Á fimmta hundrað íslenskra karla ræða vændi á Facebook: „Er hún ekki eitthvað fötluð?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 19:30 Á fimmta hundrað karlmenn ræða um vændiskonur á Íslandi í lokuðum hóp á Facebook. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðunum en að lítið sé hægt að gera. Lögreglan hefur þó haft samband við konur sem nefndar eru og boðið þeim aðstoð. Hópurinn var stofnaður í október 2016 og er einungis ætlaður fyrir karlmenn. Í honum eru nú um 440 menn sem eiga í virkum samræðum um vændiskonur á Íslandi. Í lýsingu hópsins segir að þetta sé vettvangur til að ræða kosti þeirra og galla. Þar er meðal annars að finna verðskrár og varað er við konum af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna neyslu. Þá er mælt með konum sem þykja „góðar".Tugir kvenna afþakkað aðstoð Á Íslandi er bæði ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðum á samfélagsmiðlum en oft sé erfitt að aðhafast.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.„Við sníðum okkur stakk eftir vexti og höfum haft mál til rannsóknar sem varðar vændi. Þessi mál eru umfangsmikil og taka mikinn tíma í rannsókn," segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn hefur embættið haft samband við tugi kvenna sem rætt er um og boðið þeim aðstoð sem þær allar hafa afþakkað. „Í sumum tilfellum höfum við haft grun um mansal en það er oft erfitt að ná til þessara einstaklinga og í sumum tilfellum vilja þessir einstaklingar ekki tjá sig eða sækja þessa aðstoð til okkar," segir Snorri. Samtölin hafa þó skilað mikilvægum upplýsingum. „Það er að segja að skilja þeirra stöðu betur og hvers vegna þær koma hingað. Verðið á Íslandi er mjög hátt samanborið við á Norðurlöndum þannig það er meiri peningur sem fólk er að hafa út úr þessu hér," segir Snorri.Flestir milligöngumenn búsettir erlendis Rannsókn lögreglunnar á sambýlisfólki sem var handtekið í nóvember vegna gruns um vændisstarfsemi er nú á lokametrunum og hafa tugir kaupenda verið yfirheyrðir. Málið verður sent ákærusviði á næstunni. Ólíkt þessu pari segir Snorri flesta sem hafa milligöngu um vændi á Íslandi vera búsetta erlendis og sérstaklega marga í Finnlandi. Erfitt sé því að ná til þeirra. „Þessir einstaklingar eru að flakka mikið á milli Norðurlanda og koma mikið hingað frá Suður-Ameríku og Spáni upphaflega en í gegnum Norðurlöndin og svo hingað. Mögulega hafa þá vændiskonur verið að starfa á öðrum Norðurlöndum og verið sendar hingað, eins og við höfum líka séð," segir Snorri. Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira
Á fimmta hundrað karlmenn ræða um vændiskonur á Íslandi í lokuðum hóp á Facebook. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðunum en að lítið sé hægt að gera. Lögreglan hefur þó haft samband við konur sem nefndar eru og boðið þeim aðstoð. Hópurinn var stofnaður í október 2016 og er einungis ætlaður fyrir karlmenn. Í honum eru nú um 440 menn sem eiga í virkum samræðum um vændiskonur á Íslandi. Í lýsingu hópsins segir að þetta sé vettvangur til að ræða kosti þeirra og galla. Þar er meðal annars að finna verðskrár og varað er við konum af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna neyslu. Þá er mælt með konum sem þykja „góðar".Tugir kvenna afþakkað aðstoð Á Íslandi er bæði ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir fylgst með umræðum á samfélagsmiðlum en oft sé erfitt að aðhafast.Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.„Við sníðum okkur stakk eftir vexti og höfum haft mál til rannsóknar sem varðar vændi. Þessi mál eru umfangsmikil og taka mikinn tíma í rannsókn," segir Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í staðinn hefur embættið haft samband við tugi kvenna sem rætt er um og boðið þeim aðstoð sem þær allar hafa afþakkað. „Í sumum tilfellum höfum við haft grun um mansal en það er oft erfitt að ná til þessara einstaklinga og í sumum tilfellum vilja þessir einstaklingar ekki tjá sig eða sækja þessa aðstoð til okkar," segir Snorri. Samtölin hafa þó skilað mikilvægum upplýsingum. „Það er að segja að skilja þeirra stöðu betur og hvers vegna þær koma hingað. Verðið á Íslandi er mjög hátt samanborið við á Norðurlöndum þannig það er meiri peningur sem fólk er að hafa út úr þessu hér," segir Snorri.Flestir milligöngumenn búsettir erlendis Rannsókn lögreglunnar á sambýlisfólki sem var handtekið í nóvember vegna gruns um vændisstarfsemi er nú á lokametrunum og hafa tugir kaupenda verið yfirheyrðir. Málið verður sent ákærusviði á næstunni. Ólíkt þessu pari segir Snorri flesta sem hafa milligöngu um vændi á Íslandi vera búsetta erlendis og sérstaklega marga í Finnlandi. Erfitt sé því að ná til þeirra. „Þessir einstaklingar eru að flakka mikið á milli Norðurlanda og koma mikið hingað frá Suður-Ameríku og Spáni upphaflega en í gegnum Norðurlöndin og svo hingað. Mögulega hafa þá vændiskonur verið að starfa á öðrum Norðurlöndum og verið sendar hingað, eins og við höfum líka séð," segir Snorri.
Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Sjá meira