Innlent

Nýr viti á útsýnispalli við Sæbraut

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Framkvæmdirhefjast innan skamms.
Framkvæmdirhefjast innan skamms. Mynd/Reykjavíkurborg
Framkvæmdir við nýjan innsiglingavita og útsýnispall við Sæbraut hefjast í næsta mánuði. Vitinn kemur í stað núverandi vita á Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að fara í framkvæmdirnar sem um ræðir.

Komið verður fyrir grjótvörn og fyllingu fyrir innsiglingarvitann á móts við Höfða. Nýr viti verður með sama útliti og innsiglingarvitar við Austurhöfn og Eyjagarð.

Byggður verður útsýnispallur kringum vitann svo gestir og gangandi geti notið fjallasýninnar, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist í febrúar nk. og þeim verði að fullu lokið í júní 2018. Áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar er 75 milljónir króna.

Fyrirhuguð staðsetning vitans.Mynd/Reykjavíkurborg.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.