Netflix gerir framhald af Bright Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 16:44 Will Smith og Joel Edgerton. Netflix hefur staðfest að unnið sé að framhaldi myndarinnar Bright. Þeir Will Smith og Joel Edgerton munu mæta aftur og verður framhaldsmyndin skrifuð af David Ayer, sem mun einnig leikstýra henni. Bright var frumsýnd á Netflix þann 22. desember við dræmar móttökur gagnrýnenda. Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar.Sjá einnig: Gagnrýnendur tæta í sig nýjustu mynd Will SmithÞó gagnrýnendur hafi ekki tekið vel í Bright virðist hún þó hafa fallið í kramið hjá áhorfendum. Á einni viku varð hún sú kvikmynd sem notendur Netflix hafa oftast horft á. Samkvæmt frétt AP sagði fyrirtækið Nielsen að ellefu milljónir manna hefðu horft á myndina í Bandaríkjunum á einungis þremur dögum.Framleiðsla Bright kostaði 90 milljónir dala. Það samsvarar rúmum níu milljörðum króna. Hér má sjá myndband sem Netflix birti til staðfestingar um að framhaldsmyndin yrði gerð. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Netflix hefur staðfest að unnið sé að framhaldi myndarinnar Bright. Þeir Will Smith og Joel Edgerton munu mæta aftur og verður framhaldsmyndin skrifuð af David Ayer, sem mun einnig leikstýra henni. Bright var frumsýnd á Netflix þann 22. desember við dræmar móttökur gagnrýnenda. Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar.Sjá einnig: Gagnrýnendur tæta í sig nýjustu mynd Will SmithÞó gagnrýnendur hafi ekki tekið vel í Bright virðist hún þó hafa fallið í kramið hjá áhorfendum. Á einni viku varð hún sú kvikmynd sem notendur Netflix hafa oftast horft á. Samkvæmt frétt AP sagði fyrirtækið Nielsen að ellefu milljónir manna hefðu horft á myndina í Bandaríkjunum á einungis þremur dögum.Framleiðsla Bright kostaði 90 milljónir dala. Það samsvarar rúmum níu milljörðum króna. Hér má sjá myndband sem Netflix birti til staðfestingar um að framhaldsmyndin yrði gerð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira