Vilja endurskoða mönnun á deildinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2018 20:10 Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagjörgæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum. Álag á deildinni sveiflast frá einum tíma til annars enda börnin misjafnlega mörg og mis veik. Álagið var óvenju mikið á síðasta ári, sérstaklega í sumar, og þurfti starfsfólk jafnvel að vinna tvöfalda vinnu. Þórður Þórkelsson yfirlæknir og Margrét Ó. Thorlacius yfirhjúkrunarfræðingur segja ómögulegt að sjá fyrir álagstoppa og því sé mikilvægt að deildin sé vel tilbúin að takast á við slíkar sveiflur.Álagið á starfsfólk er mikið á stundum „Mönnun mætti vera betri en við getum sinnt störfum okkar á deildinni svo vel sé jafnvel þó álagið sé mikið. En þegar það koma álagspunktar er álag á starfsfólk oft mjög mikið,“ segir Þórður um ástandið á deildinni. Margrét Thorlacius segir að ástandið geti stundum verið erfitt: „Við erum bara að fást við svo flókin og þung verkefni að þegar við erum að fá svona álagstoppa er þetta mjög erfitt.“Telur rétt að endurskoða grunnmönnun á deildinni Grunnmönnun á deildinni eru 6 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, auk eins sjúkraliða en þessi mönnunaráætlun gerir ráð fyrir um 14 sjúklingum. Í sumar voru börnin á deildinni hins vegar tuttugu og tvö. „Og þegar við erum komin með 22 börn þá erum við bara á allt öðrum stað. Við þurfum einhvernvegin að finna leiðir til að mæta því og því teljum við rétt að endurskoða grunnmönnunin,“ segir Margrét um þær breytingar sem hún telur rétt að gera. „Þegar það eru mörg börn hérna og þau eru mjög veik þá er álag á starfsfólkið það mikið að við myndum vilja hafa meiri mannska,“ segir Þórður. Á vökudeildinni er einungis boðið upp á tvö herbergi þar sem foreldrar geta gist með barnið sitt en deildin fær stundum þriðja herbergið lánað á annarri deild. Þannig er ekki í boði fyrir flesta foreldra að gista með veiku barni sínu á deildinni. Þórður segir að verið sé að reyna að bæta úr þessu.Aðstæður á Norðurlöndunum talsvert betri „Aðstæður á Norðurlöndunum eru víða þannig að það eru fjölskylduherbergi og flestir foreldrar eru í einbýli með sínu barni og þangað langar okkur að fara og þangað erum við að stefna og við erum að ræða þetta af fullri alvöru hérna,“ segir Margrét. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að styðja við samveru móður, föður og barns. „Þannig getum við verndað foreldra að vera í friðhelgi með sínu barni og veitt þeim þjónustu þar en ekki inni í fjölmenni,“ segir Margrét. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Vökudeild Barnaspítala Hringsins er nýburagjörgæsludeild sem sinnir fyrirburum og veikum nýburum. Álag á deildinni sveiflast frá einum tíma til annars enda börnin misjafnlega mörg og mis veik. Álagið var óvenju mikið á síðasta ári, sérstaklega í sumar, og þurfti starfsfólk jafnvel að vinna tvöfalda vinnu. Þórður Þórkelsson yfirlæknir og Margrét Ó. Thorlacius yfirhjúkrunarfræðingur segja ómögulegt að sjá fyrir álagstoppa og því sé mikilvægt að deildin sé vel tilbúin að takast á við slíkar sveiflur.Álagið á starfsfólk er mikið á stundum „Mönnun mætti vera betri en við getum sinnt störfum okkar á deildinni svo vel sé jafnvel þó álagið sé mikið. En þegar það koma álagspunktar er álag á starfsfólk oft mjög mikið,“ segir Þórður um ástandið á deildinni. Margrét Thorlacius segir að ástandið geti stundum verið erfitt: „Við erum bara að fást við svo flókin og þung verkefni að þegar við erum að fá svona álagstoppa er þetta mjög erfitt.“Telur rétt að endurskoða grunnmönnun á deildinni Grunnmönnun á deildinni eru 6 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, auk eins sjúkraliða en þessi mönnunaráætlun gerir ráð fyrir um 14 sjúklingum. Í sumar voru börnin á deildinni hins vegar tuttugu og tvö. „Og þegar við erum komin með 22 börn þá erum við bara á allt öðrum stað. Við þurfum einhvernvegin að finna leiðir til að mæta því og því teljum við rétt að endurskoða grunnmönnunin,“ segir Margrét um þær breytingar sem hún telur rétt að gera. „Þegar það eru mörg börn hérna og þau eru mjög veik þá er álag á starfsfólkið það mikið að við myndum vilja hafa meiri mannska,“ segir Þórður. Á vökudeildinni er einungis boðið upp á tvö herbergi þar sem foreldrar geta gist með barnið sitt en deildin fær stundum þriðja herbergið lánað á annarri deild. Þannig er ekki í boði fyrir flesta foreldra að gista með veiku barni sínu á deildinni. Þórður segir að verið sé að reyna að bæta úr þessu.Aðstæður á Norðurlöndunum talsvert betri „Aðstæður á Norðurlöndunum eru víða þannig að það eru fjölskylduherbergi og flestir foreldrar eru í einbýli með sínu barni og þangað langar okkur að fara og þangað erum við að stefna og við erum að ræða þetta af fullri alvöru hérna,“ segir Margrét. Þetta sé gríðarlega mikilvægt til að styðja við samveru móður, föður og barns. „Þannig getum við verndað foreldra að vera í friðhelgi með sínu barni og veitt þeim þjónustu þar en ekki inni í fjölmenni,“ segir Margrét.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira