Birtir öll samskipti við umboðsmann Alþingis Daníel Freyr Birksson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn umboðsmanns Alþingis. vísir/ernir „Ég átti tvo fundi með dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það var aðallega til þess að fara yfir þýðingu ýmissa ákvæða í dómstólalögunum sem laut að aðkomu Alþingis. Hann var í nefnd sem lagði grunn að nýjum dómstólalögum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún hefur nú svarað bréfi umboðsmanns Alþingis sem í síðustu viku óskaði eftir upplýsingum um hvaða aðila ráðherra ráðfærði sig við vegna skipunar fimmtán dómara við Landsrétt. Bréfið sendi umboðsmaður í aðdraganda fundar síns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins en þar var einnig óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherrann hefði ráðfært sig við aðila utan Stjórnarráðsins. Sigríður segist hafa reifað ýmis sjónarmið við ákvarðanatökuna um skipan dómaranna en að lokum tekið efnislega niðurstöðu sjálf. Þá segir hún að líkast til muni hún greina frá samskiptum sínum við umboðsmann. „Ég held ég birti bara öll mín samskipti við umboðsmann fyrst menn hafa svona mikinn áhuga á þessu.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að eðlilegt væri að dómsmálaráðherra sem skapaði vantraust á dómskerfi landsins segði af sér. Átti hann þá við ákvörðun Sigríðar um að líta fram hjá mati hæfisnefndar á skipan dómara Landsréttar. Spurði Jón Þór einnig hvort dómsmálaráðherra styddi rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á ákvörðunum og verklagi við skipun dómaranna. Í andsvari sínu sagði Sigríður að hvorki ráðherra né aðrir ættu að sæta tvöfaldri málsmeðferð, nú þegar væri fallinn dómur í Hæstarétti. Þá sagði hún augljóst að Jón Þór vildi ekki láta rannsaka neitt heldur vildi hann einungis koma ráðherranum frá. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem kannar verklag Sigríðar við skipunina. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
„Ég átti tvo fundi með dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það var aðallega til þess að fara yfir þýðingu ýmissa ákvæða í dómstólalögunum sem laut að aðkomu Alþingis. Hann var í nefnd sem lagði grunn að nýjum dómstólalögum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún hefur nú svarað bréfi umboðsmanns Alþingis sem í síðustu viku óskaði eftir upplýsingum um hvaða aðila ráðherra ráðfærði sig við vegna skipunar fimmtán dómara við Landsrétt. Bréfið sendi umboðsmaður í aðdraganda fundar síns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins en þar var einnig óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherrann hefði ráðfært sig við aðila utan Stjórnarráðsins. Sigríður segist hafa reifað ýmis sjónarmið við ákvarðanatökuna um skipan dómaranna en að lokum tekið efnislega niðurstöðu sjálf. Þá segir hún að líkast til muni hún greina frá samskiptum sínum við umboðsmann. „Ég held ég birti bara öll mín samskipti við umboðsmann fyrst menn hafa svona mikinn áhuga á þessu.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að eðlilegt væri að dómsmálaráðherra sem skapaði vantraust á dómskerfi landsins segði af sér. Átti hann þá við ákvörðun Sigríðar um að líta fram hjá mati hæfisnefndar á skipan dómara Landsréttar. Spurði Jón Þór einnig hvort dómsmálaráðherra styddi rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á ákvörðunum og verklagi við skipun dómaranna. Í andsvari sínu sagði Sigríður að hvorki ráðherra né aðrir ættu að sæta tvöfaldri málsmeðferð, nú þegar væri fallinn dómur í Hæstarétti. Þá sagði hún augljóst að Jón Þór vildi ekki láta rannsaka neitt heldur vildi hann einungis koma ráðherranum frá. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem kannar verklag Sigríðar við skipunina.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46