Lífið

Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Íslandsvinurinn Justin Bieber birti í dag stutt kynningarmyndband fyrir nýjustu plötu sína Purpose. Myndbandið var tekið upp hér á Íslandi en með Bieber í för var ljósmyndarinnar Chris Burkard. Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum.

Sagt var fyrst frá myndbandinu á Nútímanum.

Meðal annars fóru þeir félagar að skoða Fjaðrárgljúfur, Sólheimasand, Subway í Keflavík og Olís á Selfossi.

Platan Purpose verður gefin út þann 13. nóvember næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.