Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Sveinn Arnarsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Snorri hefur leitað réttar síns fyrir dómstólum síðan 2012. Vísir/Auðunn Snorri Óskarsson, oftast kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, hefur stefnt Akureyrarbæ og krefst vangoldinna launa og miskabóta vegna ólöglegrar uppsagnar hans úr starfi. Hann telur formann Samfylkingarinnar vera manninn á bak við aðför að sér. Snorra var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ „Bæði tjáði hann sig fyrstur um uppsögn mína og fagnaði henni opinberlega. Síðan gekk hann í það verk að loka leikskólanum Hlíðabóli sem hvítasunnukirkjan rak með þeim afleiðingum að börn komast ekki inn á leikskóla í bænum. Síðan í málinu sem ég rek núna þá ver eiginkona Loga Más Akureyrarbæ í málinu. Þetta er því alfarið hans arkitektúr,“ segir Snorri. Logi Már vísar þessum ummælum alveg á bug og bendir á að hann hafi ekki verið í meirihluta þegar Snorri var rekinn. „Þetta er algjör fásinna. Fyrir það fyrsta var ég ekki í bæjarstjórn þegar hann var rekinn. Þó ég sé sammála endanlegri niðurstöðu ber ég enga ábyrgð á uppsögn hans eða hvernig að henni var staðið,“ segir Logi Már. „Á þessum tíma var ég fulltrúi minnihluta í skólanefnd.“ Uppsögnin hefur frá þeim tíma margoft verið dæmd ólögmæt og krefst því Snorri bæði ógreiddra launa í tvö og hálft ár auk tapaðra lífeyrisréttinda. Einnig óskar hann launa næstu fimm árin, eða til sjötugs. „Það er eðlilegt að ég leiti réttar míns. Margsinnis hefur verið dæmt um að uppsögn mín var ólögmæt. Krafan mín nú hljóðar upp á um 13,7 milljónir króna fyrir tapaða vinnu. Síðan ef ég fæ ekki vinnu þá mun ég krefjast launa til sjötugs,“ segir Snorri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinuvísir/stefán Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Snorri Óskarsson, oftast kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, hefur stefnt Akureyrarbæ og krefst vangoldinna launa og miskabóta vegna ólöglegrar uppsagnar hans úr starfi. Hann telur formann Samfylkingarinnar vera manninn á bak við aðför að sér. Snorra var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ „Bæði tjáði hann sig fyrstur um uppsögn mína og fagnaði henni opinberlega. Síðan gekk hann í það verk að loka leikskólanum Hlíðabóli sem hvítasunnukirkjan rak með þeim afleiðingum að börn komast ekki inn á leikskóla í bænum. Síðan í málinu sem ég rek núna þá ver eiginkona Loga Más Akureyrarbæ í málinu. Þetta er því alfarið hans arkitektúr,“ segir Snorri. Logi Már vísar þessum ummælum alveg á bug og bendir á að hann hafi ekki verið í meirihluta þegar Snorri var rekinn. „Þetta er algjör fásinna. Fyrir það fyrsta var ég ekki í bæjarstjórn þegar hann var rekinn. Þó ég sé sammála endanlegri niðurstöðu ber ég enga ábyrgð á uppsögn hans eða hvernig að henni var staðið,“ segir Logi Már. „Á þessum tíma var ég fulltrúi minnihluta í skólanefnd.“ Uppsögnin hefur frá þeim tíma margoft verið dæmd ólögmæt og krefst því Snorri bæði ógreiddra launa í tvö og hálft ár auk tapaðra lífeyrisréttinda. Einnig óskar hann launa næstu fimm árin, eða til sjötugs. „Það er eðlilegt að ég leiti réttar míns. Margsinnis hefur verið dæmt um að uppsögn mín var ólögmæt. Krafan mín nú hljóðar upp á um 13,7 milljónir króna fyrir tapaða vinnu. Síðan ef ég fæ ekki vinnu þá mun ég krefjast launa til sjötugs,“ segir Snorri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinuvísir/stefán
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira