Lífið

Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bieber gefur fimmu.
Bieber gefur fimmu. instagram-síða Bieber
Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti á fjórða tímanum fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum fata í Fjaðrárgljúfri í nágrenni Kirkjubæjarklausturs.

Bieber sat fyrir í undirfataauglýsingu hjá fyrirtækinu Calvin Klein á dögunum og sló heldur í gegn. Hann klæðir sig greinilega aðeins í nærbuxum frá því fyrirtæki. Hann hefur áður sagt í fjölmiðlum að hann klæði sig aðeins einu sinni í hverjar nærbuxur frá fyrirtækinu. 

Fjaðrárgljúfur er mikilfengleg náttúrusmíð sem sennilega hefur orðið til á síðjökulstíma fyrir u.þ.b níu þúsund árum. Gljúfrið er skammt vestan Kirkjubæjarklausturs við Lakaveg/Holtsveg. Fjaðrá fellur þar fram af heiðarbrúninni í tiltölulega breiðu og fallegu móbergsgljúfri.

Um er að ræða tilkomumikið gljúfur í móbergi að því er segir á vef Kirkubæjarklausturs. Fjaðrárgljúfur er stórbrotið og hrikalegt, um hundrað metra djúpt og um tveir kílómetrar að lengd.

Fjaðrá er oftast frekar vatnslítil og því geta göngumenn hæglega kosið að ganga inn gljúfrið en þá þarf að vaða ána alloft. Innst í gljúfrinu eru fossar svo ganga þarf sömu leið til baka.

Bieber kom til landsins í gær og hefur verið að ferðast um Íslands. Hann heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi og Vestmannaeyjar.

Talið er að hann verði á landinu í tvo daga og því spurning hvort hann fari af landi brott í kvöld. 

Glacier dip in #iceland

A photo posted by Justin Bieber (@justinbieber) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×