Segir stjórnvöld brjóta gegn alþjóðasamþykktum með því að hafa ekki aðgerðaáætlun gegn mansali Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2018 11:53 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu árin hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. Fjallað var um skelfilega stöðu erlends verkafólks í Kveiki á RÚV í gær. Ljót mál „Það eru að koma um mjög ljót mál og þeim hefur fjölgað eftir því sem uppgangurinn hefur verið meiri. Flest mál koma upp í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Ég hef dæmi um að starfsfólk hefur verið sent úr landi eftir að hafa slasast í vinnu, fólk hefur verið beitt ofbeldi fyrir að hafa gert athugasemdir við vinnuveitanda, menn hafa óafvitandi verið gerðir ábyrgir fyrir skuldsetningu fyrirtækis sem þeir starfa fyrir, fólk býr í óviðeigandi húsnæði og alls kyns greiðslur eru teknar af því. Menn virðast hafa endalaust hugmyndarflug þegar kemur að því að misnota mannafl. Þolendur eru oft í erfiðri stöðu þegar þeir reyna að leita réttar síns, eru hræddir um að vera vísað úr landi eða missa vinnuna ,“ segir Drífa. Hún segir algengast að þessi mál komi upp hjá fólki sem kemur frá Austur- Evrópu og þá sé mjög stór hluti frá Rúmeníu. „Ýmsum blekkingum er beitt til að fá fólk til landsins og því lofað gulli og grænum skógum en svo stenst ekkert af því sem lofað er. Það eru líka dæmi um að fólk viti í hvaða aðstæður það er að fara en þá eru þær þannig að við teljum um brot að ræða en það er óverjandi að greiða fólki undir lágmarkslaunum. Við verjum allan vinnumarkaðinn,“ segir hún.Erlendir verkamenn hér á landi starfa flestir í byggingariðnaði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmStjórnvöld geta verið ábyrg fyrir þrælahaldi Drífa segir að dæmi séu um að stjórnvöld og opinber fyrirtæki séu ábyrg fyrir brotum á starfsfólki á þennan hátt. „Það er ekki nógu mikið eftirlit á opinberum innkaupum og útboðum. Stofnanir taka oftast lægsta tilboði en kanna gjarnan ekki nægilega hvað býr að baki. Verktakafyrirtæki geta þannig verið að þrýsta launum niður fyrir lágmarkstaxta til að fá verk á vegum hins opinbera. En á endanum er það verkkaupin sem ætti að bera ábyrgð á því hvernig komið er fram við starfsfólk. Þannig geta stjórnvöld í raun verið ábyrg fyrir þrælahaldi á vinnumarkaði,“ segir hún.Engin aðgerðaráætlun Starfsgreinasambandið hefur staðið fyrir vitundarvakningu um þessi mál á undanförnum árum að sögn Drífu. Þá hefur verið lögð áhersla á að eftirlitsaðilar á vegum aðildarfélaga sambandsins séu meðvitaðir um brot gegn starfsfólki. „Þetta getur hafa haft þau áhrif að málum hefur fjölgað svo mikið á okkar borði. Þetta er eins og með dópið ef ekki er leitað af því þá finnst það ekki. Við höfum beint því til stjórnvalda að mikilvægt sé að fá aðgerðaráætlun gegn mansali og að eftirlitsstofnanir vinni saman að því að sporna gegn því. Það þarf betri yfirsýn yfir hver á að gera hvað og hvaða heimildir eftirlitsstofnanir hafa. Staðan hefur verið þannig að engin hefur borið ábyrgð á því hér á landi að skilgreina hvað þrælahald er,“ segir hún. „Dómsmálaráðuneytið ber ábyrgð á að gera aðgerðaráætlun gegn mansali og þrátt fyrir háværar kröfur frá verkalýðshreyfingunni, lögreglunni, félagsmálayfirvöldum og fleirum hefur ekkert gerst þar í mörg ár. Þetta er brot alþjóðasamþykktum og okkur til mikillar skammar. Það virðist skorta pólitískan vilja, segir Drífa. Drífa segir að eftir þrýsting frá Starfsgreinasambandinu hafi félagsmálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp eftirlitsaðila sem á að rannsaka eftirlit með þessum málum og sameina krafta þeirra sem sinna því. Það sé hins vegar ekki ljóst hvenær eitthvað komi frá þeim hópi eða hann hefur störf. Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að síðustu árin hafi borist mun fleiri tilkynningar um alvarleg brot gagnvart starfsfólki á vinnumarkaði en áður. Um sé að ræða mál eins og misnotkun á starfsfólki, launaþjófnaður og hreint og klárt þrælahald. Fjallað var um skelfilega stöðu erlends verkafólks í Kveiki á RÚV í gær. Ljót mál „Það eru að koma um mjög ljót mál og þeim hefur fjölgað eftir því sem uppgangurinn hefur verið meiri. Flest mál koma upp í ferðaþjónustu og byggingariðnaði. Ég hef dæmi um að starfsfólk hefur verið sent úr landi eftir að hafa slasast í vinnu, fólk hefur verið beitt ofbeldi fyrir að hafa gert athugasemdir við vinnuveitanda, menn hafa óafvitandi verið gerðir ábyrgir fyrir skuldsetningu fyrirtækis sem þeir starfa fyrir, fólk býr í óviðeigandi húsnæði og alls kyns greiðslur eru teknar af því. Menn virðast hafa endalaust hugmyndarflug þegar kemur að því að misnota mannafl. Þolendur eru oft í erfiðri stöðu þegar þeir reyna að leita réttar síns, eru hræddir um að vera vísað úr landi eða missa vinnuna ,“ segir Drífa. Hún segir algengast að þessi mál komi upp hjá fólki sem kemur frá Austur- Evrópu og þá sé mjög stór hluti frá Rúmeníu. „Ýmsum blekkingum er beitt til að fá fólk til landsins og því lofað gulli og grænum skógum en svo stenst ekkert af því sem lofað er. Það eru líka dæmi um að fólk viti í hvaða aðstæður það er að fara en þá eru þær þannig að við teljum um brot að ræða en það er óverjandi að greiða fólki undir lágmarkslaunum. Við verjum allan vinnumarkaðinn,“ segir hún.Erlendir verkamenn hér á landi starfa flestir í byggingariðnaði. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/VilhelmStjórnvöld geta verið ábyrg fyrir þrælahaldi Drífa segir að dæmi séu um að stjórnvöld og opinber fyrirtæki séu ábyrg fyrir brotum á starfsfólki á þennan hátt. „Það er ekki nógu mikið eftirlit á opinberum innkaupum og útboðum. Stofnanir taka oftast lægsta tilboði en kanna gjarnan ekki nægilega hvað býr að baki. Verktakafyrirtæki geta þannig verið að þrýsta launum niður fyrir lágmarkstaxta til að fá verk á vegum hins opinbera. En á endanum er það verkkaupin sem ætti að bera ábyrgð á því hvernig komið er fram við starfsfólk. Þannig geta stjórnvöld í raun verið ábyrg fyrir þrælahaldi á vinnumarkaði,“ segir hún.Engin aðgerðaráætlun Starfsgreinasambandið hefur staðið fyrir vitundarvakningu um þessi mál á undanförnum árum að sögn Drífu. Þá hefur verið lögð áhersla á að eftirlitsaðilar á vegum aðildarfélaga sambandsins séu meðvitaðir um brot gegn starfsfólki. „Þetta getur hafa haft þau áhrif að málum hefur fjölgað svo mikið á okkar borði. Þetta er eins og með dópið ef ekki er leitað af því þá finnst það ekki. Við höfum beint því til stjórnvalda að mikilvægt sé að fá aðgerðaráætlun gegn mansali og að eftirlitsstofnanir vinni saman að því að sporna gegn því. Það þarf betri yfirsýn yfir hver á að gera hvað og hvaða heimildir eftirlitsstofnanir hafa. Staðan hefur verið þannig að engin hefur borið ábyrgð á því hér á landi að skilgreina hvað þrælahald er,“ segir hún. „Dómsmálaráðuneytið ber ábyrgð á að gera aðgerðaráætlun gegn mansali og þrátt fyrir háværar kröfur frá verkalýðshreyfingunni, lögreglunni, félagsmálayfirvöldum og fleirum hefur ekkert gerst þar í mörg ár. Þetta er brot alþjóðasamþykktum og okkur til mikillar skammar. Það virðist skorta pólitískan vilja, segir Drífa. Drífa segir að eftir þrýsting frá Starfsgreinasambandinu hafi félagsmálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp eftirlitsaðila sem á að rannsaka eftirlit með þessum málum og sameina krafta þeirra sem sinna því. Það sé hins vegar ekki ljóst hvenær eitthvað komi frá þeim hópi eða hann hefur störf.
Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22