíma á BBC eða verði keypt til sýninga í Bandaríkjunum. Að okkar mati erum við orðin samkeppnishæf við löndin sem við höfum verið að horfa upp til í mörg ár, eins og Danmörku og Bretland.“Davíð með leikkonunum Unni Ösp (t.v.) og Nínu Dögg en hugmyndin að Föngum kviknaði hjá þeim tveimur fyrir tíu árum síðan. MYND/LILJA JÓNSDÓTTIRGefandi vinna Flestir tengja hlutverk framleiðandans við fjármögnun verkefnisins sem er rétt að vissu leyti, segir Davíð. „Þetta hljómar kannski ekki svakalega spennandi en það eru í grunninn tvær týpur af framleiðendum; þeir sem sitja við skrifborðið sitt og vinna í Excel og hinir sem taka þátt í skapandi hlutanum líka. Ég er síðarnefnda týpan og sit m.a. handritsfundi, les öll handrit og kem með nótur. Ég kem að ráðningu leikara og meðlimum tökuliðs. Einnig er ég á tökustað og horfi á allar útgáfur af klippingu frá fyrsta klippi til loka. Mér finnst það stór partur af því að vera framleiðandi og eitt það allra skemmtilegasta. Þetta er erfið vinna og tekur gríðarlegan tíma en er á sama tíma svakalega gefandi og spennandi. Ekkert verkefni er eins og hvert verkefni út af fyrir sig þarf að vinna á annan hátt en það sem unnið var í síðast.“Áhuginn byrjaði snemma Davíð ólst að miklu leyti upp í kvikmyndabransanum en hann er sonur Valdísar Óskarsdóttur klippara sem hefur getið sér gott orð í Hollywood og unnið þar með heimsþekktum leikstjórum og leikurum. „Mamma fór í kvikmyndanám í Danmörku þegar ég var fimm ára og ég eyddi ótal tímum með henni í klippiherberginu. Hún spurði mig oft um skoðanir mínar varðandi senur sem hún var að klippa og lét mig síðan horfa á fyrsta klipp af myndunum og vildi vita hvað mér fannst. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hún bað mig að horfa á myndina Finding Forrester eftir Gus Van Sant, sem m.a. leikstýrði Good Will Hunting. Þegar myndin var búin og ég orðinn svangur vildi ég bara komast út úr sýningarsalnum. Þá hljóp Gus út á eftir mér með mömmu og vildi miklu frekar tala við mig um hvað mér fannst um myndina, frekar en framleiðendurna og hina sem voru á sýningunni. Það var skemmtilegt.“Við tökur við Hegningarhúsið Skólavörðustíg 9. Félagi Davíðs hjá Mystery, Árni Filippusson, er á myndavélinni. MYND/LILJA JÓNSDÓTTIRFerðast um allan heim Eftir að hafa lokið námi við European Film College í Danmörku hóf Davíð störf hjá Zik Zak á Íslandi. Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að hann vildi starfa sem framleiðandi. „Mér fannst mjög skemmtilegt að finna verkefni, þróa þau með höfundum og leikstjóra, setja saman tökurnar og fylgja verkefninu eftir þangað til myndin var tilbúin til sýningar. Úr varð að árið 2006 stofnaði ég framleiðslufyrirtækið Mystery með Árna Filippussyni og Hreini Beck og við vorum farnir í tökur á fyrstu mynd okkar í fullri lengd, Sveitabrúðkaupi, ári síðar. Síðan þá höfum við gert sjö bíómyndir og tvær sjónvarpsseríur, ferðast um allan heim á kvikmyndahátíðir og unnið með frábæru fólki.“Margar góðar stundir Undanfarin ár hafa því verið spennandi og eftirminnilegu stundirnar eru margar, segir Davíð. „Ætli eftirminnilegasta stundin hafi ekki verið þegar fyrsti tökudagur rann upp á fyrstu myndinni okkar, Sveitabrúðkaupi. Það verkefni var svakaleg skemmtilegt og á sama tíma mikill skóli. Við vorum mjög ungir og graðir í að gera vel og um leið að sýna okkur og sanna sem framleiðendur og það tókst nokkuð vel. Myndin var frumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni sem er ein af stærstu hátíðum í heimi og myndin ferðaðist um allan heim. Það er enn verið að biðja um Sveitabrúðkaup til sýninga á kvikmyndahátíðum.“ Hann segir fáar slæmar stundir standa upp úr, helst þær þar sem honum hafi þótt hann vera að berjast á móti óyfirstíganlegu ofurafli. „En ég leyfi mér ekki að gefast upp. Að gefast upp er ekki til í mínum huga og þessar slæmu stundir fara í reynslubankann og styrkja mig enn frekar. Ég er jákvæður í hugsun og dvel því lítið í slæmum hlutum. Lífið er of stutt svo það er bara að halda ótrauður áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, voru tilkynntar nýlega en þau verða afhent í 19. skiptið seinna í þessum mánuði. Í fyrsta sinn í sögu þeirra er sjónvarpssería með flestar tilnefningarnar en um er að ræða sjónvarpsseríuna Fanga, sem sýnd var á Ríkissjónvarpinu á síðasta ári. Einn af aðstandendum Fanga er Davíð Óskar Ólafsson framleiðandi, sem gegnir stærra hlutverki en margur heldur á bak við tjöldin. Hann segir að fjöldi tilnefninganna hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Við áttum von á einhverjum tilnefningum en fjórtán tilnefningar er auðvitað geðveikt. Þetta sýnir að það er gríðarleg gróska í sjónvarpsþáttagerð á Íslandi og gæðin orðin mikil. Við erum ekki lengur að gera efni bara fyrir Íslendinga þótt það sé mjög mikilvægur þáttur heldur stefnum við hærra og hærra með hverri seríu. Við trúum því að við getum gert efni sem verður sýnt á besta tíma á BBC eða verði keypt til sýninga í Bandaríkjunum. Að okkar mati erum við orðin samkeppnishæf við löndin sem við höfum verið að horfa upp til í mörg ár, eins og Danmörku og Bretland.