Borgnesingar vilja fá Latabæjargarð í plássið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Latibær hefur ratað í leikhús, sjónvarp og verið gerður að borðspili. Nú er stefnt að skemmtigarði. vísir/andi marinó „Þetta er nú bara rétt að komast inn á teikniborðið,“ segir Helga Halldórsdóttir, íbúi í Borgarnesi. Helga fer fyrir félagi sem stefnir að því að koma á koppinn skemmtigarði sem byggir á grunnhugmyndinni um Latabæ. Í Lögbirtingablaðinu á dögunum birtist tilkynning um skráningu hlutafélagsins Upplifunargarður Borgarnesi ehf. en tilgangur þess, að því er fram kemur í tilkynningunni, er „[u]ppbygging afþreyingar í ferðaþjónustu í Borgarnesi og nágrenni, byggt á grunnhugmyndinni um Latabæ.“ Latabæ kannast flestir Íslendingar við en árið 1991 kom út barnabókin Áfram Latibær! eftir Magnús Scheving þolfimikappa og síðar íþróttamann ársins. Sagan segir frá Sollu stirðu, Sigga sæta, Nenna níska og öðrum íbúum Latabæjar en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að Íþróttaálfurinn birtist í bænum og rífur þá úr letirútínu sinni. Sagan rataði síðar í leikhús og að endingu voru gerðir sjónvarpsþættir um bæjarbúa. „Verkefnið er til skoðunar hjá hópi fólks sem hefur áhuga á að koma einhverju á laggirnar sem byggt er á hugmyndafræði Magnúsar Scheving,“ segir Helga. „Magnús er auðvitað Borgnesingur og hefur sterkar rætur hingað heim í hérað.“ Hópurinn fékk á dögunum þriggja milljóna króna styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands en styrkveitingin var grundvöllur fyrir stofnun félagsins. „Á næstu dögum munum við ráða verkefnastjóra, sem gert er ráð fyrir að starfi í sex mánuði hið minnsta, til að kanna möguleg staðsetningu og útfærslur fyrir garðinn auk þess að kanna áhuga fjárfesta á verkefninu,“ segir Helga. Helga segir að upphafsmaðurinn Magnús komi meðal annars að vinnunni og að slíkt muni miklu. Hann hafi skapað sér nafn út fyrir landsteinana auk þess sem Latibær sé auðvitað þekkt merki á erlendri grund. „Næstu sex mánuðir eru meðgöngutími og síðan verður að skýrast í júlí hver næstu skref hjá okkur verða. Það veltur auðvitað að stærstum hluta á áhuga fjárfesta og annarra sem leitað verður til varðandi aðkomu að verkefninu,“ segir Helga. Líkt og áður segir er verkefnið á algjöru frumstigi og því óljóst hvenær garðurinn gæti verið opnaður ef hann nær á það stig. „Fyrir mitt leyti þá mætti það ekki taka meira en þrjú til fimm ár að koma þessu í gagnið,“ segir Helga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
„Þetta er nú bara rétt að komast inn á teikniborðið,“ segir Helga Halldórsdóttir, íbúi í Borgarnesi. Helga fer fyrir félagi sem stefnir að því að koma á koppinn skemmtigarði sem byggir á grunnhugmyndinni um Latabæ. Í Lögbirtingablaðinu á dögunum birtist tilkynning um skráningu hlutafélagsins Upplifunargarður Borgarnesi ehf. en tilgangur þess, að því er fram kemur í tilkynningunni, er „[u]ppbygging afþreyingar í ferðaþjónustu í Borgarnesi og nágrenni, byggt á grunnhugmyndinni um Latabæ.“ Latabæ kannast flestir Íslendingar við en árið 1991 kom út barnabókin Áfram Latibær! eftir Magnús Scheving þolfimikappa og síðar íþróttamann ársins. Sagan segir frá Sollu stirðu, Sigga sæta, Nenna níska og öðrum íbúum Latabæjar en líf þeirra tekur stakkaskiptum eftir að Íþróttaálfurinn birtist í bænum og rífur þá úr letirútínu sinni. Sagan rataði síðar í leikhús og að endingu voru gerðir sjónvarpsþættir um bæjarbúa. „Verkefnið er til skoðunar hjá hópi fólks sem hefur áhuga á að koma einhverju á laggirnar sem byggt er á hugmyndafræði Magnúsar Scheving,“ segir Helga. „Magnús er auðvitað Borgnesingur og hefur sterkar rætur hingað heim í hérað.“ Hópurinn fékk á dögunum þriggja milljóna króna styrk úr uppbyggingarsjóði Vesturlands en styrkveitingin var grundvöllur fyrir stofnun félagsins. „Á næstu dögum munum við ráða verkefnastjóra, sem gert er ráð fyrir að starfi í sex mánuði hið minnsta, til að kanna möguleg staðsetningu og útfærslur fyrir garðinn auk þess að kanna áhuga fjárfesta á verkefninu,“ segir Helga. Helga segir að upphafsmaðurinn Magnús komi meðal annars að vinnunni og að slíkt muni miklu. Hann hafi skapað sér nafn út fyrir landsteinana auk þess sem Latibær sé auðvitað þekkt merki á erlendri grund. „Næstu sex mánuðir eru meðgöngutími og síðan verður að skýrast í júlí hver næstu skref hjá okkur verða. Það veltur auðvitað að stærstum hluta á áhuga fjárfesta og annarra sem leitað verður til varðandi aðkomu að verkefninu,“ segir Helga. Líkt og áður segir er verkefnið á algjöru frumstigi og því óljóst hvenær garðurinn gæti verið opnaður ef hann nær á það stig. „Fyrir mitt leyti þá mætti það ekki taka meira en þrjú til fimm ár að koma þessu í gagnið,“ segir Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent