Enginn hefur enn beðið Freyju afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. desember 2018 11:46 Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður. Vísir/Freyja Enginn þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í síðustu viku hefur beðið Freyju Haraldsdóttur, baráttukonu og fyrrverandi þingmann, afsökunar á ummælum sem viðhöfð voru um hana umrætt kvöld. Freyja staðfestir þetta í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir vakti athygli á framtaksleysi þingmannanna í ræðu sem hún hélt á mótmælum vegna Klaustursupptakanna á Austurvelli í gær.Inga Björk Margrétar og Bjarnadóttir á Austurvelli í gær.Mynd/Aðsend„Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga í ræðu sinni. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“ Freyja segir í samtali við Vísi á tólfta tímanum að sér hafi ekki borist afsökunarbeiðni frá neinum þingmannanna í kjölfar umfjöllunar um málið í gær. Hún segist aðspurð engu hafa við það að bæta að svo stöddu. Freyja kom þó í gær á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa sent henni kærleikskveðjur í kjölfar Klaustursmálsins. Þá sagðist hún vona að beinir þolendur ofbeldisins séu einnig umvafðir samstöðu og hlýju. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr Klaustursupptökunum hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Enginn þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í síðustu viku hefur beðið Freyju Haraldsdóttur, baráttukonu og fyrrverandi þingmann, afsökunar á ummælum sem viðhöfð voru um hana umrætt kvöld. Freyja staðfestir þetta í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir vakti athygli á framtaksleysi þingmannanna í ræðu sem hún hélt á mótmælum vegna Klaustursupptakanna á Austurvelli í gær.Inga Björk Margrétar og Bjarnadóttir á Austurvelli í gær.Mynd/Aðsend„Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga í ræðu sinni. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“ Freyja segir í samtali við Vísi á tólfta tímanum að sér hafi ekki borist afsökunarbeiðni frá neinum þingmannanna í kjölfar umfjöllunar um málið í gær. Hún segist aðspurð engu hafa við það að bæta að svo stöddu. Freyja kom þó í gær á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa sent henni kærleikskveðjur í kjölfar Klaustursmálsins. Þá sagðist hún vona að beinir þolendur ofbeldisins séu einnig umvafðir samstöðu og hlýju. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr Klaustursupptökunum hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37 „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Fyrirlitning sem eigi sér djúpar sögulegar rætur Freyja segir það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar. 30. nóvember 2018 08:37
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50