“Davíð með leikkonunum Unni Ösp (t.v.) og Nínu Dögg en hugmyndin að Föngum kviknaði hjá þeim tveimur fyrir tíu árum síðan. MYND/LILJA JÓNSDÓTTIRGefandi vinna Flestir tengja hlutverk framleiðandans við fjármögnun verkefnisins sem er rétt að vissu leyti, segir Davíð. „Þetta hljómar kannski ekki svakalega spennandi en það eru í grunninn tvær týpur af framleiðendum; þeir sem sitja við skrifborðið sitt og vinna í Excel og hinir sem taka þátt í skapandi hlutanum líka. Ég er síðarnefnda týpan og sit m.a. handritsfundi, les öll handrit og kem með nótur. Ég kem að ráðningu leikara og meðlimum tökuliðs. Einnig er ég á tökustað og horfi á allar útgáfur af klippingu frá fyrsta klippi til loka. Mér finnst það stór partur af því að vera framleiðandi og eitt það allra skemmtilegasta. Þetta er erfið vinna og tekur gríðarlegan tíma en er á sama tíma svakalega gefandi og spennandi. Ekkert verkefni er eins og hvert verkefni út af fyrir sig þarf að vinna á annan hátt en það sem unnið var í síðast.“Áhuginn byrjaði snemma Davíð ólst að miklu leyti upp í kvikmyndabransanum en hann er sonur Valdísar Óskarsdóttur klippara sem hefur getið sér gott orð í Hollywood og unnið þar með heimsþekktum leikstjórum og leikurum. „Mamma fór í kvikmyndanám í Danmörku þegar ég var fimm ára og ég eyddi ótal tímum með henni í klippiherberginu. Hún spurði mig oft um skoðanir mínar varðandi senur sem hún var að klippa og lét mig síðan horfa á fyrsta klipp af myndunum og vildi vita hvað mér fannst. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hún bað mig að horfa á myndina Finding Forrester eftir Gus Van Sant, sem m.a. leikstýrði Good Will Hunting. Þegar myndin var búin og ég orðinn svangur vildi ég bara komast út úr sýningarsalnum. Þá hljóp Gus út á eftir mér með mömmu og vildi miklu frekar tala við mig um hvað mér fannst um myndina, frekar en framleiðendurna og hina sem voru á sýningunni. Það var skemmtilegt.“Við tökur við Hegningarhúsið Skólavörðustíg 9. Félagi Davíðs hjá Mystery, Árni Filippusson, er á myndavélinni. MYND/LILJA JÓNSDÓTTIRFerðast um allan heim Eftir að hafa lokið námi við European Film College í Danmörku hóf Davíð störf hjá Zik Zak á Íslandi. Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að hann vildi starfa sem framleiðandi. „Mér fannst mjög skemmtilegt að finna verkefni, þróa þau með höfundum og leikstjóra, setja saman tökurnar og fylgja verkefninu eftir þangað til myndin var tilbúin til sýningar. Úr varð að árið 2006 stofnaði ég framleiðslufyrirtækið Mystery með Árna Filippussyni og Hreini Beck og við vorum farnir í tökur á fyrstu mynd okkar í fullri lengd, Sveitabrúðkaupi, ári síðar. Síðan þá höfum við gert sjö bíómyndir og tvær sjónvarpsseríur, ferðast um allan heim á kvikmyndahátíðir og unnið með frábæru fólki.“Margar góðar stundir Undanfarin ár hafa því verið spennandi og eftirminnilegu stundirnar eru margar, segir Davíð. „Ætli eftirminnilegasta stundin hafi ekki verið þegar fyrsti tökudagur rann upp á fyrstu myndinni okkar, Sveitabrúðkaupi. Það verkefni var svakaleg skemmtilegt og á sama tíma mikill skóli. Við vorum mjög ungir og graðir í að gera vel og um leið að sýna okkur og sanna sem framleiðendur og það tókst nokkuð vel. Myndin var frumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni sem er ein af stærstu hátíðum í heimi og myndin ferðaðist um allan heim. Það er enn verið að biðja um Sveitabrúðkaup til sýninga á kvikmyndahátíðum.“ Hann segir fáar slæmar stundir standa upp úr, helst þær þar sem honum hafi þótt hann vera að berjast á móti óyfirstíganlegu ofurafli. „En ég leyfi mér ekki að gefast upp. Að gefast upp er ekki til í mínum huga og þessar slæmu stundir fara í reynslubankann og styrkja mig enn frekar. Ég er jákvæður í hugsun og dvel því lítið í slæmum hlutum. Lífið er of stutt svo það er bara að halda ótrauður áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira