Vinur Houssin segir erfitt að vita af því að hann sæti misþyrmingum í fangelsi Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. janúar 2018 20:45 Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. Báðir kváðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn, en ekki var hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um aldur sinn. Í kjölfar málsmeðferðar og synjunar frá kærunefnd útlendingamála lenti Houssin hins vegar á hrakhólum, þurfti meðal annars að gista einn á gistiheimili í Reykjavík, en endaði svo í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar tilraunir til að flýja land í gegnum skipasvæði Eimskips. Líkt og fjallað hefur verið um varð hann svo fyrir grófri líkamsárás í fangelsinu á þriðjudag, sem talið er að rekja megi til kynþáttahaturs. Félagi hans Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi og var settur í umsjá barnaverndaryfirvalda stuttu eftir komuna til landsins, sem úthlutuðu honum fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Hann segir lífið þar vera afar gott. Yassine hefur farið í skóla og kveðst spenntur fyrir að læra meiri íslensku en í dag talar hann meiri íslensku heldur en ensku. Yassine er sautján ára í dag og verður hjá fjölskyldunni a.m.k. til átján ára aldurs, en óljóst er með framhaldið eftir það. Hann segir samband sitt og fjölskyldunnar afar gott, en þau fóru m.a. saman í frí til Kanaríeyja um jólin. Hann segir hins vegar erfitt að vita af vini sínum sæta misþyrmingum í fangelsi. Íslensk fósturmóðir Yassines tekur í sama streng, en hún segir sorglegt hvernig örlög þeirra Houssins eftir komuna hingað urðu svo gríðarlega ólík. „Ég er búin að vera miður mín allt frá því að ég vissi að Houssin hefði farið í fangelsi og eiginlega bara yfir hans örlögum eins og þau eru í dag,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir stráka á borð við Yassine og Houssin ekki eiga heima í fangelsi meðal harðsvíraðra glæpamanna. „Og mér finnst engan veginn eðlilegt að ungir menn eða strákar, ég vil nú bara kalla hann strák, hann er náttúrulega bara strákur, að það sé mögulegt að misþyrma þeim í fangelsi sem er stofnun á vegum ríkisins.“ Ylfa segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig hefði farið fyrir fóstursyni sínum Yassine, hefði hann verið sendur í fangelsið. Þá finnst henni glæpurinn, að reyna að flýja land með skipi og leita sér betra lífs, ekki þess eðlis að krefjist varðhalds á Litla Hrauni. „Það er náttúrulega bara glæpur sem ég myndi gera mig seka um ef ég þyrfti.“ Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. Báðir kváðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn, en ekki var hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um aldur sinn. Í kjölfar málsmeðferðar og synjunar frá kærunefnd útlendingamála lenti Houssin hins vegar á hrakhólum, þurfti meðal annars að gista einn á gistiheimili í Reykjavík, en endaði svo í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar tilraunir til að flýja land í gegnum skipasvæði Eimskips. Líkt og fjallað hefur verið um varð hann svo fyrir grófri líkamsárás í fangelsinu á þriðjudag, sem talið er að rekja megi til kynþáttahaturs. Félagi hans Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi og var settur í umsjá barnaverndaryfirvalda stuttu eftir komuna til landsins, sem úthlutuðu honum fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Hann segir lífið þar vera afar gott. Yassine hefur farið í skóla og kveðst spenntur fyrir að læra meiri íslensku en í dag talar hann meiri íslensku heldur en ensku. Yassine er sautján ára í dag og verður hjá fjölskyldunni a.m.k. til átján ára aldurs, en óljóst er með framhaldið eftir það. Hann segir samband sitt og fjölskyldunnar afar gott, en þau fóru m.a. saman í frí til Kanaríeyja um jólin. Hann segir hins vegar erfitt að vita af vini sínum sæta misþyrmingum í fangelsi. Íslensk fósturmóðir Yassines tekur í sama streng, en hún segir sorglegt hvernig örlög þeirra Houssins eftir komuna hingað urðu svo gríðarlega ólík. „Ég er búin að vera miður mín allt frá því að ég vissi að Houssin hefði farið í fangelsi og eiginlega bara yfir hans örlögum eins og þau eru í dag,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir stráka á borð við Yassine og Houssin ekki eiga heima í fangelsi meðal harðsvíraðra glæpamanna. „Og mér finnst engan veginn eðlilegt að ungir menn eða strákar, ég vil nú bara kalla hann strák, hann er náttúrulega bara strákur, að það sé mögulegt að misþyrma þeim í fangelsi sem er stofnun á vegum ríkisins.“ Ylfa segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig hefði farið fyrir fóstursyni sínum Yassine, hefði hann verið sendur í fangelsið. Þá finnst henni glæpurinn, að reyna að flýja land með skipi og leita sér betra lífs, ekki þess eðlis að krefjist varðhalds á Litla Hrauni. „Það er náttúrulega bara glæpur sem ég myndi gera mig seka um ef ég þyrfti.“
Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00