Vinur Houssin segir erfitt að vita af því að hann sæti misþyrmingum í fangelsi Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. janúar 2018 20:45 Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. Báðir kváðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn, en ekki var hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um aldur sinn. Í kjölfar málsmeðferðar og synjunar frá kærunefnd útlendingamála lenti Houssin hins vegar á hrakhólum, þurfti meðal annars að gista einn á gistiheimili í Reykjavík, en endaði svo í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar tilraunir til að flýja land í gegnum skipasvæði Eimskips. Líkt og fjallað hefur verið um varð hann svo fyrir grófri líkamsárás í fangelsinu á þriðjudag, sem talið er að rekja megi til kynþáttahaturs. Félagi hans Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi og var settur í umsjá barnaverndaryfirvalda stuttu eftir komuna til landsins, sem úthlutuðu honum fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Hann segir lífið þar vera afar gott. Yassine hefur farið í skóla og kveðst spenntur fyrir að læra meiri íslensku en í dag talar hann meiri íslensku heldur en ensku. Yassine er sautján ára í dag og verður hjá fjölskyldunni a.m.k. til átján ára aldurs, en óljóst er með framhaldið eftir það. Hann segir samband sitt og fjölskyldunnar afar gott, en þau fóru m.a. saman í frí til Kanaríeyja um jólin. Hann segir hins vegar erfitt að vita af vini sínum sæta misþyrmingum í fangelsi. Íslensk fósturmóðir Yassines tekur í sama streng, en hún segir sorglegt hvernig örlög þeirra Houssins eftir komuna hingað urðu svo gríðarlega ólík. „Ég er búin að vera miður mín allt frá því að ég vissi að Houssin hefði farið í fangelsi og eiginlega bara yfir hans örlögum eins og þau eru í dag,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir stráka á borð við Yassine og Houssin ekki eiga heima í fangelsi meðal harðsvíraðra glæpamanna. „Og mér finnst engan veginn eðlilegt að ungir menn eða strákar, ég vil nú bara kalla hann strák, hann er náttúrulega bara strákur, að það sé mögulegt að misþyrma þeim í fangelsi sem er stofnun á vegum ríkisins.“ Ylfa segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig hefði farið fyrir fóstursyni sínum Yassine, hefði hann verið sendur í fangelsið. Þá finnst henni glæpurinn, að reyna að flýja land með skipi og leita sér betra lífs, ekki þess eðlis að krefjist varðhalds á Litla Hrauni. „Það er náttúrulega bara glæpur sem ég myndi gera mig seka um ef ég þyrfti.“ Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Haustið 2016 komu félagarnir Yassine og Houssin saman til landsins með Norrænu, en þeir flúðu hingað frá Marokkó. Báðir kváðust þeir vera yngri en 18 ára og óskuðu eftir hæli hér á landi. Þeir gengust svo undir sérstaka tannrannsókn, en ekki var hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um aldur sinn. Í kjölfar málsmeðferðar og synjunar frá kærunefnd útlendingamála lenti Houssin hins vegar á hrakhólum, þurfti meðal annars að gista einn á gistiheimili í Reykjavík, en endaði svo í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir ítrekaðar tilraunir til að flýja land í gegnum skipasvæði Eimskips. Líkt og fjallað hefur verið um varð hann svo fyrir grófri líkamsárás í fangelsinu á þriðjudag, sem talið er að rekja megi til kynþáttahaturs. Félagi hans Yassine fékk hins vegar dvalarleyfi og var settur í umsjá barnaverndaryfirvalda stuttu eftir komuna til landsins, sem úthlutuðu honum fósturfjölskyldu í Bolungarvík. Hann segir lífið þar vera afar gott. Yassine hefur farið í skóla og kveðst spenntur fyrir að læra meiri íslensku en í dag talar hann meiri íslensku heldur en ensku. Yassine er sautján ára í dag og verður hjá fjölskyldunni a.m.k. til átján ára aldurs, en óljóst er með framhaldið eftir það. Hann segir samband sitt og fjölskyldunnar afar gott, en þau fóru m.a. saman í frí til Kanaríeyja um jólin. Hann segir hins vegar erfitt að vita af vini sínum sæta misþyrmingum í fangelsi. Íslensk fósturmóðir Yassines tekur í sama streng, en hún segir sorglegt hvernig örlög þeirra Houssins eftir komuna hingað urðu svo gríðarlega ólík. „Ég er búin að vera miður mín allt frá því að ég vissi að Houssin hefði farið í fangelsi og eiginlega bara yfir hans örlögum eins og þau eru í dag,“ segir Ylfa Mist Helgadóttir, fósturmóðir Yassine. Hún segir stráka á borð við Yassine og Houssin ekki eiga heima í fangelsi meðal harðsvíraðra glæpamanna. „Og mér finnst engan veginn eðlilegt að ungir menn eða strákar, ég vil nú bara kalla hann strák, hann er náttúrulega bara strákur, að það sé mögulegt að misþyrma þeim í fangelsi sem er stofnun á vegum ríkisins.“ Ylfa segist ekki geta gert sér í hugarlund hvernig hefði farið fyrir fóstursyni sínum Yassine, hefði hann verið sendur í fangelsið. Þá finnst henni glæpurinn, að reyna að flýja land með skipi og leita sér betra lífs, ekki þess eðlis að krefjist varðhalds á Litla Hrauni. „Það er náttúrulega bara glæpur sem ég myndi gera mig seka um ef ég þyrfti.“
Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00