Innlent

Neitaði að borga leigubílinn og rotaðist eftir að hafa hoppað út á ferð

Atli Ísleifsson skrifar
Ferðin var um 600 kílómetra löng.
Ferðin var um 600 kílómetra löng. Vísir/Getty
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af manni sem hafði rotast eftir að hafa hoppað úr leigubíl á ferð á horni Kleppsvegar og Laugarnesvegar í Reykjavík skömmu fyrir klukkan fimm í nótt.

Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi neitað að greiða ökugjaldið og hoppað úr bílnum á ferð.

„Maðurinn rotaðist og var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild.  Ekki er vitað frekar um meiðsl mannsins,“ segir í dagbók lögreglu.

Um klukkustund fyrr hafði leigubílstjóri einnig óskað eftir aðstoð lögreglu við Langholtsveg þar sem farþegar hafi neitað að greiða ökugjald. „Tveir menn voru handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu grunaðir um greiðslusvik,  hótanir og fara ekki að fyrirmælum lögreglu,“ segir í dagbókinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×