35 Kínverjar fylgdust áhyggjufullir með rásandi jeppa á Suðurlandsvegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2018 14:58 Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist um þrjúleytið á Suðurlandsvegi í gær. Erlendur ferðamaður tók þá skyndilega fram úr rútu á ísilögðum þjóðveginum. Næstu sekúndur barðist bílstjóri jeppans við stýrið, greinilega óvanur aðstæðum en bíllinn hafnaði að lokum mjúklega utan vegar. Hafþór Pálsson ók rútu með 35 kínverska ferðamenn innanborðs áleiðis frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur í Mýrdal þegar hann tók eftir því að ökumaður jeppans, ferðamaður frá Asíu, var að reyna framúrakstur. Sjálfur segist Hafþór hafa verið á um 80 kílómetra hraða. Hafþór er með myndavél fremst í rútunni sem tekur upp það sem fram fer á veginum fyrir framan. „Við vorum nýbúin að taka fram úr mjög hægfara bíl,“ segir Hafþór. Hann hafi boðið ökumanni jeppans við sama tilefni að taka fram úr sér en hann hafi ekki þegið boðið.Hafþór Pálsson var undir það búinn að þurfa að aka aftan á jeppann á ísilögðum þjóðveginum.„Svo sé ég allt í einu að hann er kominn upp við hliðina á mér. Ég vík aðeins betur út í kantinn. Þegar hann kemur svo fram fyrir mig beygir hann rosalega snögglega fram fyrir mig,“ segir Hafþór. Það sjáist ekki svo vel í myndbandinu. „Mér nánast brá. Þegar þú tekur fram úr og það er enginn fyrir framan þig þá ferðu rólega yfir á hinn vegarhelminginn. Hann tók snögga beygju til hægri og við það missti hann stjórn á bílnum. Ég rétt náði að hægja á mér svo ég dúndraði ekki aftan á hann.“ Hafþór fylgdist með ökumanninum glíma við jeppann og ísilagðan veginn áður en jeppinn rann út af veginum. „Það hefði klárlega getað farið verr,“ segir Hafþór sem deildi myndbandinu í Facebook-hópnum Rútu og Hópferðabifreiðaáhugamenn. Þar sýnist sitt hverjum en flestir virðast á þeirri skoðun að jeppinn hafi ekki verið rétt stilltur, stilltur í afturdrif en ekki í sídrif. Kínversku ferðamennirnir fylgdust að sögn Hafþórs með því sem fram fór og höfðu áhyggjur.Banaslysið á Suðurlandsvegi í desember.vísir/vilhelm„Það öskruðu allir, þeim dauðbrá. Ég var búin að vara þau við að nota öryggisbelti útaf banaslysinu,“ segir Hafþór og vísar til þess þegar rúta fór útaf veginum vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember. Hann segist hafa verið búinn að búa sig undir að þurfa að aka aftan á jeppann, hefði hann bremsað snarlega eða reynt að beygja hefði rútan hafnað utan vegar. Eftir nokkuð ströggl komst ökumaður jeppans aftur upp á þjóðveginn. Hafþór veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn hafi ekki verið sandaður eins og honum hafi sýnst vera tilfellið á vegaköflum austar á þjóðveginum, nærri Jökulsárlóni og á því svæði. Stóra vandamálið hafi þó verið það að ökumaðurinn hafi ekki ekið miðað við aðstæður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira
Óhætt er að segja að betur hafi farið en á horfðist um þrjúleytið á Suðurlandsvegi í gær. Erlendur ferðamaður tók þá skyndilega fram úr rútu á ísilögðum þjóðveginum. Næstu sekúndur barðist bílstjóri jeppans við stýrið, greinilega óvanur aðstæðum en bíllinn hafnaði að lokum mjúklega utan vegar. Hafþór Pálsson ók rútu með 35 kínverska ferðamenn innanborðs áleiðis frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur í Mýrdal þegar hann tók eftir því að ökumaður jeppans, ferðamaður frá Asíu, var að reyna framúrakstur. Sjálfur segist Hafþór hafa verið á um 80 kílómetra hraða. Hafþór er með myndavél fremst í rútunni sem tekur upp það sem fram fer á veginum fyrir framan. „Við vorum nýbúin að taka fram úr mjög hægfara bíl,“ segir Hafþór. Hann hafi boðið ökumanni jeppans við sama tilefni að taka fram úr sér en hann hafi ekki þegið boðið.Hafþór Pálsson var undir það búinn að þurfa að aka aftan á jeppann á ísilögðum þjóðveginum.„Svo sé ég allt í einu að hann er kominn upp við hliðina á mér. Ég vík aðeins betur út í kantinn. Þegar hann kemur svo fram fyrir mig beygir hann rosalega snögglega fram fyrir mig,“ segir Hafþór. Það sjáist ekki svo vel í myndbandinu. „Mér nánast brá. Þegar þú tekur fram úr og það er enginn fyrir framan þig þá ferðu rólega yfir á hinn vegarhelminginn. Hann tók snögga beygju til hægri og við það missti hann stjórn á bílnum. Ég rétt náði að hægja á mér svo ég dúndraði ekki aftan á hann.“ Hafþór fylgdist með ökumanninum glíma við jeppann og ísilagðan veginn áður en jeppinn rann út af veginum. „Það hefði klárlega getað farið verr,“ segir Hafþór sem deildi myndbandinu í Facebook-hópnum Rútu og Hópferðabifreiðaáhugamenn. Þar sýnist sitt hverjum en flestir virðast á þeirri skoðun að jeppinn hafi ekki verið rétt stilltur, stilltur í afturdrif en ekki í sídrif. Kínversku ferðamennirnir fylgdust að sögn Hafþórs með því sem fram fór og höfðu áhyggjur.Banaslysið á Suðurlandsvegi í desember.vísir/vilhelm„Það öskruðu allir, þeim dauðbrá. Ég var búin að vara þau við að nota öryggisbelti útaf banaslysinu,“ segir Hafþór og vísar til þess þegar rúta fór útaf veginum vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember. Hann segist hafa verið búinn að búa sig undir að þurfa að aka aftan á jeppann, hefði hann bremsað snarlega eða reynt að beygja hefði rútan hafnað utan vegar. Eftir nokkuð ströggl komst ökumaður jeppans aftur upp á þjóðveginn. Hafþór veltir fyrir sér hvers vegna vegurinn hafi ekki verið sandaður eins og honum hafi sýnst vera tilfellið á vegaköflum austar á þjóðveginum, nærri Jökulsárlóni og á því svæði. Stóra vandamálið hafi þó verið það að ökumaðurinn hafi ekki ekið miðað við aðstæður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira