Heiða Björg Hilmisdóttir óskar eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 17:59 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Aðsend mynd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar í borginni, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar og óskar eftir stuðningi samflokksmanna sinna. Heiða greindi frá þessu í Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Á sama vettvangi tók Heiða saman helstu verkefni sem voru unnin á kjörtímabilinu sem er að líða. Hún hefur setið í Borgarráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis-og lýðræðisráði, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhliðar og þá hefur hún auk þess gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó. „Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum,“ segir Heiða sem gaumgæfir þau verk sem unnin voru á kjörtímabilinu sem er að líða: „Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.“Me Too byltingin: „Við erum rétt að byrja“Heiða hefur verið áberandi og virk í jafnréttisumræðunni á síðustu misserum og þá sérstaklega í sambandi við #metoo bylgjuna. Hún átti frumkvæði að áskorun fjölda stjórnmálakvenna sem kröfðust þess að fá að starfa með öllu lausar við kynbundið ofbeldi og áreitni. Þá var hún auk þess í forsvari fyrir hópinn en konurnar stigu fram og deildu sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálastéttarinnar. Í stöðuuppfærslunni segist Heiða vera bæði ánægð og stolt af þeirri áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. „Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggara umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoo byltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja,“ segir Heiða.Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu Heiðu í heild sinni. Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar í borginni, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar og óskar eftir stuðningi samflokksmanna sinna. Heiða greindi frá þessu í Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Á sama vettvangi tók Heiða saman helstu verkefni sem voru unnin á kjörtímabilinu sem er að líða. Hún hefur setið í Borgarráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis-og lýðræðisráði, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhliðar og þá hefur hún auk þess gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó. „Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum,“ segir Heiða sem gaumgæfir þau verk sem unnin voru á kjörtímabilinu sem er að líða: „Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.“Me Too byltingin: „Við erum rétt að byrja“Heiða hefur verið áberandi og virk í jafnréttisumræðunni á síðustu misserum og þá sérstaklega í sambandi við #metoo bylgjuna. Hún átti frumkvæði að áskorun fjölda stjórnmálakvenna sem kröfðust þess að fá að starfa með öllu lausar við kynbundið ofbeldi og áreitni. Þá var hún auk þess í forsvari fyrir hópinn en konurnar stigu fram og deildu sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálastéttarinnar. Í stöðuuppfærslunni segist Heiða vera bæði ánægð og stolt af þeirri áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. „Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggara umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoo byltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja,“ segir Heiða.Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu Heiðu í heild sinni.
Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24