Innlent

Fjórir ungir þjófar stöðvaðir í Kópavogi

Mennirnir eru grunaðir um margvísleg afbrot.
Mennirnir eru grunaðir um margvísleg afbrot. Vísir/vilhelm
Fjórir ungir menn voru handteknir í Kópavogi í nótt grunaðir um að hafa stolið bifreiðinni sem þeir óku. Að sögn lögreglu hafði henni verið tilkynnt um stuldinn en greinir ekki frá því hversu lengi leitað hafi verið að henni. Það hafi þó verið á þriðja tímanum í nótt sem lögreglan hafði hendur í hári þjófanna.

Þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins en þeir eru grunaðir um margvísleg brot. Ekki aðeins eru þeir sakaðir um að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi heldur óku þeir henni einnig undir áhrifum vímuefna og án tilskilinna réttinda. Þá eru þeir einnig sagðir hafa haft fíkniefni í fórum sínum.

Fjórir aðrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Þeir voru þó allir á eigin bifreiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×