Innlent

Ellefu hvítir schafer hvolpar komu nýlega í heiminn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Það var óvenju stórt hundagot á Akranesi í desember þegar 11 hvítir Schafer hvolpar komu í heiminn. Fjörið er ansi mikið á heimilinu en þar búa einnig mamman og pabbinn og tveir aðrir hundar. 
Hvolparnir,  sem minna helst á ísbjarnarhúna, komu í heiminn fyrir fimm vikum. Pabbi þeirra er Klaki en hann er annar af tveimur fyrstu hvítu Schafer hundum á Íslandi. Mamma þeirra heitir Mús og er af sömu tegund.

Hjördís  Helga Ágústsdóttir, ræktandi hvolpanna, segir að um ræði óvenju stórt got en að meðaltali fæðast sjö hvolpar í hverju goti. Hún er enginn nýliði í hundaræktun en hún hefur verið farsæll Schafer ræktandi í yfir tuttugu ár. Fyrir nokkru ákvað hún svo að byrja rækta hvítan Schafer.

Hún segir að hvolparnir séu yndislegir og að það fylgi því ekkert nema gleði að hafa þá á heimilinu.  

Eftir nokkrar vikur verður þó ekki eins mikið stuð á heimilinu en þá fara hvolparnir á ný heimili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.