Oddný um smálánafyrirtæki: "Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi“ Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2018 17:14 Oddný Harðardóttir sat fyrir svörum í Víglínunni í dag. Vísir/Anton Ungt fólk í dag leitar meira til umboðsmanns skuldara vegna smálána en húsnæðislána. Oddný G. Harðardóttir vakti nýverið athygli á málinu og sat fyrir svörum ásamt Lilju Alfreðsdóttur í Víglínunni í dag. Þær eru sammála um að brýnt sé að koma lagaramma á slíka starfsemi sem fyrst og ná utan um hana, fyrirtækin sem stundi slíkt séu flink í að komast undan tilmælum sem þeim ber að fylgja. „Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi, leyfi ég mér að segja,“ segir Oddný. „Þessi fyrirtæki koma inn á markaðinn eftir hrun, nýta sér bága stöðu fólks, bæði ungs fólks, öryrkja, einstæðra foreldra og fólks sem stendur veikt fyrir. Nýtir sér þessa stöðu. Til að byrja með voru þetta 700% ársvextir.“ Til að byrja með reyndi Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að koma frumvarpi til að setja slíkri starfsemi skorður í gegn en það náði ekki fram að ganga. Árið 2013 voru svo settar skorður við vextina. Heildarkostnaðurinn má þá ekki fara yfir rúmlega 50% á ári. „Vandinn er að þessi fyrirtæki fara ekki eftir þessu, Hafa fengið á sig dóm, dagsektir,“ segir Oddný. „Neytendastofa hefur nýtt allar sínar bjargir.“ „Þessi fyrirtæki eru ekki leyfisskyld, eru ekki undir eftirliti fjármálaeftirlitsins. Það er komið að því núna að setja upp lagasetningu sem ver neytendur fyrir svona árásum. Því að markaðssetningin hjá þeim er mjög ágeng,“ heldur hún áfram. Eygló hefur svipaða sögu að segja þó að hún hiki við að flokka þetta sem glæpastarfsemi. Ávinningur af slíkri starfsemi hljóti að vera mikill fyrst að fyrirtækin haldi áfram að komast undan þeim ramma sem þeim er settur. Hún telur vilja flestra á þingi vera að ná betur utan um slíka starfsemi með lagasetningu. Oddný segir svo að slík starfsemi sé „glæpastarfsemi vegna þess að þeir eru að brjóta lög.“ Smálán Stj.mál Víglínan Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Ungt fólk í dag leitar meira til umboðsmanns skuldara vegna smálána en húsnæðislána. Oddný G. Harðardóttir vakti nýverið athygli á málinu og sat fyrir svörum ásamt Lilju Alfreðsdóttur í Víglínunni í dag. Þær eru sammála um að brýnt sé að koma lagaramma á slíka starfsemi sem fyrst og ná utan um hana, fyrirtækin sem stundi slíkt séu flink í að komast undan tilmælum sem þeim ber að fylgja. „Þetta er náttúrulega bara glæpastarfsemi, leyfi ég mér að segja,“ segir Oddný. „Þessi fyrirtæki koma inn á markaðinn eftir hrun, nýta sér bága stöðu fólks, bæði ungs fólks, öryrkja, einstæðra foreldra og fólks sem stendur veikt fyrir. Nýtir sér þessa stöðu. Til að byrja með voru þetta 700% ársvextir.“ Til að byrja með reyndi Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, að koma frumvarpi til að setja slíkri starfsemi skorður í gegn en það náði ekki fram að ganga. Árið 2013 voru svo settar skorður við vextina. Heildarkostnaðurinn má þá ekki fara yfir rúmlega 50% á ári. „Vandinn er að þessi fyrirtæki fara ekki eftir þessu, Hafa fengið á sig dóm, dagsektir,“ segir Oddný. „Neytendastofa hefur nýtt allar sínar bjargir.“ „Þessi fyrirtæki eru ekki leyfisskyld, eru ekki undir eftirliti fjármálaeftirlitsins. Það er komið að því núna að setja upp lagasetningu sem ver neytendur fyrir svona árásum. Því að markaðssetningin hjá þeim er mjög ágeng,“ heldur hún áfram. Eygló hefur svipaða sögu að segja þó að hún hiki við að flokka þetta sem glæpastarfsemi. Ávinningur af slíkri starfsemi hljóti að vera mikill fyrst að fyrirtækin haldi áfram að komast undan þeim ramma sem þeim er settur. Hún telur vilja flestra á þingi vera að ná betur utan um slíka starfsemi með lagasetningu. Oddný segir svo að slík starfsemi sé „glæpastarfsemi vegna þess að þeir eru að brjóta lög.“
Smálán Stj.mál Víglínan Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira