Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2018 12:38 Justin Bieber slakaði á í Fjaðrárgljúfri. Skjáskot Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. Samkvæmt teljara Umhverfisstofnunar komu 282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur á síðasta ári, samanborið við 154.948 gestir sem komu í gljúfrið árið 2016. Er þetta fjölgun um 82 prósent á milli ára. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að Vegagerðin hafi aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri vegna vinsældanna. Því megi gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna sem heimsæki gljúfrið muni fjölga en forsvarsmenn Skaftárhrepps óskuðu eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna þar sem svæðið láti mikið á sjá en einnig til að auka öryggi gesta, sérstaklega yfir vetrartímann.Fjaðrárgljúfur.Mynd/UmhverfisstofnunÞví hafi landvörður verið með daglegt eftirlit með svæðinu að undanförnu. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum. Landvörður hefur einnig reglulega verið í sambandi við Vegagerðina vegna hálku og ófærðar á veginum að Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa lent í vandræðum, að því er segir í frétt Umhverfisstofnunar. Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar einn vinsælasti tónlistarmaður heims tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum. Alls hefur verið horft á myndband Bieber við lagið I'll Show You hátt í 400 milljón sinnum og er víðfarnari auglýsing fyrir Ísland vandfundin. Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57 Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. Samkvæmt teljara Umhverfisstofnunar komu 282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur á síðasta ári, samanborið við 154.948 gestir sem komu í gljúfrið árið 2016. Er þetta fjölgun um 82 prósent á milli ára. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að Vegagerðin hafi aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri vegna vinsældanna. Því megi gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna sem heimsæki gljúfrið muni fjölga en forsvarsmenn Skaftárhrepps óskuðu eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna þar sem svæðið láti mikið á sjá en einnig til að auka öryggi gesta, sérstaklega yfir vetrartímann.Fjaðrárgljúfur.Mynd/UmhverfisstofnunÞví hafi landvörður verið með daglegt eftirlit með svæðinu að undanförnu. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum. Landvörður hefur einnig reglulega verið í sambandi við Vegagerðina vegna hálku og ófærðar á veginum að Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa lent í vandræðum, að því er segir í frétt Umhverfisstofnunar. Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar einn vinsælasti tónlistarmaður heims tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum. Alls hefur verið horft á myndband Bieber við lagið I'll Show You hátt í 400 milljón sinnum og er víðfarnari auglýsing fyrir Ísland vandfundin.
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57 Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57
Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent