Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Sveinn Arnarsson skrifar 16. febrúar 2018 06:00 Frá Öxnadal. Blöndulína þrjú á að liggja í hlíðinni ofan við Hóla í Öxnadal við hlið gamallar byggðalínu sem fyrir er. VÍSIR/VILHELM Friðun jarðarinnar Hóla í Öxnadal hefur verið send frá Umhverfisstofnun til Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra til staðfestingar. Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, á persónulegra hagsmuna að gæta í málinu þar sem hún er eigandi jarðarinnar ásamt maka sínum. Sif hefur ásamt eiginmanni sínum Ólafi Valssyni stundað skógrækt og ýmislegt fleira á jörðinni, sem er í Öxnadal, gegnt Hraundranga, sem er eitt frægasta kennileiti Norðurlands. Þau hafa farið fram á að jörðin verði friðlýst og er friðlýsingin nú á borði ráðherra. Ástæður þess að þau fara fram á friðlýsingu er meðal annars til að torvelda lagningu Blöndulínu 3 sem á að fara yfir jörð þeirra. Hafa þau kært og gert athugasemdir við lagningu línunnar allt frá 2013.Sif Konráðsdóttir er aðstoðarmaður umhverfisráðherra.Vísir/HARIFyrir liggur að Landsnet hefur frá 2008 haft á teikniborðinu að leggja Blöndulínu 3, frá Blöndu til Akureyrar, til að styrkja flutningskerfi raforku. Gamla byggðalínan ber ekki nægilega raforku til Eyjafjarðar þar sem stór fyrirtæki hafa þurft að keyra á steinolíu þegar taka þarf af þeim rafmagn vegna truflana í kerfi Landsnets. Háværar raddir eru uppi um að efla þurfi byggðalínuna og raforkuöryggi í Eyjafirði. Nú er friðun Hóla á borði ráðherra og þarf Guðmundur að taka afstöðu til þess hvort hann skrifi upp á friðlýsingu lands í eigu aðstoðarmanns síns. „Þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir eftir að ég kom inn í ráðuneytið. Ég hef ekki farið yfir það en í svona málum er hvert mál metið. Ef einhverjar líkur eru á vanhæfi eða ástæða þykir til að skoða vanhæfi þá mun stjórnsýslan fara yfir það,“ segir Guðmundur. Sif segir í samtali við blaðið að hún telji ráðherra ekki vanhæfan til að taka ákvörðun um friðlýsingu svæðisins þó undirmaður hans, hún í þessu tilviki, hafi barist fyrir því að jörðin verði friðuð til að koma í veg fyrir lagningu línunnar. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er dregið fram að tryggja þurfi afhendingaröryggi raforku á öllu landinu og er Blöndulínu 3 ætlað að tryggja orku inn á Eyjafjarðarsvæðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Friðun jarðarinnar Hóla í Öxnadal hefur verið send frá Umhverfisstofnun til Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra til staðfestingar. Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, á persónulegra hagsmuna að gæta í málinu þar sem hún er eigandi jarðarinnar ásamt maka sínum. Sif hefur ásamt eiginmanni sínum Ólafi Valssyni stundað skógrækt og ýmislegt fleira á jörðinni, sem er í Öxnadal, gegnt Hraundranga, sem er eitt frægasta kennileiti Norðurlands. Þau hafa farið fram á að jörðin verði friðlýst og er friðlýsingin nú á borði ráðherra. Ástæður þess að þau fara fram á friðlýsingu er meðal annars til að torvelda lagningu Blöndulínu 3 sem á að fara yfir jörð þeirra. Hafa þau kært og gert athugasemdir við lagningu línunnar allt frá 2013.Sif Konráðsdóttir er aðstoðarmaður umhverfisráðherra.Vísir/HARIFyrir liggur að Landsnet hefur frá 2008 haft á teikniborðinu að leggja Blöndulínu 3, frá Blöndu til Akureyrar, til að styrkja flutningskerfi raforku. Gamla byggðalínan ber ekki nægilega raforku til Eyjafjarðar þar sem stór fyrirtæki hafa þurft að keyra á steinolíu þegar taka þarf af þeim rafmagn vegna truflana í kerfi Landsnets. Háværar raddir eru uppi um að efla þurfi byggðalínuna og raforkuöryggi í Eyjafirði. Nú er friðun Hóla á borði ráðherra og þarf Guðmundur að taka afstöðu til þess hvort hann skrifi upp á friðlýsingu lands í eigu aðstoðarmanns síns. „Þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir eftir að ég kom inn í ráðuneytið. Ég hef ekki farið yfir það en í svona málum er hvert mál metið. Ef einhverjar líkur eru á vanhæfi eða ástæða þykir til að skoða vanhæfi þá mun stjórnsýslan fara yfir það,“ segir Guðmundur. Sif segir í samtali við blaðið að hún telji ráðherra ekki vanhæfan til að taka ákvörðun um friðlýsingu svæðisins þó undirmaður hans, hún í þessu tilviki, hafi barist fyrir því að jörðin verði friðuð til að koma í veg fyrir lagningu línunnar. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er dregið fram að tryggja þurfi afhendingaröryggi raforku á öllu landinu og er Blöndulínu 3 ætlað að tryggja orku inn á Eyjafjarðarsvæðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42
Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00