Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 21:45 Kate Upton tekur þátt í MeToo byltingunni sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum síðan í október á síðasta ári. Mynd/getty Fyrirsætan Kate Upton birti færslur á Twitter og Instagram á fimmtudag undir millumerkinu #MeToo. Þar sagðist hún vonsvikin með að svo þekkt kvennamerki eins og Guess sé enn að valdefla Paul Marciano sem listrænan stjórnanda. Marciano er einn stofnanda Guess og kynnti nýja línu á fimmtudaginn ásamt Jennifer Lopez. Á Instagram skrifaði fyrirsætan: „Hann ætti ekki að fá að nota völd sín í þessum bransa til þess að áreita konur andlega og kynferðislega.“ Marciano þvertók fyrir þessar ásakanir í samtali við TMZ og sagði að ef hún væri með einhverjar ásakanir ætti hún að gera það hjá lögreglu eða fyrir dómstólum. Hann segir að Guess hafi hætt samstarfinu við fyrirsætuna af því að þegar herferðir merkisins hefðu gert hana fræga, hafi hún byrjað að mæta á tökustað lítandi „hræðilega“ út. Telur hann að það sé ástæða þessa ásakana.Paul Marciano, einn stofnanda Guess.Vísir/GettyJennifer Lopez sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir að afstaða sín í svona málum sé mjög augljós. „Ég samþykki ekki kynferðislega áreitni, brot eða misferli. Allar ásakanir ættu að vera rannsakaðar að fullu. Ég held áfram að styðja rétt okkar sem konur.“ Síðan Upton steig fram og tjáði sig um Marciano hafa fleiri konur sagt sögur af honum á Twitter. Kate Upton hefur verið í nokkrum herferðum fyrir Guess. Í samtali við TMZ sagði hún að hún sé spennt fyrir því að sagan komi öll fram í heild sinni og gaf í skyn að það væri ekki langt þangað til. Hlutabréf Guess hafa hrunið niður um 18 prósent frá því á fimmtudag samkvæmt frett á vef CNN. Guess ætlar að skoða málið og athuga hvort grípa þurfi til aðgerða. MeToo Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Fyrirsætan Kate Upton birti færslur á Twitter og Instagram á fimmtudag undir millumerkinu #MeToo. Þar sagðist hún vonsvikin með að svo þekkt kvennamerki eins og Guess sé enn að valdefla Paul Marciano sem listrænan stjórnanda. Marciano er einn stofnanda Guess og kynnti nýja línu á fimmtudaginn ásamt Jennifer Lopez. Á Instagram skrifaði fyrirsætan: „Hann ætti ekki að fá að nota völd sín í þessum bransa til þess að áreita konur andlega og kynferðislega.“ Marciano þvertók fyrir þessar ásakanir í samtali við TMZ og sagði að ef hún væri með einhverjar ásakanir ætti hún að gera það hjá lögreglu eða fyrir dómstólum. Hann segir að Guess hafi hætt samstarfinu við fyrirsætuna af því að þegar herferðir merkisins hefðu gert hana fræga, hafi hún byrjað að mæta á tökustað lítandi „hræðilega“ út. Telur hann að það sé ástæða þessa ásakana.Paul Marciano, einn stofnanda Guess.Vísir/GettyJennifer Lopez sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir að afstaða sín í svona málum sé mjög augljós. „Ég samþykki ekki kynferðislega áreitni, brot eða misferli. Allar ásakanir ættu að vera rannsakaðar að fullu. Ég held áfram að styðja rétt okkar sem konur.“ Síðan Upton steig fram og tjáði sig um Marciano hafa fleiri konur sagt sögur af honum á Twitter. Kate Upton hefur verið í nokkrum herferðum fyrir Guess. Í samtali við TMZ sagði hún að hún sé spennt fyrir því að sagan komi öll fram í heild sinni og gaf í skyn að það væri ekki langt þangað til. Hlutabréf Guess hafa hrunið niður um 18 prósent frá því á fimmtudag samkvæmt frett á vef CNN. Guess ætlar að skoða málið og athuga hvort grípa þurfi til aðgerða.
MeToo Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira