Eyþór Arnalds gefur kost á sér í borginni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 17:15 Eyþór er einn hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Vísir/Eyþór Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook síðu Eyþórs. Þar fer hann meðal annars yfir erfiðleika ungs fólks við að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. „Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið hátt. Þétting byggðar á einstökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði, dreifðari byggð á höfuðborgarsvæðinu. Raunfjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er tilliti til útleigu til ferðamanna,“ skrifar Eyþór. Þá segir hann borgina vera í miklum vanda í samgöngumálum og að dýrar lausnir líkt og Borgarlína séu til þess fallandi að auka á vandann með auknum þrengslum í gatnakerfinu. „Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar. Stjórnkerfið hefur stækkað mikið og er dýrt í rekstri. Auk þess er flóknara en áður fyrir íbúa að fá lausn sinna mála. Það er því tækifæri að gera betur og breyta um stefnu í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.“ Ákall eftir nýju fólki Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram þann 27. janúar næstkomandi og rennur framboðsfrestur út klukkan 16 á morgun. Halldór Halldórsson núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon hafa þegar gefið kost á sér til að leiða listann en þrátt fyrir það hafa ýmsir kallað eftir nýjum andlitum í komandi prófkjöri. Eyþór ræddi framboðið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og má hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.Yfirlýsing Eyþórs í heild sinni: Það er erfitt fyrir ungt fólk að eignast fyrstu íbúð í Reykjavík. Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið hátt. Þétting byggðar á einstökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði, dreifðari byggð á höfuðborgarsvæðinu. Raunfjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er tilliti til útleigu til ferðamanna.Lestrarkunnáttu barna hefur hrakað í grunnskólum samkvæmt nýlegum rannsóknum. Börnin eiga betra skilið.Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar.Stjórnkerfið hefur stækkað mikið og er dýrt í rekstri. Auk þess er flóknara en áður fyrir íbúa að fá lausn sinna mála. Það er því tækifæri að gera betur og breyta um stefnu í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.Ég hef einlægan áhuga á að vinna fyrir fólkið sem býr í borginni við sundin. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef þú ert sammála því að við getum gert betur trúi ég að við getum átt samleið í að bæta borgina okkar allra. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Eyþór Arnalds, kaupsýslumaður og fjárfestir og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook síðu Eyþórs. Þar fer hann meðal annars yfir erfiðleika ungs fólks við að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. „Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið hátt. Þétting byggðar á einstökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði, dreifðari byggð á höfuðborgarsvæðinu. Raunfjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er tilliti til útleigu til ferðamanna,“ skrifar Eyþór. Þá segir hann borgina vera í miklum vanda í samgöngumálum og að dýrar lausnir líkt og Borgarlína séu til þess fallandi að auka á vandann með auknum þrengslum í gatnakerfinu. „Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar. Stjórnkerfið hefur stækkað mikið og er dýrt í rekstri. Auk þess er flóknara en áður fyrir íbúa að fá lausn sinna mála. Það er því tækifæri að gera betur og breyta um stefnu í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.“ Ákall eftir nýju fólki Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram þann 27. janúar næstkomandi og rennur framboðsfrestur út klukkan 16 á morgun. Halldór Halldórsson núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon hafa þegar gefið kost á sér til að leiða listann en þrátt fyrir það hafa ýmsir kallað eftir nýjum andlitum í komandi prófkjöri. Eyþór ræddi framboðið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og má hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.Yfirlýsing Eyþórs í heild sinni: Það er erfitt fyrir ungt fólk að eignast fyrstu íbúð í Reykjavík. Framboð á húsnæði er takmarkað og þess vegna er verðið hátt. Þétting byggðar á einstökum reitum hefur í raun skilað sér í hærra verði, dreifðari byggð á höfuðborgarsvæðinu. Raunfjölgun íbúða er lítil sem engin þegar tekið er tilliti til útleigu til ferðamanna.Lestrarkunnáttu barna hefur hrakað í grunnskólum samkvæmt nýlegum rannsóknum. Börnin eiga betra skilið.Reykjavík er í miklum vanda í samgöngumálum og dýrar lausnir eins og Borgarlína munu auka á vandann með enn meiri þrengslum í gatnakerfinu. Reykjavík á að vera í fararbroddi í nútímalegum samgöngum en festast ekki í dýrum og þunglamalegum lausnum. Þrengingarnar hafa búið til kransæðastíflu í gatnakerfi borgarinnar.Stjórnkerfið hefur stækkað mikið og er dýrt í rekstri. Auk þess er flóknara en áður fyrir íbúa að fá lausn sinna mála. Það er því tækifæri að gera betur og breyta um stefnu í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.Ég hef einlægan áhuga á að vinna fyrir fólkið sem býr í borginni við sundin. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ef þú ert sammála því að við getum gert betur trúi ég að við getum átt samleið í að bæta borgina okkar allra.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira