Innlent

Aukið jarðhitavatn í Múlakvísl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá hlaupi í Múlakvísl í fyrrasumar.
Frá hlaupi í Múlakvísl í fyrrasumar. vísir/jói k.
Vart hefur orðið við aukið rennsli og breytingu á lit Múlakvíslar á undaförnum dögum. Rennslið er nú svipað og meðalrennsli að sumri.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni hefur rafleiðni í ánni mælst 613µ/cm auk þess sem að lítilsháttar gas hefur mælst við Láguhvola. Nokkuð líklegt er að hærri styrkur á gasi mælist nærri upptökum árinnar og í lægðum í landslagi.

Þá segir einnig að eldfjallagas getur valdið óþægindum, meðal annars í öndunarvegi. Jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli í dag hefur verið bundin við miðju öskjunnar en nokkrir skjálftar hafa mælst í dag, sá stærsti 2,1 stig um klukkan þrjú í dag.

Síðast varð vart við leka úr jarðhitakerfum undan Mýrdalsjökli í nóvember 2017 en Veðurstofan fylgist áfram með framvindu mála.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×