Segir hóp um traust á stjórnmálum skref í rétta átt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 12:01 Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016. Vísir/Stefán Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að skila tillögum um úrlausnir til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmaður Pírata fagnar skrefinu en telur stjórnmálamenn geta gert ýmislegt nú strax til að bæta traust almennings í garð stjórnmálastéttarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Einn þáttur í því sé að yfirfara reglur um hagsmunaskráningu bæði ráðherra og þingmanna með hliðsjón af ábendingum og alþjóðlegum viðmiðum. Annar þáttur er breytingar á lögum sem varða vernd uppljóstrara og umbætur í umhverfi stjórnsýslu og viðskipta. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður hópsins og er honum ætlað að skila tillögum til forsætisráðherra í september á þessu ári.Fagnar skipun nefndarinnar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fagnar því að taka eigi skref til að auka tiltrú á stjórnmálunum. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur verið gagnvart stjórnmálum í mjög langan tíma. Það hefur alveg vantað og mér finnst þessi nefnd vera ágætt skref í rétta átt. Það eru nokkur augljós skref sem væri hægt að taka sem þyrfti ekki að fá þennan hóp til að fjalla um. Það eru spurningar sem varða pólitíska ábyrgð sem hafa ekki fest sig í sessi í okkar stjórnmálamenningu,“ segir Smári.Nýjungar sem hafa bætt menninguna Hann segir nokkrar nýjungar í þingstörfunum strax hafa bætt stjórnmálamenninguna, til dæmis að stjórnarandstöðunni sé treyst fyrir fleiri nefndarformennskum nú en áður. „Og ef að flokkar yrðu eins meira til búnir til að ræða saman um öðruvísi nálganir og jafnvel að fólk fylgi sinni sannfæringu óháð flokkspólitík í fleiri málum þá myndi það gera margt til að bæta. Ég er til dæmis mjög ánægður með það að við skulum vera með einhverja skiptingu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á nefndarformennsku núna. Ég held að það sé strax að bæta andrúmsloftið að einhverju leyti,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Alþingi Tengdar fréttir Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að skila tillögum um úrlausnir til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmaður Pírata fagnar skrefinu en telur stjórnmálamenn geta gert ýmislegt nú strax til að bæta traust almennings í garð stjórnmálastéttarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Einn þáttur í því sé að yfirfara reglur um hagsmunaskráningu bæði ráðherra og þingmanna með hliðsjón af ábendingum og alþjóðlegum viðmiðum. Annar þáttur er breytingar á lögum sem varða vernd uppljóstrara og umbætur í umhverfi stjórnsýslu og viðskipta. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður hópsins og er honum ætlað að skila tillögum til forsætisráðherra í september á þessu ári.Fagnar skipun nefndarinnar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fagnar því að taka eigi skref til að auka tiltrú á stjórnmálunum. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur verið gagnvart stjórnmálum í mjög langan tíma. Það hefur alveg vantað og mér finnst þessi nefnd vera ágætt skref í rétta átt. Það eru nokkur augljós skref sem væri hægt að taka sem þyrfti ekki að fá þennan hóp til að fjalla um. Það eru spurningar sem varða pólitíska ábyrgð sem hafa ekki fest sig í sessi í okkar stjórnmálamenningu,“ segir Smári.Nýjungar sem hafa bætt menninguna Hann segir nokkrar nýjungar í þingstörfunum strax hafa bætt stjórnmálamenninguna, til dæmis að stjórnarandstöðunni sé treyst fyrir fleiri nefndarformennskum nú en áður. „Og ef að flokkar yrðu eins meira til búnir til að ræða saman um öðruvísi nálganir og jafnvel að fólk fylgi sinni sannfæringu óháð flokkspólitík í fleiri málum þá myndi það gera margt til að bæta. Ég er til dæmis mjög ánægður með það að við skulum vera með einhverja skiptingu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á nefndarformennsku núna. Ég held að það sé strax að bæta andrúmsloftið að einhverju leyti,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Alþingi Tengdar fréttir Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08