Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2018 21:00 Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, hefur enn ekki stigið fram og útskýrt hvers vegna það dróst að greiða fyrrum umbjóðendum hennar bætur þegar hún starfaði sem réttargæslumaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. Ólöf Rún Ásgeirsdóttir fyrrum skjólstæðingur Sifjar Konráðsdóttur steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði frá því að hún hefði þurft lögfræðiaðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður Ólafar í kynferðisbrotamáli. Ólöfu hafði verið dæmdar bætur í Hæstarétti og lauk málinu með sátt í gegnum lögmannafélag Íslands. Ólöf undrast að málið hafi aldrei verið rannsakað til hlítar. Ólöf segir að ráðning Sifjar sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra hafi ýft upp gömul sár, annars vegar vegna kynferðisbrotsins og hins vegar baráttunnar um að fá bæturnar greiddar.Aldrei réttir peningar Í 2. kafla, 3. grein í reglugerð um fjárvörslureikninga lögmanna segir: „Lögmaður sem varðveitir fé umbjóðanda síns, skal færa sérstakan viðskiptareikning í bókhaldi sínu, sem sýnir inneign umbjóðandans á hevrjum tíma. Á reikninginn skal færa allt fé, sem lögmaðurinn tekur við til varðveislu.“ Þá segir í 7. grein reglufgerðarinnar að út af fjárvörslureikningi megi aðeins taka ef og þegar fé greiðist til umbjóðanda eða er notað til greiðslu fyrir hans hönd. Sjá einnig: Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins „Þetta eru náttúrulega aldrei réttir peningar af því að þetta fór alltof langa leið,“ sagði Ólöf Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Það hefur enginn getað svarað því hvort að hún hafi borgað peningana sem við fengum.“Kurr innan Vinstri grænna Umhverfisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu síðustu helgi að Sif nyti trausts í starfi og að málið hefði verið afar óheppilegt en að því hefði verið lokað með sátt. Samkæmt heimildum fréttastofu er töluverður kurr í Vinstri grænum vegna málsins en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og eini ráðherrann sem kemur utan þings, var ráðinn inn að tillögu formanns flokksins, Katrínar Jakobsdóttur. Sif hefur ekki stigið fram vegna málsins en í samtali við fréttastofu í dag sagði hún málið afar óheppilegt og að von væri á yfirlýsingu frá henni þar sem hún fer yfir málið. Sif gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Stj.mál Tengdar fréttir Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra, hefur enn ekki stigið fram og útskýrt hvers vegna það dróst að greiða fyrrum umbjóðendum hennar bætur þegar hún starfaði sem réttargæslumaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. Ólöf Rún Ásgeirsdóttir fyrrum skjólstæðingur Sifjar Konráðsdóttur steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði frá því að hún hefði þurft lögfræðiaðstoð við að innheimta bætur frá Sif sem var réttargæslumaður Ólafar í kynferðisbrotamáli. Ólöfu hafði verið dæmdar bætur í Hæstarétti og lauk málinu með sátt í gegnum lögmannafélag Íslands. Ólöf undrast að málið hafi aldrei verið rannsakað til hlítar. Ólöf segir að ráðning Sifjar sem aðstoðarmaður umhverfisráðherra hafi ýft upp gömul sár, annars vegar vegna kynferðisbrotsins og hins vegar baráttunnar um að fá bæturnar greiddar.Aldrei réttir peningar Í 2. kafla, 3. grein í reglugerð um fjárvörslureikninga lögmanna segir: „Lögmaður sem varðveitir fé umbjóðanda síns, skal færa sérstakan viðskiptareikning í bókhaldi sínu, sem sýnir inneign umbjóðandans á hevrjum tíma. Á reikninginn skal færa allt fé, sem lögmaðurinn tekur við til varðveislu.“ Þá segir í 7. grein reglufgerðarinnar að út af fjárvörslureikningi megi aðeins taka ef og þegar fé greiðist til umbjóðanda eða er notað til greiðslu fyrir hans hönd. Sjá einnig: Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins „Þetta eru náttúrulega aldrei réttir peningar af því að þetta fór alltof langa leið,“ sagði Ólöf Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Það hefur enginn getað svarað því hvort að hún hafi borgað peningana sem við fengum.“Kurr innan Vinstri grænna Umhverfisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu síðustu helgi að Sif nyti trausts í starfi og að málið hefði verið afar óheppilegt en að því hefði verið lokað með sátt. Samkæmt heimildum fréttastofu er töluverður kurr í Vinstri grænum vegna málsins en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og eini ráðherrann sem kemur utan þings, var ráðinn inn að tillögu formanns flokksins, Katrínar Jakobsdóttur. Sif hefur ekki stigið fram vegna málsins en í samtali við fréttastofu í dag sagði hún málið afar óheppilegt og að von væri á yfirlýsingu frá henni þar sem hún fer yfir málið. Sif gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag.
Stj.mál Tengdar fréttir Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: „Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, dró að greiða bætur til að minnsta kosti þriggja barnungra brotaþola sem hún var réttargæslumaður fyrir. Einn brotaþolanna segir ráðningu Sifjar í mikilvægt starf ýfa upp gömul sár. Svör ráðherra um að hann treysti henni séu ófullnægjandi enda þurfi að rannsaka málið til hlítar. 14. febrúar 2018 19:45
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42