Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 15:39 Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu í Málaga í vikunni. vísir/egill Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. Sunna er með mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst en hefur ekki fengið viðeigandi meðferð á spítalanum. Vinnur utanríkisráðuneytið að því að hún komist á spítala í sérhæfða meðferð. Er hugmyndin sú að kanna hvort að Evrópusamtökin geti eitthvað hjálpað til eða liðkað fyrir í málinu. Þuríður og Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með Borgari Þór Einarssyni, aðstoðarmanni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og Svanhvíti Aðalsteinsdóttur, sérfræðingi hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í morgun. „Við erum búin að fylgjast með máli Sunnu síðan þetta gerðist og það er ljóst að hún er mænuskaðaður einstaklingur í dag. Við höfum eðlilega haft áhyggjur af henni og við vorum að velta fyrir okkur, af því að þetta er kominn svo langur tími, hvernig við gætum beitt okkur. Hvort við gætum gert eitthvað til að beita einhverjum þrýstingi til þess að hún yrði flutt á viðeigandi sjúkrahús sem gæti meðhöndlað fólk með mænuskaða. Okkar hugsun var sú að þær aðgerðir sem við vorum að hugsa um máttu ekki verða til þess að skapa einhverja spennu sem yrði til þess að lengja dvöl hennar á þessu sjúkrahúsi,“ segir Þuríður.Þuríður Harpa og Benjamín Þorri fyrir fundinn í ráðuneytinu í morgun.vísir/hannaVilja alls ekki skemma fyrir ferlinu heldur hjálpa til Tilgangur fundarins hafi þannig verið að ræða við stjórnvöld um það hvort aðgerðir ÖBÍ myndu nokkuð skemma eitthvað fyrir ferlinu í máli Sunnu. „Við erum mannréttindasamtök og þetta er auðvitað að okkar mati bara mannréttindamál að hún fái viðeigandi meðferð á viðeigandi sjúkrahúsi. Það er bara mjög mikilvægt og við erum búin að sjá það og skynja í gegnum þetta ferli að utanríkisráðuneytið hefur gert það sem það hefur getað,“ segir Þuríður. „Það sem við ætlum að gera er að eiga samtal við Evrópusamtökin og sjá hvort það væri eitthvað sem þau gætu hjálpað til eða liðkað fyrir. Það er allt í lagi og bara gott að gera og á ekki að fara öfugt ofan í neina. Það er ekkert óeðlilegt við það að samtök fatlaðs fólks sýni þessu áhuga og stuðning og reyni að styðja manneskjuna til að komast í betra úrræði.“ Þuríður segir að samtal ÖBÍ við Evrópusamtök fatlaðs fólks séu á byrjunarstigi og enn of snemmt að segja til um hvernig samtökin geti beitt sér í máli Sunnu. „Best væri náttúrulega ef að það sem utanríkisráðuneytið er búið að vera að vinna að verði til þess að hún verði flutt á næstu dögum,“ segir Þuríður. Sunna Elvira er grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands og er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Hún neitar þó allri vitneskju. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér á landi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp í janúar. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. Sunna er með mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst en hefur ekki fengið viðeigandi meðferð á spítalanum. Vinnur utanríkisráðuneytið að því að hún komist á spítala í sérhæfða meðferð. Er hugmyndin sú að kanna hvort að Evrópusamtökin geti eitthvað hjálpað til eða liðkað fyrir í málinu. Þuríður og Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með Borgari Þór Einarssyni, aðstoðarmanni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og Svanhvíti Aðalsteinsdóttur, sérfræðingi hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í morgun. „Við erum búin að fylgjast með máli Sunnu síðan þetta gerðist og það er ljóst að hún er mænuskaðaður einstaklingur í dag. Við höfum eðlilega haft áhyggjur af henni og við vorum að velta fyrir okkur, af því að þetta er kominn svo langur tími, hvernig við gætum beitt okkur. Hvort við gætum gert eitthvað til að beita einhverjum þrýstingi til þess að hún yrði flutt á viðeigandi sjúkrahús sem gæti meðhöndlað fólk með mænuskaða. Okkar hugsun var sú að þær aðgerðir sem við vorum að hugsa um máttu ekki verða til þess að skapa einhverja spennu sem yrði til þess að lengja dvöl hennar á þessu sjúkrahúsi,“ segir Þuríður.Þuríður Harpa og Benjamín Þorri fyrir fundinn í ráðuneytinu í morgun.vísir/hannaVilja alls ekki skemma fyrir ferlinu heldur hjálpa til Tilgangur fundarins hafi þannig verið að ræða við stjórnvöld um það hvort aðgerðir ÖBÍ myndu nokkuð skemma eitthvað fyrir ferlinu í máli Sunnu. „Við erum mannréttindasamtök og þetta er auðvitað að okkar mati bara mannréttindamál að hún fái viðeigandi meðferð á viðeigandi sjúkrahúsi. Það er bara mjög mikilvægt og við erum búin að sjá það og skynja í gegnum þetta ferli að utanríkisráðuneytið hefur gert það sem það hefur getað,“ segir Þuríður. „Það sem við ætlum að gera er að eiga samtal við Evrópusamtökin og sjá hvort það væri eitthvað sem þau gætu hjálpað til eða liðkað fyrir. Það er allt í lagi og bara gott að gera og á ekki að fara öfugt ofan í neina. Það er ekkert óeðlilegt við það að samtök fatlaðs fólks sýni þessu áhuga og stuðning og reyni að styðja manneskjuna til að komast í betra úrræði.“ Þuríður segir að samtal ÖBÍ við Evrópusamtök fatlaðs fólks séu á byrjunarstigi og enn of snemmt að segja til um hvernig samtökin geti beitt sér í máli Sunnu. „Best væri náttúrulega ef að það sem utanríkisráðuneytið er búið að vera að vinna að verði til þess að hún verði flutt á næstu dögum,“ segir Þuríður. Sunna Elvira er grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands og er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Hún neitar þó allri vitneskju. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér á landi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp í janúar.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Sjá meira
Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51