19 ára gamall dæmdur í fimm ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 09:13 Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. vísir/hanna Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í apríl árið 2015 hlaut Hrannar fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiri háttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Var hann 15 ára þegar hann framdi þau brot og 16 ára þegar dómur féll og var hann skilorðsbundinn vegna ungs aldurs hans. Sá fimm ára dómur er tekinn upp og ekki bætt við refsingu hans nú en með brotunum rauf hann skilorð og er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017. Hrannar neitaði sök nema hvað varðar umferðarlagabrotið sem hann var ákærður fyrir en hann var dæmdur fyrir að aka ökuréttindalaus í júlí í fyrra. Þá var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa skotið úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa til þess skotvopnaleyfi og að hafa hótað fólki með því að miða byssunni á það. Jafnframt var Hrannar dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í september í fyrra auk þess sem hann var sakfelldur fyrir aðra hótun með því að senda eftirfarandi skilaboð til manns, nefndur F í dómnum, en í skilaboðunum fólust hótanir gegn þriðja aðila, E: „Can u get in touch with E for me and tell him im coming to his home and im going to brake his legs“. Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hrannar var hins vegar sýknaður af einum ákæruliði sem sneri að vopnalagabroti þar sem hann hélt því fram að hann hefði verið með vasahníf á sér. Á það féllst dómurinn og sýknaði af þeim ákærulið. Þá var hann einnig sýknaður af ákærulið sem sneri að fjárkúgun en Hrannar var ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo aðra farið vopnaður heim til manns og krafið hann um 150 þúsund króna greiðslu.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í apríl árið 2015 hlaut Hrannar fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiri háttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Var hann 15 ára þegar hann framdi þau brot og 16 ára þegar dómur féll og var hann skilorðsbundinn vegna ungs aldurs hans. Sá fimm ára dómur er tekinn upp og ekki bætt við refsingu hans nú en með brotunum rauf hann skilorð og er ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017. Hrannar neitaði sök nema hvað varðar umferðarlagabrotið sem hann var ákærður fyrir en hann var dæmdur fyrir að aka ökuréttindalaus í júlí í fyrra. Þá var hann dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa skotið úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa til þess skotvopnaleyfi og að hafa hótað fólki með því að miða byssunni á það. Jafnframt var Hrannar dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í september í fyrra auk þess sem hann var sakfelldur fyrir aðra hótun með því að senda eftirfarandi skilaboð til manns, nefndur F í dómnum, en í skilaboðunum fólust hótanir gegn þriðja aðila, E: „Can u get in touch with E for me and tell him im coming to his home and im going to brake his legs“. Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Hrannar var hins vegar sýknaður af einum ákæruliði sem sneri að vopnalagabroti þar sem hann hélt því fram að hann hefði verið með vasahníf á sér. Á það féllst dómurinn og sýknaði af þeim ákærulið. Þá var hann einnig sýknaður af ákærulið sem sneri að fjárkúgun en Hrannar var ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo aðra farið vopnaður heim til manns og krafið hann um 150 þúsund króna greiðslu.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira