Cókó og kleins-bræður sækja um einkaleyfi og fara í þyrluflug: „Eins og maður segir: It costs money to make money“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2018 20:00 Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. Óhætt er að segja að bræðurnir Róbert Frímann Stefánsson og Daníel Ólafur Stefánsson hafi slegið rækilega í gegn í viðskiptalífinu þegar þeir nýlega hófu sölu á heimalöguðu heitu kakói og kleinum, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Bræðurnir hafa staðið vaktina síðustu tvo laugardaga við mjög góðar undirtektir. Hluti ágóðans sem þeir safna rennur til þyrslusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem sveitin bjargaði lífi föður þeirra þegar hann lenti í slysi úti á sjó fyrir sex árum. Í dag afhentu þeir sveitinni peninginn við góðar móttökur. Það var Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, sem tók á móti peningunum en það var einmitt hann sem bjargaði föður þeirra.Eins og þekkt er orðið stendur Cókó and kleins á vagninum en ekki kakó og kleinur en þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna. Augljóst er að hér er um upprennandi viðskiptamógúla að ræða en á dögunum áttuðu þeir sig á því að vissast væri að sækja um einkaleyfi á þetta nýja alþjóðlega heiti. „Við fáum að vita það núna eftir nokkra daga hvort við fáum einkaleyfið yfir nafninu. Við getum ekkert sagt þangað til. Þetta er hugmyndin okkar og ætlum mögulega að búa til búð í framtíðinni eða veitingastað,“ segir Daníel Ólafur. Eftir skoðunarferð í flugskýlinu var strákunum svo boðið í þyrlutúr. Planið hjá strákunum að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Nú eru þeir búnir að kaupa sér öflugri hrærivél og sjá fram á að stórgræða. „Eins og við segjum: In the long run þá náum við að græða á þessu. Eins og maður segir it costs money to make money eða hvað sem maður segir,“ segir Daníel Ólafur. Tengdar fréttir Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. Óhætt er að segja að bræðurnir Róbert Frímann Stefánsson og Daníel Ólafur Stefánsson hafi slegið rækilega í gegn í viðskiptalífinu þegar þeir nýlega hófu sölu á heimalöguðu heitu kakói og kleinum, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Bræðurnir hafa staðið vaktina síðustu tvo laugardaga við mjög góðar undirtektir. Hluti ágóðans sem þeir safna rennur til þyrslusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem sveitin bjargaði lífi föður þeirra þegar hann lenti í slysi úti á sjó fyrir sex árum. Í dag afhentu þeir sveitinni peninginn við góðar móttökur. Það var Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, sem tók á móti peningunum en það var einmitt hann sem bjargaði föður þeirra.Eins og þekkt er orðið stendur Cókó and kleins á vagninum en ekki kakó og kleinur en þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna. Augljóst er að hér er um upprennandi viðskiptamógúla að ræða en á dögunum áttuðu þeir sig á því að vissast væri að sækja um einkaleyfi á þetta nýja alþjóðlega heiti. „Við fáum að vita það núna eftir nokkra daga hvort við fáum einkaleyfið yfir nafninu. Við getum ekkert sagt þangað til. Þetta er hugmyndin okkar og ætlum mögulega að búa til búð í framtíðinni eða veitingastað,“ segir Daníel Ólafur. Eftir skoðunarferð í flugskýlinu var strákunum svo boðið í þyrlutúr. Planið hjá strákunum að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Nú eru þeir búnir að kaupa sér öflugri hrærivél og sjá fram á að stórgræða. „Eins og við segjum: In the long run þá náum við að græða á þessu. Eins og maður segir it costs money to make money eða hvað sem maður segir,“ segir Daníel Ólafur.
Tengdar fréttir Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00