Ísland og Færeyjar semja um fiskveiðimál Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2018 16:50 Íslensk og færeysk stjórnvöld hafa náð samningum um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir þetta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna á árinu 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samið hafi verið um gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og á liðnu ári með þeirri breytingu að hámarksfjöldi íslenskra skipa sem getur verið á kolmunnaveiðum í einu í færeyskri lögsögu fjölgar úr 12 í 15. „Samið var um að Færeyingar geti veitt loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuðum heildarafla í loðnu á vertíðinni en að hámarki 25.000 tonn i stað 30.000 tonna sem var áður. Áfram eru takmarkanir á heimildum Færeyinga til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis. Þó er sú rýmkun gerð að viðmiðun takmörkunar til manneldisvinnslu verður 17. febrúar í stað 15. febrúar. Eftir 17. febrúar verða færeysk skip sem sagt að landa a.m.k. 2/3 af afla sínum í íslenskum höfnum.“ Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu í ár og þær voru 2017 eða 5.600 tonn að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Hámark fyrir þorskveiði verði áfram 2.400 tonn og 650 tonn fyrir keilu innan þessa heildarmagns. „Ísland mun áfram hafa heimild til að veiða 1.300 tonn af makríl sem eru aflaheimildir frá Færeyjum í færeyskri lögsögu en Ísland afsalar sér 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld sem lengi hafði verið í samningi þjóðanna, án þess að Ísland hafi nýtt sér um árabil.“ Þjóðirnar stefni að því að hefja vinnu við gerð rammasmnings milli landanna um fiskveiðimál sem fyrst með það að markmiði að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. september á þessu ári. Sjávarútvegur Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Íslensk og færeysk stjórnvöld hafa náð samningum um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir þetta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna á árinu 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samið hafi verið um gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og á liðnu ári með þeirri breytingu að hámarksfjöldi íslenskra skipa sem getur verið á kolmunnaveiðum í einu í færeyskri lögsögu fjölgar úr 12 í 15. „Samið var um að Færeyingar geti veitt loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuðum heildarafla í loðnu á vertíðinni en að hámarki 25.000 tonn i stað 30.000 tonna sem var áður. Áfram eru takmarkanir á heimildum Færeyinga til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis. Þó er sú rýmkun gerð að viðmiðun takmörkunar til manneldisvinnslu verður 17. febrúar í stað 15. febrúar. Eftir 17. febrúar verða færeysk skip sem sagt að landa a.m.k. 2/3 af afla sínum í íslenskum höfnum.“ Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu í ár og þær voru 2017 eða 5.600 tonn að því er segir í tilkynningu ráðuneytisins. Hámark fyrir þorskveiði verði áfram 2.400 tonn og 650 tonn fyrir keilu innan þessa heildarmagns. „Ísland mun áfram hafa heimild til að veiða 1.300 tonn af makríl sem eru aflaheimildir frá Færeyjum í færeyskri lögsögu en Ísland afsalar sér 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld sem lengi hafði verið í samningi þjóðanna, án þess að Ísland hafi nýtt sér um árabil.“ Þjóðirnar stefni að því að hefja vinnu við gerð rammasmnings milli landanna um fiskveiðimál sem fyrst með það að markmiði að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. september á þessu ári.
Sjávarútvegur Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira