Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði Birgir Olgeirsson skrifar 12. janúar 2018 16:12 Leikstjórinn Elsa María Jakobsdóttir er ekki sátt við þjónustu Wow Air. Vísir „Okkur þykir miður að farþegi hafi lent í þessu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur sem fékk ekki að innrita sig í flug til Kaupmannahafnar í gærmorgun því hún var skráð undir nafninu Elsa María María en ekki Jakobsdóttir. „Breytti engu að augljóslega væri ég ég og að alls staðar annars staðar í bókun kæmi fram Jakobsdóttir, á kreditkorti , e-mail o.sv.frv.,“ segir Elsa María í færslu sem hún birtir á Facebook. Svanhvít segir að því miður hafi Elsa ekki bókað sig rétt. „Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni. Þjónustuaðili okkar á Keflavíkurflugvelli fór því eftir settum reglum en nafn farþega verður að vera bókað eins og fram kemur í vegabréfi,“ segir Svanhvít. Hún segir flugfélagið hafa leyfi til að koma til móts við farþega með því að breyta tveimur til þremur stöfum ef um augljósa prentvillu er að ræða.Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar.VísirVar boðið annað sæti á 79.000 krónur Í Facebook-færslu sinni segist Elsa María hafa heyrt aðra starfsmenn Wow við innritun ræða sín á milli að flugið væri löngu yfirbókað. „Mér var tvívegis meinað að ræða við yfirmann, fékk ekki endurgreitt en var boðið að kaupa annað sæti á 79.000 krónur og þegar ég vildi fá nafnið á þessum óliðlega starfskrafti í innritun sigaði hún öryggisverði á mig,“ segir Elsa María. Svanhvít segir í samtali við Vísi þetta tilfelli ekki hafa með yfirbókun í flug að gera heldur fóru þjónustuaðilar Wow Air á Keflavíkurflugvelli eftir settum öryggisreglum.Snýst um þjónustulund Elsa segir á Facebook að hún hafi nokkrum sinnum orðið vitni að fólki í svipuðum aðstæðum hjá öðrum flugfélögum þar sem augljóslega er um sama farþega að ræða og það hafi verið leyst án nokkurra vandamála. „Þetta snýst auðvitað um þjónustulund og almenna skynsemi og ekkert annað. Konsept sem Wow kýs augljóslega að hafna,“ segir Elsa María. Hún segist hafa neyðst til að kaupa sér annað far til Kaupmannahafnar á svimandi háu verði á síðustu stundu hjá Icelandair. Ekki náðist í Elsu Maríu við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
„Okkur þykir miður að farþegi hafi lent í þessu,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um leikstjórann Elsu Maríu Jakobsdóttur sem fékk ekki að innrita sig í flug til Kaupmannahafnar í gærmorgun því hún var skráð undir nafninu Elsa María María en ekki Jakobsdóttir. „Breytti engu að augljóslega væri ég ég og að alls staðar annars staðar í bókun kæmi fram Jakobsdóttir, á kreditkorti , e-mail o.sv.frv.,“ segir Elsa María í færslu sem hún birtir á Facebook. Svanhvít segir að því miður hafi Elsa ekki bókað sig rétt. „Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni. Þjónustuaðili okkar á Keflavíkurflugvelli fór því eftir settum reglum en nafn farþega verður að vera bókað eins og fram kemur í vegabréfi,“ segir Svanhvít. Hún segir flugfélagið hafa leyfi til að koma til móts við farþega með því að breyta tveimur til þremur stöfum ef um augljósa prentvillu er að ræða.Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar.VísirVar boðið annað sæti á 79.000 krónur Í Facebook-færslu sinni segist Elsa María hafa heyrt aðra starfsmenn Wow við innritun ræða sín á milli að flugið væri löngu yfirbókað. „Mér var tvívegis meinað að ræða við yfirmann, fékk ekki endurgreitt en var boðið að kaupa annað sæti á 79.000 krónur og þegar ég vildi fá nafnið á þessum óliðlega starfskrafti í innritun sigaði hún öryggisverði á mig,“ segir Elsa María. Svanhvít segir í samtali við Vísi þetta tilfelli ekki hafa með yfirbókun í flug að gera heldur fóru þjónustuaðilar Wow Air á Keflavíkurflugvelli eftir settum öryggisreglum.Snýst um þjónustulund Elsa segir á Facebook að hún hafi nokkrum sinnum orðið vitni að fólki í svipuðum aðstæðum hjá öðrum flugfélögum þar sem augljóslega er um sama farþega að ræða og það hafi verið leyst án nokkurra vandamála. „Þetta snýst auðvitað um þjónustulund og almenna skynsemi og ekkert annað. Konsept sem Wow kýs augljóslega að hafna,“ segir Elsa María. Hún segist hafa neyðst til að kaupa sér annað far til Kaupmannahafnar á svimandi háu verði á síðustu stundu hjá Icelandair. Ekki náðist í Elsu Maríu við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira