Segir Trump grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. janúar 2018 19:34 Silja Bára Ómarsdóttir ræðir um störf Trumps þegar ár er liðið í embætti hans. Vísir/Hörður Sveinsson Ef Kína nær að fylla inn í það skarð sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig á alþjóðavettvangi með því að draga sig út úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum gætum við séð fram á allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur um þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðasamfélaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir ári. Þannig sé Trump mögulega hættulegri en menn héldu. Silja Bára var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Silja er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum auk þess sem hún lærði í Bandaríkjunum. Síðastliðið ár hefur Silja verið önnum kafin við að svara fyrirspurnum fjölmiðla sem leitast við að gaumgæfa nánar störf forsetans umdeilda.Stefnubreyting Trumps í alþjóðasamskiptum: „Þetta er eyðileggingarferli“ Silja gerir stefnubreytingu Donalds Trump í alþjóðamálum að umfjöllunarefni sínu. Hún segir að þessi stefnubreyting sé eyðileggingarferli sem til lengri tíma hafi áhrif á okkur öll. Trump hefur dregið úr framlagi Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, dregið Bandaríkin út úr ákveðnum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna og dregið þau út úr Parísarsamkomulaginu. Stefnubreytingin dragi óhjákvæmilega undan Bandaríkjunum og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Bandaríkin hafi löngum litið á sig sem „stærsta, valdamesta og mikilvægasta ríki í heiminum“ en að það muni breytast ef fram fer sem horfi.Silja Bára segir að breytingar Trumps geti haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðasamfélagið.Vísir/Getty„Hann er að grafa undan þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa haft í alþjóðakerfinu í utanríkismálum og gerir það með stefnubreytingu heima fyrir líka og þar með er hann í rauninni að grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,“ segir Silja.Hið frjálslynda alþjóðaskipulag í uppnámi „Það er töluverð umræða farin af stað í fræðaheiminum um að við séum að sjá valdaumpólanir,“ segir Silja sem óttast að hið frjálslynda alþjóðaskipulagi sem komið var á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sé stefnt í hættu með umdeildum ákvörðunum Trumps. Með vísan til uppgangs Kína, aukinna áhrifa Kínverja í alþjóðakerfinu og vöxst hagkerfis þeirra, gæti Kína fyllt í það skarð sem Bandaríkin skilji eftir í alþjóðakerfinu. Hún segir að það sé annars konar hugmyndafræði við lýði í Kína en á Vesturlöndum og bendir á að ef Kína yrði valdamesta ríki í heiminum myndi stórveldið ekki setja sömu skilyrði í alþjóðasamvinnu og Bandaríkin hafa gert í sínum verkefnum á borð við að krefjast mannréttinda, menntunar stúlkna, gegnsæi og baráttu gegn spillingu.„Ef Kina nær að fylla inn í þá eyðu sem Bandaríkin eru að skilja eftir sig með því að draga sig út úr svona stofnunum að þá erum við að fara að sjá allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Það er miklu umfangsmeira en hver er forseti Bandaríkjanna til lengri eða skemmri tíma,“ segir Silja um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Silju Báru í heild sinni. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Ef Kína nær að fylla inn í það skarð sem Bandaríkin hafa skilið eftir sig á alþjóðavettvangi með því að draga sig út úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum gætum við séð fram á allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands og alþjóðastjórnmálafræðingur um þær breytingar sem hafa orðið í alþjóðasamfélaginu eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna fyrir ári. Þannig sé Trump mögulega hættulegri en menn héldu. Silja Bára var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Silja er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum auk þess sem hún lærði í Bandaríkjunum. Síðastliðið ár hefur Silja verið önnum kafin við að svara fyrirspurnum fjölmiðla sem leitast við að gaumgæfa nánar störf forsetans umdeilda.Stefnubreyting Trumps í alþjóðasamskiptum: „Þetta er eyðileggingarferli“ Silja gerir stefnubreytingu Donalds Trump í alþjóðamálum að umfjöllunarefni sínu. Hún segir að þessi stefnubreyting sé eyðileggingarferli sem til lengri tíma hafi áhrif á okkur öll. Trump hefur dregið úr framlagi Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna, dregið Bandaríkin út úr ákveðnum stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna og dregið þau út úr Parísarsamkomulaginu. Stefnubreytingin dragi óhjákvæmilega undan Bandaríkjunum og stöðu þeirra á alþjóðavettvangi. Bandaríkin hafi löngum litið á sig sem „stærsta, valdamesta og mikilvægasta ríki í heiminum“ en að það muni breytast ef fram fer sem horfi.Silja Bára segir að breytingar Trumps geti haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðasamfélagið.Vísir/Getty„Hann er að grafa undan þeirri stefnu sem Bandaríkin hafa haft í alþjóðakerfinu í utanríkismálum og gerir það með stefnubreytingu heima fyrir líka og þar með er hann í rauninni að grafa undan hlutverki Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi,“ segir Silja.Hið frjálslynda alþjóðaskipulag í uppnámi „Það er töluverð umræða farin af stað í fræðaheiminum um að við séum að sjá valdaumpólanir,“ segir Silja sem óttast að hið frjálslynda alþjóðaskipulagi sem komið var á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar sé stefnt í hættu með umdeildum ákvörðunum Trumps. Með vísan til uppgangs Kína, aukinna áhrifa Kínverja í alþjóðakerfinu og vöxst hagkerfis þeirra, gæti Kína fyllt í það skarð sem Bandaríkin skilji eftir í alþjóðakerfinu. Hún segir að það sé annars konar hugmyndafræði við lýði í Kína en á Vesturlöndum og bendir á að ef Kína yrði valdamesta ríki í heiminum myndi stórveldið ekki setja sömu skilyrði í alþjóðasamvinnu og Bandaríkin hafa gert í sínum verkefnum á borð við að krefjast mannréttinda, menntunar stúlkna, gegnsæi og baráttu gegn spillingu.„Ef Kina nær að fylla inn í þá eyðu sem Bandaríkin eru að skilja eftir sig með því að draga sig út úr svona stofnunum að þá erum við að fara að sjá allt öðruvísi alþjóðaskipulag. Það er miklu umfangsmeira en hver er forseti Bandaríkjanna til lengri eða skemmri tíma,“ segir Silja um þau langtímaáhrif sem geta hlotist af stefnubreytingunni.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Silju Báru í heild sinni.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira