Trump fundaði í gær með þingmönnum um innflytjendamál og spurði forsetinn meðal annars þingmenninna af hverju allt þetta fólk frá „skítaholum“ væru að koma til Bandaríkjanna. Vísaði hann þar til fyrrgreindra ríkja. Trump sagði einnig að Bandaríkin ættu að sækjast eftir innflytjendum frá ríkjum eins og Noregi en hann fundaði í vikunni með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Þáttastjórnendur helstu spjallþáttanna í Bandaríkjunum gripu ummælin á lofti og tóku þau sérstaklega fyrir í þáttum gærkvöldsins. Eru þeir flestir vanir að taka Trump fyrir í þáttunum en ef marka má innslögin hér fyrir neðan virðast þeir vart hafa trúað því að forseti Bandaríkjanna hafi sagt það sem hann sagði í þessu tilviki.
Þáttastjórnandinn Seth Meyers þurfti meðal annars að taka sér mínútu til þess að róa sig niður áður en hann hélt áfram með þáttinn.
From tonight's #LNSM: @SethMeyers responds to Trump's remarks on “s**thole countries.” pic.twitter.com/gUjCosn7Fn
— Late Night with Seth Meyers (@LateNightSeth) January 12, 2018