Vísað úr landi þrátt fyrir líflátshótanir mansalsglæpamanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 19:06 Theresa ásamt eiginmanni sínum og börnunum þremur sem eru á aldrinum eins árs til sex ára. vísir/egill Fjölskyldan hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár og er yngsta barnið fætt hér á landi. Eldri börnin tvö stunda leik- og grunnskóla og faðirinn vinnur á bílaleigu. Í vikunni sem leið var kröfu um endurupptöku á máli þeirra hafnað þrátt fyrir að nú hafi þær upplýsingar komið fram að móðirin, Theresa Kusi Daban, sé fórnarlamb mansals og hafi verið neydd í vændi á Ítalíu. En eftir að hún kynntist eiginmanni sínum flúðu þau frá landinu. Meðal gagna málsins voru hótanir glæpamanna úr mansalshring sem starfar í Gana og Ítalu sem krefjast þess að Theresa borgi þeim þrjátíu þúsund evrur eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna og snúi aftur í vændið. Hér eru dæmi úr skilaboðunum sem bárust í gegnum samskiptaforritið Whatzapp sem tengist símanúmeri notanda.„Þú getur ekki flúið til Gana. Þar bíður Bahuma Vudu þín og hann er mjög reiður. Þú ert hvergi örugg. Komdu aftur til Ítalíu og farðu aftur í vændið.“„Theresa ekki reita okkur til reiði af því að þá munum við drepa börnin þín.“Theresa segir mansalsmafíuna sem starfar í löndunum tveimur afar öfluga. „Þannig að ef við förum til Afríku eða Ítalíu þá bíða þau mín. Ég held að enginn myndi mæta eldinum, þegar hann sér hann nálgast," segir Theresa. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, undrast að nefndin hafi ekki séð tilefni til að kanna gögnin nánar en höfnunin er byggð á því að skilaboðin hafi mátt falsa. „En þá spyr ég á móti: Hvaða gögn er ekki hægt að falsa? Það er hægt að falsa öll gögn. Það þýðir ekki að skyldan til að rannsaka þetta sé ekki til staðar,“ segir Magnús og bendir á að það hefði til dæmis verið hægt að hafa samband við ítölsk lögregluyfirvöld og símafyrirtæki til að rekja skilaboðin. Höfnunin byggir einnig á því að frásögn móðurinnar komi of seint í ferlinu. En Theresa segist hafa verið hrædd, full af skömm og ekki viljað að börnin hennar vissu af ofbeldinu. Nú þurfi hún aftur á móti að berjast fyrir lífi barna sinna. „Ef Útlendingastofnun vill að ég sé örugg ætti hún að hafa uppi á þeim og borga skuldina og svo getur hún sent mig þangað. Ef hún getur það ekki ætti hún að handtaka mig og setja mig í fangelsi og taka börnin mín til ættleiðingar. Ég veit að ég yrði örugg í fangelsinu og börnin mín hér á Íslandi. Ég myndi ekki deyja, heldur væri ég örugg,“ segir Theresa. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fjölskyldan hefur búið í Reykjanesbæ í tvö ár og er yngsta barnið fætt hér á landi. Eldri börnin tvö stunda leik- og grunnskóla og faðirinn vinnur á bílaleigu. Í vikunni sem leið var kröfu um endurupptöku á máli þeirra hafnað þrátt fyrir að nú hafi þær upplýsingar komið fram að móðirin, Theresa Kusi Daban, sé fórnarlamb mansals og hafi verið neydd í vændi á Ítalíu. En eftir að hún kynntist eiginmanni sínum flúðu þau frá landinu. Meðal gagna málsins voru hótanir glæpamanna úr mansalshring sem starfar í Gana og Ítalu sem krefjast þess að Theresa borgi þeim þrjátíu þúsund evrur eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna og snúi aftur í vændið. Hér eru dæmi úr skilaboðunum sem bárust í gegnum samskiptaforritið Whatzapp sem tengist símanúmeri notanda.„Þú getur ekki flúið til Gana. Þar bíður Bahuma Vudu þín og hann er mjög reiður. Þú ert hvergi örugg. Komdu aftur til Ítalíu og farðu aftur í vændið.“„Theresa ekki reita okkur til reiði af því að þá munum við drepa börnin þín.“Theresa segir mansalsmafíuna sem starfar í löndunum tveimur afar öfluga. „Þannig að ef við förum til Afríku eða Ítalíu þá bíða þau mín. Ég held að enginn myndi mæta eldinum, þegar hann sér hann nálgast," segir Theresa. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, undrast að nefndin hafi ekki séð tilefni til að kanna gögnin nánar en höfnunin er byggð á því að skilaboðin hafi mátt falsa. „En þá spyr ég á móti: Hvaða gögn er ekki hægt að falsa? Það er hægt að falsa öll gögn. Það þýðir ekki að skyldan til að rannsaka þetta sé ekki til staðar,“ segir Magnús og bendir á að það hefði til dæmis verið hægt að hafa samband við ítölsk lögregluyfirvöld og símafyrirtæki til að rekja skilaboðin. Höfnunin byggir einnig á því að frásögn móðurinnar komi of seint í ferlinu. En Theresa segist hafa verið hrædd, full af skömm og ekki viljað að börnin hennar vissu af ofbeldinu. Nú þurfi hún aftur á móti að berjast fyrir lífi barna sinna. „Ef Útlendingastofnun vill að ég sé örugg ætti hún að hafa uppi á þeim og borga skuldina og svo getur hún sent mig þangað. Ef hún getur það ekki ætti hún að handtaka mig og setja mig í fangelsi og taka börnin mín til ættleiðingar. Ég veit að ég yrði örugg í fangelsinu og börnin mín hér á Íslandi. Ég myndi ekki deyja, heldur væri ég örugg,“ segir Theresa.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði