Innlent

Undirrituðu tilnefningu um að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá UNESCO

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Hvannadalshnúkur í Öræfajökli er ein gersema Vatnajökulsþjóðgarðs.
Hvannadalshnúkur í Öræfajökli er ein gersema Vatnajökulsþjóðgarðs. vísir/vilhelm
Í dag undirrituðu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tilnefningu um að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá UNESCO.

Lilja Dögg segist vera ánægð með þá vinnu sem hefur átt sér stað í tengslum við verkefnið og er bjartsýn á að þjóðgarðurinn bætist við heimsminjaskrá árið 2019. „Það eru mörg tækifæri fólgin í því að efla þjóðgarðinn með þessum hætti, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna og byggðirnar í nágrenni garðsins,“ segir Lilja á Facebook síðu sinni.

Sigrún Magnúsdóttir, þá umhverfis- og auðlindaráðherra, og Illugi Gunnarsson, þá mennta- og menningarmálaráðherra, settu af stað undirbúning vinnu við að skilgreina og afla nauðsynlegra  upplýsinga fyrir tilnefninguna árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×