Innlent

Skjálfti í Bárðarbungu

Gissur Sigurðsson skrifar
Bárðarbunga í Vatnajökli.
Bárðarbunga í Vatnajökli. Vísir/Magnús Tumi

2,4 stiga jarðskálfti mældist aust-suðaustur af Bárðarbungu laust fyrir klukkan þrjú í nótt  á svipuðum slóðum og skjálfti upp á 2,9 stig varð í fyrrinótt.

Tuttugu vægari skjálftar urðu á þessum slóðum í hrinu 31. desember, en engar vísbendingar eru þó um gosóróa.

Annars mældust 420 skjálftar á landinu í síðustu viku nýliðins árs, sem var hundrað skjálftum fleiri en í vikunni þar á undan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.