Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2018 22:58 Ísold Uggadóttir er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar. Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, hlaut í kvöld alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun (FIPRESCI) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Evrópufrumsýning Andið eðlilega var á hátíðinni á föstudagskvöld og á laugardagskvöld hlaut myndin svo alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin á lokakvöldi hátíðarinnar þar sem hin svokölluðu Drekaverðlaun voru veitt í ýmsum flokkum. Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. Þá segir að Andið eðlilega búi bæði yfir húmor og að hún snerti tilfinningalega við áhorfandanum, og að í myndinni séu tvær sterkar kvenpersónur í aðalhlutverkum.Ísold tekur við verðlaununum í Gautaborg.Ísold Uggadóttir, leikstjóri og handritshöfundur Andið eðlilega, er himinlifandi með viðtökurnar í Gautaborg. „Ég er ánægð með gríðarlega góð viðbrögð áhorfenda og kollega á hátíðinni. Ég lít á það sem mikinn heiður að hafa hlotið alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin,” segir Ísold. Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í byrjun mars. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo. Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Andið eðlilega er fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd. Áður hefur hún leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð. Andið eðlilega var heimsfrumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 22. Janúar 2018. Hún var Evrópufrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2. Febrúar 2018. Tengdar fréttir Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11 Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, hlaut í kvöld alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun (FIPRESCI) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Evrópufrumsýning Andið eðlilega var á hátíðinni á föstudagskvöld og á laugardagskvöld hlaut myndin svo alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin á lokakvöldi hátíðarinnar þar sem hin svokölluðu Drekaverðlaun voru veitt í ýmsum flokkum. Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. Þá segir að Andið eðlilega búi bæði yfir húmor og að hún snerti tilfinningalega við áhorfandanum, og að í myndinni séu tvær sterkar kvenpersónur í aðalhlutverkum.Ísold tekur við verðlaununum í Gautaborg.Ísold Uggadóttir, leikstjóri og handritshöfundur Andið eðlilega, er himinlifandi með viðtökurnar í Gautaborg. „Ég er ánægð með gríðarlega góð viðbrögð áhorfenda og kollega á hátíðinni. Ég lít á það sem mikinn heiður að hafa hlotið alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin,” segir Ísold. Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í byrjun mars. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo. Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Andið eðlilega er fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd. Áður hefur hún leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð. Andið eðlilega var heimsfrumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 22. Janúar 2018. Hún var Evrópufrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2. Febrúar 2018.
Tengdar fréttir Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11 Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11
Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30
Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50