Innlent

Já við Sólúlfi en nei við Zeldu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kannski mun þessi heiti Sólúlfur.
Kannski mun þessi heiti Sólúlfur. Vísir/Getty
Nöfnin Zelda, Zion og Theo hlutu ekki náð fyrir augum Mannanafnanefndar sem birt hefur tíu nýjustu úrskurði sína. Karlmannsnöfnin Maríon og Sólúlfur eru þó komin á skrá yfir leyfileg nöfn.

Nafninu Zelda var hafnað á grundvelli þess að ritháttur nafnsins væri ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls auk þess sem ekki væri hægt að færa rök fyrir því að nafnið væri hefðað þar sem aðeins ein stúlka, fædd 2009, bæri nafnið.

Það sama gildir um Theo utan þess að enginn ber nafnið samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Þá var beiðni um endurupptöku á ákvörðun nefndarinnar um að hafna nafninu Zion synjað.

Millinafninu Danske var einnig hafnað auk þess sem að ekki er leyfilegt að skýra dreng með millinafninu Lind en segir í úrskurði nefndarinnar að kvenmannsnafnið Lind hafi sterka stöðu og lítil hefð sé fyrir karlmannsnafninu Lind.

Þá hafnaði nefndin að Alex gæti verið kvenmannsnafn á sama grundvelli en Maríon, Sólúlfur og millinafnið Bárðdal þykja öll uppfylla ákvæði laga um íslensk nöfn og eru því heimilt að skýra börn þeim nöfnum.

Úrskurði Mannanafnanefndar má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×