Sif telur ráðherrann sinn ekki vanhæfan Sveinn Arnarsson skrifar 16. febrúar 2018 06:00 Frá Öxnadal. Blöndulína þrjú á að liggja í hlíðinni ofan við Hóla í Öxnadal við hlið gamallar byggðalínu sem fyrir er. VÍSIR/VILHELM Friðun jarðarinnar Hóla í Öxnadal hefur verið send frá Umhverfisstofnun til Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra til staðfestingar. Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, á persónulegra hagsmuna að gæta í málinu þar sem hún er eigandi jarðarinnar ásamt maka sínum. Sif hefur ásamt eiginmanni sínum Ólafi Valssyni stundað skógrækt og ýmislegt fleira á jörðinni, sem er í Öxnadal, gegnt Hraundranga, sem er eitt frægasta kennileiti Norðurlands. Þau hafa farið fram á að jörðin verði friðlýst og er friðlýsingin nú á borði ráðherra. Ástæður þess að þau fara fram á friðlýsingu er meðal annars til að torvelda lagningu Blöndulínu 3 sem á að fara yfir jörð þeirra. Hafa þau kært og gert athugasemdir við lagningu línunnar allt frá 2013.Sif Konráðsdóttir er aðstoðarmaður umhverfisráðherra.Vísir/HARIFyrir liggur að Landsnet hefur frá 2008 haft á teikniborðinu að leggja Blöndulínu 3, frá Blöndu til Akureyrar, til að styrkja flutningskerfi raforku. Gamla byggðalínan ber ekki nægilega raforku til Eyjafjarðar þar sem stór fyrirtæki hafa þurft að keyra á steinolíu þegar taka þarf af þeim rafmagn vegna truflana í kerfi Landsnets. Háværar raddir eru uppi um að efla þurfi byggðalínuna og raforkuöryggi í Eyjafirði. Nú er friðun Hóla á borði ráðherra og þarf Guðmundur að taka afstöðu til þess hvort hann skrifi upp á friðlýsingu lands í eigu aðstoðarmanns síns. „Þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir eftir að ég kom inn í ráðuneytið. Ég hef ekki farið yfir það en í svona málum er hvert mál metið. Ef einhverjar líkur eru á vanhæfi eða ástæða þykir til að skoða vanhæfi þá mun stjórnsýslan fara yfir það,“ segir Guðmundur. Sif segir í samtali við blaðið að hún telji ráðherra ekki vanhæfan til að taka ákvörðun um friðlýsingu svæðisins þó undirmaður hans, hún í þessu tilviki, hafi barist fyrir því að jörðin verði friðuð til að koma í veg fyrir lagningu línunnar. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er dregið fram að tryggja þurfi afhendingaröryggi raforku á öllu landinu og er Blöndulínu 3 ætlað að tryggja orku inn á Eyjafjarðarsvæðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Friðun jarðarinnar Hóla í Öxnadal hefur verið send frá Umhverfisstofnun til Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra til staðfestingar. Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, á persónulegra hagsmuna að gæta í málinu þar sem hún er eigandi jarðarinnar ásamt maka sínum. Sif hefur ásamt eiginmanni sínum Ólafi Valssyni stundað skógrækt og ýmislegt fleira á jörðinni, sem er í Öxnadal, gegnt Hraundranga, sem er eitt frægasta kennileiti Norðurlands. Þau hafa farið fram á að jörðin verði friðlýst og er friðlýsingin nú á borði ráðherra. Ástæður þess að þau fara fram á friðlýsingu er meðal annars til að torvelda lagningu Blöndulínu 3 sem á að fara yfir jörð þeirra. Hafa þau kært og gert athugasemdir við lagningu línunnar allt frá 2013.Sif Konráðsdóttir er aðstoðarmaður umhverfisráðherra.Vísir/HARIFyrir liggur að Landsnet hefur frá 2008 haft á teikniborðinu að leggja Blöndulínu 3, frá Blöndu til Akureyrar, til að styrkja flutningskerfi raforku. Gamla byggðalínan ber ekki nægilega raforku til Eyjafjarðar þar sem stór fyrirtæki hafa þurft að keyra á steinolíu þegar taka þarf af þeim rafmagn vegna truflana í kerfi Landsnets. Háværar raddir eru uppi um að efla þurfi byggðalínuna og raforkuöryggi í Eyjafirði. Nú er friðun Hóla á borði ráðherra og þarf Guðmundur að taka afstöðu til þess hvort hann skrifi upp á friðlýsingu lands í eigu aðstoðarmanns síns. „Þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir eftir að ég kom inn í ráðuneytið. Ég hef ekki farið yfir það en í svona málum er hvert mál metið. Ef einhverjar líkur eru á vanhæfi eða ástæða þykir til að skoða vanhæfi þá mun stjórnsýslan fara yfir það,“ segir Guðmundur. Sif segir í samtali við blaðið að hún telji ráðherra ekki vanhæfan til að taka ákvörðun um friðlýsingu svæðisins þó undirmaður hans, hún í þessu tilviki, hafi barist fyrir því að jörðin verði friðuð til að koma í veg fyrir lagningu línunnar. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er dregið fram að tryggja þurfi afhendingaröryggi raforku á öllu landinu og er Blöndulínu 3 ætlað að tryggja orku inn á Eyjafjarðarsvæðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42
Sif Konráðsdóttir hefur enn ekki stigið fram Í samtali við fréttastofu í dag sagði Sif að von væri á yfirlýsingu vegna málsins. 15. febrúar 2018 21:00