Oddný um smálánafyrirtæki: "Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi“ Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2018 17:14 Oddný Harðardóttir sat fyrir svörum í Víglínunni í dag. Vísir/Anton Ungt fólk í dag leitar meira til umboðsmanns skuldara vegna smálána en húsnæðislána. Oddný G. Harðardóttir vakti nýverið athygli á málinu og sat fyrir svörum ásamt Lilju Alfreðsdóttur í Víglínunni í dag. Þær eru sammála um að brýnt sé að koma lagaramma á slíka starfsemi sem fyrst og ná utan um hana, fyrirtækin sem stundi slíkt séu flink í að komast undan tilmælum sem þeim ber að fylgja. „Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi, leyfi ég mér að segja,“ segir Oddný. „Þessi fyrirtæki koma inn á markaðinn eftir hrun, nýta sér bága stöðu fólks, bæði ungs fólks, öryrkja, einstæðra foreldra og fólks sem stendur veikt fyrir. Nýtir sér þessa stöðu. Til að byrja með voru þetta 700% ársvextir.“ Til að byrja með reyndi Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að koma frumvarpi til að setja slíkri starfsemi skorður í gegn en það náði ekki fram að ganga. Árið 2013 voru svo settar skorður við vextina. Heildarkostnaðurinn má þá ekki fara yfir rúmlega 50% á ári. „Vandinn er að þessi fyrirtæki fara ekki eftir þessu, Hafa fengið á sig dóm, dagsektir,“ segir Oddný. „Neytendastofa hefur nýtt allar sínar bjargir.“ „Þessi fyrirtæki eru ekki leyfisskyld, eru ekki undir eftirliti fjármálaeftirlitsins. Það er komið að því núna að setja upp lagasetningu sem ver neytendur fyrir svona árásum. Því að markaðssetningin hjá þeim er mjög ágeng,“ heldur hún áfram. Eygló hefur svipaða sögu að segja þó að hún hiki við að flokka þetta sem glæpastarfsemi. Ávinningur af slíkri starfsemi hljóti að vera mikill fyrst að fyrirtækin haldi áfram að komast undan þeim ramma sem þeim er settur. Hún telur vilja flestra á þingi vera að ná betur utan um slíka starfsemi með lagasetningu. Oddný segir svo að slík starfsemi sé „glæpastarfsemi vegna þess að þeir eru að brjóta lög.“ Smálán Stj.mál Víglínan Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Ungt fólk í dag leitar meira til umboðsmanns skuldara vegna smálána en húsnæðislána. Oddný G. Harðardóttir vakti nýverið athygli á málinu og sat fyrir svörum ásamt Lilju Alfreðsdóttur í Víglínunni í dag. Þær eru sammála um að brýnt sé að koma lagaramma á slíka starfsemi sem fyrst og ná utan um hana, fyrirtækin sem stundi slíkt séu flink í að komast undan tilmælum sem þeim ber að fylgja. „Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi, leyfi ég mér að segja,“ segir Oddný. „Þessi fyrirtæki koma inn á markaðinn eftir hrun, nýta sér bága stöðu fólks, bæði ungs fólks, öryrkja, einstæðra foreldra og fólks sem stendur veikt fyrir. Nýtir sér þessa stöðu. Til að byrja með voru þetta 700% ársvextir.“ Til að byrja með reyndi Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að koma frumvarpi til að setja slíkri starfsemi skorður í gegn en það náði ekki fram að ganga. Árið 2013 voru svo settar skorður við vextina. Heildarkostnaðurinn má þá ekki fara yfir rúmlega 50% á ári. „Vandinn er að þessi fyrirtæki fara ekki eftir þessu, Hafa fengið á sig dóm, dagsektir,“ segir Oddný. „Neytendastofa hefur nýtt allar sínar bjargir.“ „Þessi fyrirtæki eru ekki leyfisskyld, eru ekki undir eftirliti fjármálaeftirlitsins. Það er komið að því núna að setja upp lagasetningu sem ver neytendur fyrir svona árásum. Því að markaðssetningin hjá þeim er mjög ágeng,“ heldur hún áfram. Eygló hefur svipaða sögu að segja þó að hún hiki við að flokka þetta sem glæpastarfsemi. Ávinningur af slíkri starfsemi hljóti að vera mikill fyrst að fyrirtækin haldi áfram að komast undan þeim ramma sem þeim er settur. Hún telur vilja flestra á þingi vera að ná betur utan um slíka starfsemi með lagasetningu. Oddný segir svo að slík starfsemi sé „glæpastarfsemi vegna þess að þeir eru að brjóta lög.“
Smálán Stj.mál Víglínan Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira