Birtir öll samskipti við umboðsmann Alþingis Daníel Freyr Birksson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn umboðsmanns Alþingis. vísir/ernir „Ég átti tvo fundi með dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það var aðallega til þess að fara yfir þýðingu ýmissa ákvæða í dómstólalögunum sem laut að aðkomu Alþingis. Hann var í nefnd sem lagði grunn að nýjum dómstólalögum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún hefur nú svarað bréfi umboðsmanns Alþingis sem í síðustu viku óskaði eftir upplýsingum um hvaða aðila ráðherra ráðfærði sig við vegna skipunar fimmtán dómara við Landsrétt. Bréfið sendi umboðsmaður í aðdraganda fundar síns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins en þar var einnig óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherrann hefði ráðfært sig við aðila utan Stjórnarráðsins. Sigríður segist hafa reifað ýmis sjónarmið við ákvarðanatökuna um skipan dómaranna en að lokum tekið efnislega niðurstöðu sjálf. Þá segir hún að líkast til muni hún greina frá samskiptum sínum við umboðsmann. „Ég held ég birti bara öll mín samskipti við umboðsmann fyrst menn hafa svona mikinn áhuga á þessu.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að eðlilegt væri að dómsmálaráðherra sem skapaði vantraust á dómskerfi landsins segði af sér. Átti hann þá við ákvörðun Sigríðar um að líta fram hjá mati hæfisnefndar á skipan dómara Landsréttar. Spurði Jón Þór einnig hvort dómsmálaráðherra styddi rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á ákvörðunum og verklagi við skipun dómaranna. Í andsvari sínu sagði Sigríður að hvorki ráðherra né aðrir ættu að sæta tvöfaldri málsmeðferð, nú þegar væri fallinn dómur í Hæstarétti. Þá sagði hún augljóst að Jón Þór vildi ekki láta rannsaka neitt heldur vildi hann einungis koma ráðherranum frá. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem kannar verklag Sigríðar við skipunina. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
„Ég átti tvo fundi með dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það var aðallega til þess að fara yfir þýðingu ýmissa ákvæða í dómstólalögunum sem laut að aðkomu Alþingis. Hann var í nefnd sem lagði grunn að nýjum dómstólalögum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún hefur nú svarað bréfi umboðsmanns Alþingis sem í síðustu viku óskaði eftir upplýsingum um hvaða aðila ráðherra ráðfærði sig við vegna skipunar fimmtán dómara við Landsrétt. Bréfið sendi umboðsmaður í aðdraganda fundar síns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins en þar var einnig óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherrann hefði ráðfært sig við aðila utan Stjórnarráðsins. Sigríður segist hafa reifað ýmis sjónarmið við ákvarðanatökuna um skipan dómaranna en að lokum tekið efnislega niðurstöðu sjálf. Þá segir hún að líkast til muni hún greina frá samskiptum sínum við umboðsmann. „Ég held ég birti bara öll mín samskipti við umboðsmann fyrst menn hafa svona mikinn áhuga á þessu.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að eðlilegt væri að dómsmálaráðherra sem skapaði vantraust á dómskerfi landsins segði af sér. Átti hann þá við ákvörðun Sigríðar um að líta fram hjá mati hæfisnefndar á skipan dómara Landsréttar. Spurði Jón Þór einnig hvort dómsmálaráðherra styddi rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á ákvörðunum og verklagi við skipun dómaranna. Í andsvari sínu sagði Sigríður að hvorki ráðherra né aðrir ættu að sæta tvöfaldri málsmeðferð, nú þegar væri fallinn dómur í Hæstarétti. Þá sagði hún augljóst að Jón Þór vildi ekki láta rannsaka neitt heldur vildi hann einungis koma ráðherranum frá. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem kannar verklag Sigríðar við skipunina.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46