Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 20:00 Tvígreindur vandi er þegar einstaklingur á við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða, geðklofa eða geðhvarfasýki, og einnig fíknivanda. Alls komu 94 konur með tvígreindan vanda á dag- og göngudeild geðdeildar á síðasta ári og 55 lögðust inn á geðdeild. Engin sérhæf búsetuúrræði eru fyrir konur með þennan vanda, sem tekur við eftir meðferð á geðdeild, en slíkt er fyrir hendi fyrir karlmenn. „Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að þurfa að útskrifa fólk inn í ekki neitt og jafnvel á götuna. Suma erum við að útskrifa til fjölskyldu, vina eða til neyslufélaga eftir margra mánaða endurhæfingu - það er óforsvaranlegt,“ segir Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans. Dæmi eru um að konur dvelji fjölda mánaða inni á geðdeild eftir að meðferð lýkur. „Akkúrat núna eru tvær konur á geðdeildum sem eru í raun færar til útskriftar en við höfum ekki funið úrræði,“ segir Gunnlaug.Flakka á milli geðdeildar, fangelsis og götunnarHluti af þeim konum sem eru þó útskifaðar lendir í þeim vítahring að fara á götuna, brjóta af sér, fara í fangelsi og svo aftur á geðdeild. Til að rjúfa þennan vítahring segir Gunnlaug mikilvægt að koma konunum í skjól fyrst, í varanlegt húsnæði, og svo byggja þær upp með meðferð og endurhæfingu. Karlar með tvígreindan vanda eru fleiri en konurnar, en Gunnlaug segir konurnar í sérlega viðkvæmri stöðu. „Tilfinningin segir okkur að þær séu verr settar á götunni en karlar. Í einhverjum tilfellum vitum við að þær eru að fjármagna neysluna með vændi og það er hörmulegt,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Tvígreindur vandi er þegar einstaklingur á við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða, geðklofa eða geðhvarfasýki, og einnig fíknivanda. Alls komu 94 konur með tvígreindan vanda á dag- og göngudeild geðdeildar á síðasta ári og 55 lögðust inn á geðdeild. Engin sérhæf búsetuúrræði eru fyrir konur með þennan vanda, sem tekur við eftir meðferð á geðdeild, en slíkt er fyrir hendi fyrir karlmenn. „Það er auðvitað þyngra en tárum tekur að þurfa að útskrifa fólk inn í ekki neitt og jafnvel á götuna. Suma erum við að útskrifa til fjölskyldu, vina eða til neyslufélaga eftir margra mánaða endurhæfingu - það er óforsvaranlegt,“ segir Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans. Dæmi eru um að konur dvelji fjölda mánaða inni á geðdeild eftir að meðferð lýkur. „Akkúrat núna eru tvær konur á geðdeildum sem eru í raun færar til útskriftar en við höfum ekki funið úrræði,“ segir Gunnlaug.Flakka á milli geðdeildar, fangelsis og götunnarHluti af þeim konum sem eru þó útskifaðar lendir í þeim vítahring að fara á götuna, brjóta af sér, fara í fangelsi og svo aftur á geðdeild. Til að rjúfa þennan vítahring segir Gunnlaug mikilvægt að koma konunum í skjól fyrst, í varanlegt húsnæði, og svo byggja þær upp með meðferð og endurhæfingu. Karlar með tvígreindan vanda eru fleiri en konurnar, en Gunnlaug segir konurnar í sérlega viðkvæmri stöðu. „Tilfinningin segir okkur að þær séu verr settar á götunni en karlar. Í einhverjum tilfellum vitum við að þær eru að fjármagna neysluna með vændi og það er hörmulegt,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira