Telja að tannrannsóknir standist ekki vísindasiðareglur Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. janúar 2018 20:00 Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. Tanngreiningar eru notaðar hér á landi til þess að úrskurða um aldur hælisleitenda sem segjast vera yngri en 18 ára og þ.a.l. börn í skilningi laganna. Framkvæmdin hefur hins vegar lengi verið umdeild. Þannig benti talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á það í kvöldfréttum á dögunum að um afar ónákvæm vísindi væri að ræða þar sem skekkjumörkin gætu verið umtalsverð. Hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur aftur á móti einnig haft uppi annars konar gagnrýni á framkvæmdina heldur en nákvæmnina eina. „Þá erum við komin á hinn anga þessarar umræðu innan vísindasamfélagsins og það er siðferðislega hliðin. Hvort það sé réttlætanlegt að beita aðferðum sem eru jafn umdeildar og raun ber vitni til þess að úrskurða um mál fólks í svona viðkvæmri stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, meistaranemi í mannfræði við HÍ.Rannsóknirnar framkvæmdar af HÍ Rannsóknirnar á hælisleitendum eru framkvæmdar á grundvelli samnings á milli tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar. Eyrún hefur ásamt hópi fólks innan HÍ sent erindi til Vísindasiðanefndar, en þau telja að samningurinn og rannsóknir á vegum hans standist ekki siðareglur skólans. „Vísindasiðareglur HÍ gera ríka kröfu á rannsakendur að tryggja að rannsóknarniðurstöður séu ekki nýttar á hátt sem veldur skaða. Við teljum að í ljósi þess hvernig kaupandi þessarar þjónustu nýtir rannsóknirnar þá sé ástæða til þess að gera alvarlega athugun á þessu.“ Þannig taki Útlendingastofnun gjarnan ákvörðun um mál einstaklinga byggða á niðurstöðu tannrannsóknar og geti rannsóknin því í mörgum tilfellum valdið miklum skaða. Sé þetta sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að framkvæmdinni hafi verið hafnað víða í nágrannalöndum. „Breskir tannlæknar hafa lýst sig andvíga tanngreiningum og þá ekki síst út frá þeirra forsendu að það að láta fólk gangast undir röntgenmyndatöku án þess að læknisfræðilegar ástæður búi að baki sé ekki réttlætanlegt,“ segir Eyrún að lokum. Flóttamenn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Óvíst er hvort tanngreiningar á hælisleitendum standist siðareglur Háskóla Íslands. Þetta segir meistaranemi í mannfræði við skólann sem sent hefur sérstakt erindi til vísindasiðanefndar. Hún bendir á að slíkum rannsóknum hafi verið hafnað af vísindamönnum víða í nágrannalöndum. Tanngreiningar eru notaðar hér á landi til þess að úrskurða um aldur hælisleitenda sem segjast vera yngri en 18 ára og þ.a.l. börn í skilningi laganna. Framkvæmdin hefur hins vegar lengi verið umdeild. Þannig benti talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum á það í kvöldfréttum á dögunum að um afar ónákvæm vísindi væri að ræða þar sem skekkjumörkin gætu verið umtalsverð. Hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur aftur á móti einnig haft uppi annars konar gagnrýni á framkvæmdina heldur en nákvæmnina eina. „Þá erum við komin á hinn anga þessarar umræðu innan vísindasamfélagsins og það er siðferðislega hliðin. Hvort það sé réttlætanlegt að beita aðferðum sem eru jafn umdeildar og raun ber vitni til þess að úrskurða um mál fólks í svona viðkvæmri stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, meistaranemi í mannfræði við HÍ.Rannsóknirnar framkvæmdar af HÍ Rannsóknirnar á hælisleitendum eru framkvæmdar á grundvelli samnings á milli tannlæknadeildar Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar. Eyrún hefur ásamt hópi fólks innan HÍ sent erindi til Vísindasiðanefndar, en þau telja að samningurinn og rannsóknir á vegum hans standist ekki siðareglur skólans. „Vísindasiðareglur HÍ gera ríka kröfu á rannsakendur að tryggja að rannsóknarniðurstöður séu ekki nýttar á hátt sem veldur skaða. Við teljum að í ljósi þess hvernig kaupandi þessarar þjónustu nýtir rannsóknirnar þá sé ástæða til þess að gera alvarlega athugun á þessu.“ Þannig taki Útlendingastofnun gjarnan ákvörðun um mál einstaklinga byggða á niðurstöðu tannrannsóknar og geti rannsóknin því í mörgum tilfellum valdið miklum skaða. Sé þetta sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að framkvæmdinni hafi verið hafnað víða í nágrannalöndum. „Breskir tannlæknar hafa lýst sig andvíga tanngreiningum og þá ekki síst út frá þeirra forsendu að það að láta fólk gangast undir röntgenmyndatöku án þess að læknisfræðilegar ástæður búi að baki sé ekki réttlætanlegt,“ segir Eyrún að lokum.
Flóttamenn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira